Tómt svindl og svínarí

 jens_og_randur_1222783.jpg  Hvernig stendur á því að búið er að tilnefna bækur í hinum ýmsu flokkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013?  Langt er til áramóta.  Fjöldi bóka kemur út í desember.  Jafnvel fleiri en allan hinn hluta ársins til samans.  Reyndar byrja bækur að streyma á markað í lok nóvember. 

  Samtals koma út rösklega 700 bækur í ár.  12 ágætar manneskjur lesa og velja og tilnefna 20 bækur til verðlauna.  Hvað les hver dómnefnd margar bækur á örfáum dögum í nóvember?  175?  

  Nei,  alveg rétt.  Flestar bækurnar koma ekki út fyrr en eftir að dómnefndir hafa komist að niðurstöðu.  Það léttir verulega á lestrarvinnunni.  

  Sennilega er það Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur fyrir þessu skemmtilega uppátæki.  Uppátækið er viðskiptalegs eðlis fremur en að allir sitji við sama borð.  Tilnefning á bókum til bókmenntaverðlauna er gott fréttaefni.  Hún kemur af stað umræðu um nýjar íslenskar bækur.  Beinir kastljósi að bókum og sparkar jólabókasölunni af stað.  Það er gott mál.

  Ég tek það fram að allar tilnefndar bækur eiga það áreiðanlega skilið.  Þetta eru gullmolar, að því er ég hef hlerað.  

  Í næstu viku koma á markað margar bækur.  Ein af þeim heitir  Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist.  Nafnið gefur sterka vísbendingu um hvað bókin fjallar.  Mér segir svo hugur að lesendur verði fróðari um margt við lestur á bókinni.  Sumt kemur skemmtilega á óvart.  Meira um það þegar bókin kemur út.  Myndin hér fyrir ofan sýnir frábæru styttuna af hinum merka og þvera Þrándi í Götu.  Myndin er ekki í bókinni.  En þær eru samt margar myndirnar í bókinni.  Þar á meðal af styttunni. 

gata-austurey-faereyjar-eivor.jpg


mbl.is 15 bækur tilnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jens, eru þessi verðlaun ekki alfarið á vegum Félags Bókaútgefenda?  Ég hef aldrei skilið það öðruvísi en lélegt sölutrix af þeirra hálfu að efna til þessara verðlauna og fá svo forsetadrusluna til að afhenda þau. Það er fullt af fólki sem kaupir bara bækur sem hafa verið tilnefndar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2013 kl. 22:15

2 Smámynd: Jens Guð

  Jóhannes,  mig grunar að Félag Bókaútgefenda standi að þessu.  Ég er ekki viss um að ég muni það rétt en það er eins og mig rámi í að tilnefndar bækur fái límmiða með upplýsingum um að þær séu tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.  Það eru góð meðmæli.  Og fínn bisness.  En gallað fyrirkomulag á meðan tilnefnt er áður en flestar bækur ársins koma út.

Jens Guð, 1.12.2013 kl. 23:50

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott ef tilnefningin er ekki prentuð á kápuna Jens.  Þetta eru jú fagmenn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2013 kl. 00:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Kæmi mér ekki á óvart.  Þarf þó að kanna það. 

Jens Guð, 2.12.2013 kl. 02:52

5 identicon

,, Tómt svindl og svínarí ", já það er víða nóg af slíku t.d. hefur ríkisstjórnin nú hlaupið undir bagga með eignafólki sem hlær nú á kostnað þeirra sem minna mega sín, þeim sem þegar hafa tekið út allan sinn viðbótarlífeyrissparnað til að standa skil á sínum skuldum og hvað með leigjendur sem eru alveg skildir út undan eina ferðina enn. Mér skilst að sá hópur hafi lifað á viðbótarlífeyrissparnaði sínum á síðustu árum. Nei, þessi svokallaða ,, björgun heimilanna " gagnast bara alls ekki þeim sem mest þurfa á hjálp að halda núna og svo fellur þessi ,, björgun heimilanna " á ríkissjóð að stórum hluta, milljarðar og aftur milljarðar sem skattgreiðendur þurfa að greiða í stað hrægammasjóðanna sem voru allt innantóm kosningaloforð loforðaglaðra Framsóknarmanna.  Hvaða SMS skilaboð gengu svo á milli Gunnars Braga og Vigdísar Hauks. um leynifundi með talsmönnum sægreifa ???  Það er ekki að ástæðulausu sem fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að slá skjalborg um sægreifana.

Stefán (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 08:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var að hlusta á morgunútvarp Rásar2 núna áðan, hvar var viðtal við Jórunni nokkra Sigurðardóttur. Hún vissi allt, konan sú, um þær bækur sem tilnefndar voru til þessara verðlauna, þó hún hefði ekki lesið nema lítinn hluta þeirra. Jórunn er gífurlega hæfileikarík kona, það er ekki öllum, eins og henni, gefið að geta metið bækur til verðlauna með því einu að horfa á þær. Við slíkt mat kemur sér örugglega vel ef viðkomandi bók er í góðu bandi og fer vel í hillu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 08:58

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það vakti lika athygli mína að þeir sem unnu til þessara útnefninga voru dekurrófur bókmenntavitringanna. Ofurkunnug nöfn sem hafa hlotið þessar sömu útnefningar ár eftir ár.

Ég á bágt með að trúa því að ekki sé meiri nýliðun hjá rithöfundum okkar en þetta. Líklegra er að þetta séu höfundar sem útgefendur veðjuðu mest á og þurfa að selja mest af.

Skítalykt af þessu. Mér finnst að forsetinn sé yfir þá lágkúru hafinn að vera ígildi vörukynningarmanneskju í stórmarkaði. Þetta setur embættið niður.

Sammála þér að þetta er svindl og svínarí.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2013 kl. 14:49

8 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þetta er skrítið með leynifundi mafíunnar.

Jens Guð, 2.12.2013 kl. 21:20

9 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  þetta hljómar eins og konan sé göldrótt. 

Jens Guð, 2.12.2013 kl. 21:21

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  í það minnsta er sitthvað einkennilegt með.

Jens Guð, 2.12.2013 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband