6.12.2013 | 00:05
Barnaníðingar
Það má alveg vera rétt að opinberar upplýsingar um barnaníðinga forherði þessa fárveiku menn. Á móti vegur að eftir því sem betri upplýsingar um þá liggja fyrir þá er auðveldar að verjast ódæðum þeirra. Þess vegna er best að upplýsingar um þessa veiku menn séu aðgengilegar fyrir foreldra ungra barna.
Hátt hlutfall manneskjunnar situr uppi með brenglaðar hugmyndir um tilveruna. Um fjórðungur Íslendinga glímir við geðveiki einhvern tíma á ævinni. Í flestum tilfellum er dæmið frekar léttvægt og tímabundið.
Níðingar reiðast nafnbirtingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 476
- Sl. sólarhring: 485
- Sl. viku: 1631
- Frá upphafi: 4121450
Annað
- Innlit í dag: 396
- Innlit sl. viku: 1425
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 359
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég held það þurfi að auka forvarnir. Fordæming samfélagsins má ekki verða til þess að þeir sem hafi svona kenndir feli þær. Það á þvert á móti að hvetja ungmenni sem líður svona til að leita sér hjálpar og líta á það sem eitthvað aðdáunarvert, ábyrgt og siðferðilega rétt, frekar en fordæmingarvert. Mikið hugrekki þarf eflaust til að leita sér hjálpar á þessu sviði. Í stað þess að fordæma þessa ónáttúrulegu hneigð, þá ætti að draga línuna við afbrotin og fordæma eingöngu þau. Eins viðbjóðslegar og okkur finnst svona hvatir getur samfélaginu ekkert miðað áfram ef við förum ekki að draga skírari línu milli verknaðar og hvata og sleppa því að fordæma þá sem ekki brjóta af sér. Þeir sem hafa svona hvatir og brjóta ekki af sér hafa örugglega mikilvægum upplýsingum að miðla til sinna líka um hvernig menn best komi í veg fyrir brot, og til samfélagsins um hvernig er hægt er að aðstoða fólk með svona hneigðir. Það verður einhvern veginn að virkja þá til þess, og það er bara hægt með að aðgreina hneigðirnar frá verknaðinum.
Rannsóknir sýna að fái menn hjálp nógu snemma þá er hægt að bjarga þeim. Þeim mun meiri ástæða fyrir foreldra að taka orð Blátt Áfram um að fylgjast með unglingum og eldri börnum í umgengni við yngri. Þannig byrjar vandamálið yfirleitt og ef það tekst að stöðva það þar, helst áður en alvarlegt brot hefur átt sér stað, þá er ekki bara einu barni bjargað frá hræðilegri æsku, heldur öðru barni eða unglingi frá því að verða forhertur kynferðisafbrotamaður. Og það seinna eru ekki skárri örlög en þau fyrri, svo ábyrgð okkar gagnvart börnunum er mikil. Sálfræðimeðferð og aðrar úrlausnir virka mun betur á yngri brotamenn og meirihluti brotamanna hefur brotaferil sinn ungur að árum. Meirihluti þeirra sem hættir, yfirleitt eftir afbrot eins og þukl, sem eru alvarleg en þó mikill stigsmunur á, og breytist því ekki í skrýmsli, var stöðvaður ungur að árum og fékk einhvers konar hjálp. Fjöldi kynferðisafbrotamanna hefði aldrei orðið til ef foreldrar og aðrir aðstaðdendur væri bara duglegri að fylgjast með yngri börnum að leik við eldri. Slíkri hjálp er enn ábótavant í íslensku samfélagi og eftirlit ónógt, en vonandi fer fólk að hlusta betur á það sem aðilar eins og Blátt Áfram hafa að segja. Við getum gert margt sem samfélag til að byrgja brunninn og hindra svona menn verði til.
Varðandi þá sem eldri eru og forhertir og alla sjálfráða einstaklinga sem eru orðnir lögráða, þá á að lengja fangavist fyrir þá verulega. Tíðni þeirra sem brjóta af sér aftur er bara það há. Í millitíðinni á að bæta sálfræðiþjónustu í skólum, hafa meira eftirlit með eldri börnum og unglingum, og hindra þannig að svona menn verði til. Sálfræðiaðstoð við eldri og reyndari brotamenn er líka ekki mjög árangursrík. Ef nógu snemma er gripið í taumana þarf það ekki að gerast. En erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja, þeir sem snúa sér til betri vegar eru hlutfallslega of fáir, og það er ósanngjarnt gagnvart börnunum að taka áhættuna, svo best væri að sem flestir sem hafa gerst sekir um meiriháttarbrot hafa náð lögráða aldri sætu inni fyrir lífstíð.
2 cents (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 00:44
Með brotum sínum gegn börnum hafa barnaníðingar að mínu viti fyrirgert rétti sínum til nafnleyndar. Ég hef aldrei getað skilið hvað fær sumt fólk til að rísa upp og verja "rétt" þessara manna á kostnað velferðar barna, þegar öllum má ljóst vera að þetta tvennt getur aldrei farið saman.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2013 kl. 06:37
Ég veit ekki hvort að það sé rétt að hugsa um níðinga sem "veika". Það bendir til að það sé hægt að lækna veikina, en það virðist ekki vera tilfellið.
Grrr (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 07:36
Náði Steingrímur Njálsson nokkru fórnarlambi eftir að hann var myndbirtur á forsíðu DV?
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 09:52
Þessi málflutningur er mjög undarleggur hjá þessum manni og frekar óraunhæfur held ég. Það hefur komið í ljós í gegnum tíðina að mjög fáir fara í fangelsi vegna ítrekaðra kynferðisbrota, hvort heldur sem það er gegn fullorðnum eða börnum. Ástæða þess er ókunn, en ég held að myndbirtingar á þessum mönnum geti ekki verið annað en af hinu góða þar sem samfélagið þarf að varast þá. Þeir sem fremja svona verknað eru ekki veikir í neinum skilningi. Þeir vita að það sem þeir gera er rangt og velja að fara þá leið. Þeir hafa valið og verða að taka afleiðngunum.
Halldór Þormar Halldórsson, 6.12.2013 kl. 10:53
sorry engin samúð með þessum ógeðum það á að aflífa svona menn. Eiga ekki tilvistarrétt.
Ragnar (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 12:36
Því miður er barnagirnd ólæknandi en sem betur fer mjög sjaldgæf. Það er sem betur fer ekki sjálfgefið að þeir sem eru haldnir barnagirnd séu líka siðblindir og fremji ódæðisverk. Aðalatriðið er að verja börnin, það ætti að vera skylda samfélagsins.
Sigurður Þórðarson, 6.12.2013 kl. 13:54
Ég ver ekki gjörðir þessara sakamanna en ég verð samt að segja að ég treysti mati sérfræðingsins mun betur en þeim dómstól götunnar sem hér hefur skrifað.
Eiríkur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 15:21
Það er líklega öruggast að maður hafi enga skoðun eða haldi amk kjafti um barnaníð, kvótakerfið og fleiri álitamál, hafi einhver sérfræðingur opnað á sér túlann. Eða hvað? Á þjóðveeldisöldinni voru menn dæmdir af allsherjarþingi (almenningi) á alþingi við Öxará. Ekki voru það ómerkari eða óréttlátari dómar en þeir sem síðar voru dæmdir af kirkjunni og sýslumönnum.
Sigurður Þórðarson, 6.12.2013 kl. 16:26
Ég sé ekki betur en að með þessum ummælum sé verið að hvetja til meðvirkni í öllu samfélaginu. Þ.e.a.s. við eigum öll að tipla á tánum í kringum þessa menn og vonast til að þeir brjóti ekki á fleiri börnum. Það hljómar rosalega gáfulegt. Svona eins og alkinn sem má ekki skamma því hann verður bara reiðari! Fáránlegt.
Jón Flón (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 17:32
Þessi kemur með aðalpunktinn, það þarf að ná í þessa menn ÁÐUR en þeir brjóta af sér, ekki eftir að það verður of seint. En eigi það að vera hægt þarf að breyta viðhorfum samfélagsins svo að þau verði sanngjörn, þ.e.a.s eingöngu verknaðurinn sé fordæmdur, ekki hneigðin. Þýska myndbandið sem er slóð á þarna er mjög magnað. Það er hægt að hjálpa svona mönnum áður en þeir brjóta af sér. Og afþví svo margir byrja snemma þarf að færa þessara forvarnir inn í skólakerfið og gera hluta af kynfræðslunni. Kenna ætti um afbrigðilegar kynhneigðir og hvernig megi leita sér lækninga við þeim. Og hvetja foreldra til að fylgjast betur með samskiptum eldri og yngri barna til að hindra brotamenn verði til, og hægt verði að senda frændann eða bróðurinn eða vininn til sálfræðings ef eitthvað furðulegt þukl eða einkennileg hegðun byrjar. Sumt af þessu er óþægilegt, en ef við erum ekki tilbúin að stíga óþægileg skref og ætlum bara að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, þá erum við sem samfélag meðsek, því við reyndum ekki okkar allra, allra besta til að koma í VEG FYRIR afbrotin. Það er hægt. Að refsa fyrir ófyrirgefanlega, óbætanlega hluti og sálarmorð? Nei, engin refsing dugar til og verður alltaf bara til málamynda. Að koma í veg fyrir brotamenn brjóti af sér aftur? Afarerfitt. En að koma í veg fyrir þeir sem haldnir eru barnargirnd brjóti af sér yfirhöfuð. Það ER hægt og það er búið að sanna það. Mjög ungir afbrotamenn sem hafa gerst sekir um "minni" afbrot, þukl og slíkt, og verða sjaldan forhertir glæpamenn fyrir lífstíð ef þeir fá meðferð strax.
http://www.frettatiminn.is/frettir/karlmenn_sem_nidast_a_bornum/
Progressive (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 21:18
Tvenns konar brotamenn eiga von. Þeir sem finna fyrir svona hneigð sem unglingar og börn og fá hjálp frá sálfræðingi. Og síðan fullorðnir menn sem fara að finna fyrir svona hneigðum, sem eins og sálfræðingurinn bendir á, getur gerst, en ákveða að gera ekkert í því og leita sér hjálpar. Það er smá von líka fyrir minnihluta þeirra sem hafa verið alvarlegir gerendur að endurtaka ekki verknaðinn. En við verðum að einbeita okkur að þeim sem hafa ekki framkvæmt hann. Vonin fyrir þá er svo mikið meiri og líkurnar svo margfalt, margfalt hærri. Við megum ekki eyðileggja það verk með röngum viðhorfum. Fordæmir þú morðingja eða manninn sem langaði að drepa einhvern? Verknaður er ekki það sama og löngun til einhvers. Ef við tökum upp átak hér eins og þeir gerðu í Þýskalandi, og hefur þegar skilað miklum árangri, þá eigum við von. Ef við ætlum að velkjast um í innantómri fordæmingu sem skilar sér i engu, og í óréttlæti okkar dæma menn sem engan glæp hafa framið sem "viðbjóði", þá á þetta samfélag enga von um að verða betra og sálarmorðunum mun ekkert fækka. Forvarnir eru málið. http://www.frettatiminn.is/frettir/karlmenn_sem_nidast_a_bornum/
Progressive (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 21:23
2 cents, takk fyrir þitt innlegg og vangaveltur.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 01:31
Axel Jóhann, er er svoooo sammála.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 01:33
Grrr, því fer fjarri að allir sjúkdómar og allt sem fellur undir veiki sé læknanlegt. Til að mynda er ég með gigt sem er ólæknandi en ég held niðri með því að taka inn daglega töflur sem heita Allopurinol alla ævi.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 01:37
Jón Logi, það er þekkt dæmi að kona náði að frelsa barn úr klóm Steingríms eftir að hafa borið kennsl á hann af mynd í DV.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 01:40
Ég skil ekki afhverju hætt var að senda menn í útlegð.. Mér finnst sjálfsagt að Barnaníðingar og ofbeldishrottar verði bara settir í útlegð, þeir mega ekki koma innan við 100kílómetra frá reykjavík o.f.l. stöðum eða eitthvað... en mega lifa uppá kárahnjúkum, á olíuborpöllum, suðurskautslandinu og geta fengið vinnu í hernum eða einhversskonar námugreftri á svalbarða.. það er ábyggilega betra en að vera í fangelsi og þá geta þeir lifað í friði fjarri okkur, ég sé nákvæmlega ekkert að þessu..
maggi220 (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 07:01
Þetta hefði nú í fyrsta lagi þær slæmu afleiðingar að menn myndu alveg hætta að þora út á land, ef þar væri fullt af afskiptum, firrtum mönnum við verstu hugsanlegu sálfræðilegu skilyrði. Túrismi myndi nú eitthvað minnka hér. Og svo bara leysir engin þjóð sin vandamál með að sópa þeim undir teppið. Það þarf að bæta þessu inn í kynfræðsluna í skólunum, segja krökkum kynhneigð sé eitthvað sem hjá sumu fólki geti afvegaleiðst, menn geti verið kynhneigðarlega veikir, og þá sé hægt að fá hjálp frá sálfræðingum. Því það er hægt og hún gagnast mun betur þeim sem aldrei hafa brotið af sér, og því yngri sem þeir eru því betur gagnast hún. Þetta er allt mælt og sannað en samfélagið þorir ekki að taka á móti ljósi upplýsingarinnar og nýta sér þekkingu vísindanna af tómum ótta og heigulshætti. Segjum krökkunum þetta sé til. Það verndar þau betur líka, því margir lenda líka í klóm svona manna á unglingsárum. Byrjum kynfræðsluna um 11 ára aldurinn, í ljósi þess börn eru að verða fyrr kynþroska (líklega út af lélegu mataræði og óheislusamlegu líferni), svo við séum ekki að mismuna börnum eftir hvenær þau verða kynþroska og þurfa þessa fræðslu. Látum börnin vita kynlíf sé fallegt og gott, geti tjáð kærleika, eigi að geyma þar til menn hafi náð fullum þroska, en það sé hægt að verða kynferðislega veikur eins og veikur á líkama eða geði, og þá þurfi menn að leita sér hjálpar. Pössum okkur að miðla ekki því viðhorfi til barnanna þeir sem séu sjúkir en geri öðrum ekki illt séu "vondir", heldur segjum þeir séu ábyrgir og að gera rétt. Þannig komum við í veg fyrir að flestir kynferðisafbrotamenn verði til, drengurinn sem myndi annars leita á bróður fer í staðinn til skólasálfræðingsins og fær hjálp nógu snemma til að verða aldrei skrýmsli, eða foreldrar sem hafa séð 12 ára dreng þukla á litlu frændu sinni geta sent hann í meðferð og komið í veg fyrir hann verði nýðingur. Erum við menn eða mýs? Siðmenntað fólk eða ekki? Vísindasamfélag eða samfélag aumingja sem þora ekki að taka á málunum? Það er hægt að uppræta þetta vandamál að flestu leyti, en bara með viti og skynsemi.
Progressive (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 09:41
Forvarnir eiga að vera málið á sem flestum vígstöðvum samfélagsins. Einnig þeim sem okkur finnst of óþægilegt að takast á við. Það á að setja börn í erfðarannsókn til að komast að hvaða sjúkdóma þau séu líkleg til að glíma við og síðan takast á við það með viðeigandi mataræði og lifnaðarháttum. Börn eiga að fá reglulegt sálfræðitékk til að hægt sé að grípa inn í áður en alvarleg vandamál myndast. Þannig fækkar afbrotum í samfélaginu. Í kynferðismálum á viðhorfið að vera að til séu veikir menn. Allir geti lent í að veikjast. Ef menn hugsi eitthvað ljótt en geri ekki þetta ljóta séu þeir ekki vondir. Leiti þeir sér hjálpar áður en þeir brjóta af sér séu þeir að breyta rétt og það sé virðingar- og aðdáunarvert. Ef við skilum slíku viðhorfi til barnanna og foreldra barna sem þróa með sér óeðlilegar kynóra(sem gerist yfirleitt á fyrstu árum þess menn eru kynþroska, jafnvel strax í byrjun þegar kynórar eru meira flöktandi og mótanlegri, og auðveldara að beina þeim í aðrar áttir), þá leita viðkomandi börn, unglingar og foreldrar þeirra sér hjálpar og þá verða þessir einstaklingar ekki afbrotamenn. Rannsóknirnar eru þarna. Þekkingin er þarna. Hér er fullt af menntuðu fólki. Aukum menntun á þessu sviði og fáum fleiri sérhæfða sérfræðinga til að takast á við svona. Notum vísindin til að útrýma vandamálinu upp að því marki sem er hægt. Í yfirgnæfandi tilfella skilar meðferð á barnsaldri eða fyrstu unglingsárum varanlegum árangri, og sama með meðferð þeirra sem aldrei hafa brotið af sér, sama á hvaða aldri þeir eru! Fáum þessa menn út úr skápnum með veikindi sín og inn í meðferð, áður en þeir brjóta af sér. Það er bara hægt með átaka og viðhorfsbreytingu og allir aðilar verða að taka við sér, sálfræðingar, skólar, fjölmiðlar og, það sem mikilvægast er, við öll "maðurinn á götunni". Þá munu framfarirnar gerast.
Progressive (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 09:48
Rétt hjá þér. En það er alltaf reynt einhver meðferð við veiki. Eins og þú nefnir töflurnar við ólæknandi gigt.
Það þarf eitthvað annað orð en veikir menn, yfir níðinga. Þeir eru ólæknandi - virðist vera - og ef að við tölum um tryllta hunda sem að hafa bitið einu sinni, þá eru þeir aflífaðir. Þar sem að það er vitað að það er bara tímaspursmál hvenær að þeir valda næst skaða.
Grrr (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 11:56
Ég tel að myndbyrtingarsíðan um dæmda barnanýðinga sé til hins góða, þó þarf að koma eitthvað meira, það er gott að þessir nýðingar séu meðvitaðir að fylgst sé með þeim, eeen kanski ekki gott að þeir og ódæmdir feli algerlega þessa girnd sína, það er að segja leiti sér ekki hjálpar, það er nauðsinlegt að það sé til eitthvað athvarf/staður þar sem þetta fólk geti leitað sér aðstoðar án þess að óttast, en ég tel að þessi síða sé af hinu góða
https://www.facebook.com/groups/544402128926648/?fref=ts
Sigfús Sigurþórsson., 7.12.2013 kl. 13:26
Og ef vitað væri að barnaníðingar fengju þyngstu refsingu liggur þá fyrir að barnagirnd hyrfi? Í sumum löndum eru þjófar handhöggnir. Eru engir þjófar þar? Myndi fórnarlamb barnaníðings lifa verknaðinn af ef það gæti vitnað gegn honum? Í fyrndinni var fólk á Íslandi tekið af fyrir hórdóm. Hættu menn að hórast? Nei. Drápu þeir börnin sem urðu til? Já. Kannast einhver við söguna um móður mína í kvíkví?
Tobbi (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 17:18
Halldór Þormar, á þetta ekki við um flesta eða alla brotaflokka: Að flestir brotamenn láta sér fangelsisvist að kenningu verða og lenda ekki aftur í fangelsi?
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 22:41
Ragnar, morð eru siðlaus villimennska. Hvort heldur sem er á veiku fólki eða öðrum.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 22:49
Sigurður (#7), þetta er mikilvægur punktur og á að vera þungamiðjan í vangaveltum um barnaníð: Að verja börnin númer 1, 2 og 3.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 22:51
Eiríkur, það er sjálfsagt að hlusta á svokallaða sérfræðinga í sem flestum málum. Aftur á móti er ekki ástæða til að meðtaka þeirra viðhorf án gagnrýnnar hugsunar. Iðulega eru tveir sérfræðingar ekki á sama máli um tiltekna hluti. Algengt er að sérfræðingar skipti um skoðun á hinu og þessu í áranna rás. Manneskjan er alltaf að læra. Margt lærir hún af mistökum.
Jens Guð, 7.12.2013 kl. 22:56
Börnin bíða skaða af hræðslu og ótta samfélagsins við að nýta sér kraft og mátt vísinda- og fræðasamfélagsins til að taka af þessu máli, og taka þess í stað á því með hjátrú, heift og heimóttarskap. Rannsóknirnar eru þarna. Allt er til staðar. Reynslan komin. Nú þarf bara fræðslu um afbrigðilegt kynlíf inn í skólana, bæði til að verja börnin, og svo kynþroska börn og unglingar sem finna slíkar kenndir (þær byrja oftast snemma á lífsleiðinni) geti strax leitað sér hjálpar, án samfélagslegrar fordæmingar, og eins á að hvetja fullorðna menn sem haldnir eru barnagirnd, því hún fer að sækja á suma síðar á lífsleiðinni, til að leita sér strax aðstoðar og koma þeim skilaboðum skírt til skila þó verknaðurinn sé glæpur sé hugsanirnar það ekki, heldur veikindi sem hægt er að leita lækningar við. Tölurnar sýna þeir sem fá hjálp áður en þeir brjóta af sér, eða eftir minniháttar afbrot eins og þukl sem unglingar, þeim vegnar vel og verða ekki nýðingar. Við sem samfélag þurfum að fá þessa menn út úr skápnum. Ef við gerum það ekki, bara afþví það er óþægilegt, þá mun þeim alls ekkert fækka, því ekkert nema upplýsing og þekking getur ráðið niðurlögum þeirra, en blind heift ekki, og þá er það á okkar ábyrgð að þrátt fyrir aukna þekkingu, vísindi og mannskap batni ástandið ekkert. Og þá getum við ekki lengur bara kennt þeim um, heldur okkur sem samfélagi. Alveg á sömu forsendum og þú getur ekki kennt fátækum manni um að börnin hans deyji úr næringarskorti, en ef börn ríks manns gera það er það á hans ábyrgð. Hann var þá að eyða peningunum í vitleysu, vannýta þá, kaupa McDonalds í hvert mál eða svellta barnið. Við erum vísindalega ríkt samfélag með fjölda sérfræðinga partur af alþjóðavæddu stóru vísindasamfélagi. Ef við nýtum okkur þau forréttindi ekki, heldur ætlum að tækla málið á steinaldarstigi, þá gerumst við sek um siðleysi.
Progressive (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 00:15
Þýskt átak sem þegar er farið að skila árangri. Þýskum mönnum sem haldnir eru barnagirnd er boðið að leita sér aðstoðar áður en þeir gerast sekir um glæp, til að hindra að nokkurn tíman komi til afbrots. Þeir sem skilja þýsku, eða kunna á google translate, ættu að fara vel í gegnum þetta efni til að skilja hvernig íslenskt samfélag þarf að fara að taka á vandanum, nema við viljum vera fordæmd af umheiminum sem ósiðmenntaðir barbarar og bavíanar sem ekkert geta gert nema rifist, en eru aldrei tilbúin að nýta okkur vísindi og þekkingu og eyða tíma og pening í uppbyggilega hluti eins og að hindra að svona menn verði nokkurn tíman nýðingar. Það er hægt. Eina afsökun okkar er leti, fáfræði og hræðsla. Ekkert af þessu er raunveruleg afsökun, heldur mismunandi nöfn yfir ómennsku. Ef okkur er ekki sama um börnin, verðum við að sýna það í verki og breyta kerfinu. Hvernig unnum við bug á fíkniefna og áfengisvandanum sem nú er að skána meðal ungs fólks? Með forvarnar starfi. Samskonar forvarnir þarf í kynferðismálum inn í skólana. Sérstaklega nú á dögum klámvæðingarinnar. https://www.kein-taeter-werden.de/
Progressive (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 00:20
Sigurður (#9), rétt hjá þér.
Jens Guð, 8.12.2013 kl. 22:52
Jón Flón, þetta er rétt túlkun hjá þér.
Jens Guð, 8.12.2013 kl. 22:53
Progressive (#11), ég kvitta undir þetta hjá þér.
Jens Guð, 8.12.2013 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.