10.12.2013 | 00:46
Alger uppstokkun í bloggsamfélaginu
Fyrir nokkrum árum var Moggabloggið allsráðandi í bloggi á Íslandi. Það var langbesta bloggumhverfið. Bauð upp á persónulegt umhverfi (margir kostir í boði) og marga góða möguleika. Það var hægt að tengja bloggfærslu við frétt á mbl.is. Það var hægt að setja inn á plötuspilara uppáhaldslög. Það var hægt að efna til skoðanakannanna. Það var hægt að velja letur, leturstærð, lit á letri. Það var hægt að pósta inn myndböndum. Það var hægt að ráða stærð ljósmynda.
Bloggumhverfi Moggabloggsins var frábærlega vel útfært á heimsmælikvarða. Tugþúsundir hófu að blogga á Moggablogginu. Vinsælustu bloggarar fengu 5 - 10 þúsund innlit á dag. Þeir sem næstir komu fengu 2 - 5 þúsund innlit á dag. Dagblöðin: Mogginn, Fréttablaðið, Blaðið og DV, birtu daglega einskonar "best of" bloggfærslur frá deginum áður. Ljósvakamiðlar voru sömuleiðis duglegir við að vitna i bloggfærslur. Til varð frasinn "bloggheimar loga" þegar mikið gekk á.
Svo breyttist allt á einni nóttu. Það var þegar Doddsson varð ritstjóri Morgunblaðsins. Blogginu var sparkað niður í kjallara. Í forystugrein í Mogganum lýsti Doddsson því yfir að bloggarar væri ómarktækur skríll. Bara ég og örfáir aðrir væru á hlustandi. Allir aðrir bloggarar væru fábjánar.
Nánast allir vinsælustu bloggarar Moggabloggsins færðu sig með það sama yfir á önnur bloggsvæði. 10 þúsund dagleg innlit á Moggabloggið hrundu niður í 500.
Moggabloggshrunið skaut styrkum stoðum undir blogg á eyjunni, dv, pressunni og fleiri bloggsvæðum. Bloggsvæði 365 miðla, bloggcentral og blogg.visir.is, blómstruðu. Samt voru stöðug vandræði með þessi bloggsvæði 365 miðla. Þar var allt í klessu. Innlitsteljari virkaði nánast aldrei. Það var ekkert hægt að stjórna leturstærð, ljósmyndastærð né litum eða öðru. Það var klúður aldarinnar að 365 miðlar nýttu sér á engan hátt hrun Moggabloggsins. Þvert á móti þá hefur vísisbloggið alla tíð verð hornreka og meira og minna hálf bæklað fyrirbæri.
Þrátt fyrir allt var alla tíð góð traffík á bloggsvæði 365. Nú hefur þeim verið lokað. 365 miðlar hafa stimplað sig út úr bloggheimum.
Spurningin er hvaða áhrif þetta hefur á bloggheim. Mér segir svo hugur að fæstir færi sig yfir á Moggabloggið. Flestir færa sig væntanlega yfir á Fésbók. Það er spurning með DV bloggið og Eyjuna. Þau blogsvæði standa ekki öllum opin. Aðeins útvöldum er hleypt að.
Þá er eftir "kommentakerfi" DV og visir.is. Þangað munu einhverjir færa sig. Eftir stendur að tveir af helstu bloggvettvöngum Íslands hafa skellt í lás, bloggcentral.is og blogg.visir.is. Þar er skarð.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Spil og leikir, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1161
- Frá upphafi: 4120980
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1033
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hrunið gekk af blogginu dauðu og raunar heilbrigðum samskiptum fólks á meðal. Hér var skemmtilegur heimur, forvitnilegur og fróðlegur. Hér myndaðist vinátta og virðing. Við hrunið umturnaðist þetta í kjafthátt og upphrópanir. Blogg hættu að mestu að vera til en formatið varð í staðinn einhverskonar kommentakerfi á fréttir í bland við almennan donaskap og diss. Það er leitin að uppbyggðum texta eða bloggum upp á fleiri en tvær málsgreinar með einhverju lágmarssamhengi.
Ég er á því að Davið hafir í mörgu rétt fyrir sér. 90% af svokölluðum bloggurum eru fábjánar. Hér er gróðrastía ignoranta og geðtruflaðra einstaklinga sem tæplega geta gert sig skiljanlega. Hálfgerður vitlausraspítali.
Með fullri virðingu fyrir þeim fáu sem hafa hausinn nokkurnveginn rétt skrúfaðan á, þá eru ekki margir með meðal sjálfsvirðingu sem vilja orða sig við þetta lengur.
Þessi hópur fábjána er annars frekar fámennur en áberandi. Ekki bara hér heldur á öllum kommentakerfum sem þeir komast inná.
Ég á litla von um að þetta fólk fari að halda kjafti og þar af leiðandi litla von um að þetta format rísi til virðingar á ný hér á landi.
Þetta er sér íslensk bilun og eitrar samfélagið.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2013 kl. 01:57
Hér er prótótýpískt Moggablogg í dag.
http://sighar.blog.is/blog/sighar/#entry-1336029
Til aðgreiningar má kalla þetta Gogg og snillingana Goggara.
Maður missir nokkur greindarvísitölustig við að álðast inn á þesskonar ræpu.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2013 kl. 02:07
Kannski mætti kalla þetta eftir upprunanum og skýra þetta Mogg og þessa fábjána Moggara, en þá vantar að taka í reikningin samfélagsleg hryðjuverk sömu fábjána á kommentakerfum annarra miðla.
Sorry...ég get ekki orðað þetta hóflegar.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2013 kl. 02:10
Jón þú ert allt of dómharður. Blogg á ekki að vera vettvangur fárra útvalinna, sem telja sig betri penna og betri álitsgjafa. Það er svo auðvelt að sneiða fram hjá þessum fávitum, sem þú kallar svo, að það tekur því ekki að láta þá fara í taugarnar á sér. Eina sem þarf að gera, er að skrá bloggið sitt á Blogg.gattin.is og búa svo til sinn eigin lista. Þá sérðu bara þá sem þú telur hafa eitthvað að segja en allir hinir hverfa. Svona geri ég þetta og skil ekki hvað Davíð Oddson hefur með mitt blog að gera. Ég fer aldrei inn á blog.is til að fylgjast með öðrum moggabloggurum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 07:45
Nei heyrðu mig nú kæri Jón Steinar, nú fórst þú hressilega yfir stikið eða hvað þegar þú skrifar ,, 90 % af svokölluðum bloggurum eru fábjánar ", jafnvel þó að þú lepjir það upp eftir Dabba. . Ég átti nú ekki von á svona ísköldu innleggi frá þeim mjög svo fallega stað Siglufirði. Nú er ég allt í einu farinn að flokka þig með Gunnari Braga og Vigdísi Hauks, en nei, nei, nei, svo slæmur getur þú nú ekki verið að sanngjarnt sé að líkja þér við slík fyrirbæri sem sumir kalla nútíma álfa. Farðu heldur að drífa þig á gamla góða barinn þinn í Reykjavík. Mér er sagt að Þín sé sárlega saknað þar og að þú sért bráðskemmtilegur maður eftir tvo, þrjá.
Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 08:37
Um 79 þúsund manns heimsóttu blog.is í t.d. þar síðustu viku, samkvæmt opinberum vefmælingum Modernus - og þessir 79 þúsund lesendur flettu þar yfir 307 þúsund vefsíðum á einni viku. Þetta er líklega heimsmet hjá bloggvef Morgunblaðsins eins og önnur heimsmet þessa eina raunverulega dagblaðs á Íslandi.
En þessi bloggvefur Morgunblaðsins er öllum opinn. Hann er hið frjálsa Internet í praxís. Engrar skráningar er krafist af neinu tagi til að lesa það sem á þessum vef stendur
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2013 kl. 08:45
Gaman að sjá þig gera athugasemdir við efnið í stað þess að þylja sömu vanlætingarþuluna um raðherra og þingmenn úr samhengi við allt sem skrifað er Stefán. Þú lést það þó ekki alveg í friði, en þú færð 5 fyrir viðleitni.
Gamli barinn minn er horfinn fyrir mörgum árum kallinn og það veistu líklega sjálfur. Líklega eru margir vinanna horfnir líka umdir græna.
Ég hef ekki drukkið brennivin í áratug, svo ég ætti svosem lítið erindi hvort sem er.
Kannski áætlaði ég fábjanunum of háa prósentu, enda lá engin vísindaleg útekt að baki. Fljótt á lítið sýnist mér þó að þéir náí léttilega 65 -70% að meðtöldum snargeðveikum einstaklingum.
Sjalfsagt að hafa opinn vetvang fyrir bloggara, en í langflestum tilfellum getur þetta ekki flokkast sem blogg. Flest á heima á athugasemdadálkum Dv eða álíka ruslakistum.
Ég hef allavega engan tolerans fyrir þessu og er því miðu ekki mærður fyrir pólitíska rétthugsun þar frekar en annarstaðar.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2013 kl. 10:59
Það er eftirsjá að blogginu þínu Jón. Þú gætir örugglega komist að á Eyjublogginu ef þú kærðir þig um.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 11:07
ert þú Jón Steinar i 10% klúbbnum
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 12:33
Mín fábjánamæling miðast nú helst við það hve mörg prósent Framsóknarflokkurinn fær í kosningum hverju sinni.
Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 13:11
Jens,ég er alveg sammála þér með þetta eins og svo margt annað.
Bloggsvæði Morgunblaðsins er afburðagott. Í upphafi var það samt auglýst betur og auðveldara að komast á það.
Margir vanir bloggarar höfðu horn í síðu þess. Mér finnst alveg óþarfi að láta stjórnmálaskoðanir hafa einhver áhrif á sig að þessu leyti. Um Morgunblaðið sjálft veit ég lítið. Er ekki áskrifandi og sé það sjaldan.
Hef dálítið horn í síðu Facebook sjálfur. Finnst sú bók fremur torskilin og svo er sífellt verið að breyta henni. Hún hentar samt áreiðanlega sumum ágætlega. Stuttar athugasemdir geta verið ágætar þar.
Mér finnst hún samt ekki koma í staðinn fyrir blogg.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2013 kl. 13:25
''Hrunið gekk af blogginu dauðu og raunar heilbrigðum samskiptum fólks á meðal. Hér var skemmtilegur heimur, forvitnilegur og fróðlegur. Hér myndaðist vinátta og virðing. Við hrunið umturnaðist þetta í kjafthátt og upphrópanir. Blogg hættu að mestu að vera til en formatið varð í staðinn einhverskonar kommentakerfi á fréttir í bland við almennan donaskap og diss.'' Það er margt til í þessu. En ég er ekki viss um að það sé bara hrunið sem breytti þó hrunið hafi miklu skipt. Sumir vildu nú beinlínis kenna Moggablogginu um afturförina. En bloggið var nýlunda og iðkað framan af af fáum sem bauð upp á skemmtilegan einkaheim. Þegar fjölga fór í bloggheimum og nýjabrumið að dvína breyttist þetta og hálfgerð leiðindi tóku völdin og ekki bætti svo hrunið úr skák. Þá hurfu að þestu þessi skemmtilegu einstaklingseinkenni og bloggið breyttist í eins konar lesendabréf um aðeins eitt að heita má: þjóðfélagsástandið. Ég blogga nánast ekkert lengur nema hvað ég held úti veðurbloggi en Moggabloggið er eini bloggvettvangurinn sem gerir tæknilega kleift að halda slíku bloggi úti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2013 kl. 13:32
Ég blogga eftir dauðann, hætti aldrei. Ef ekki hjá Dabba, þá hjá Pabba.
FORNLEIFUR, 10.12.2013 kl. 15:19
Hver ykkar er svona dómbær ,á að kalla okkur fávita verst að engin læknir tekur þátt,en að vera kallaður fáviti,ég hefi starfað með Davíð Oddsyni og það var gott að hann sagði jú meiningu sína og það geri ég einng og blogga um það,ef maður ekki lígur ekki upp á neinn er þetta í lagi,er kannski orðin of gamall ef eitthvað er !! en mun bara halda sjó hérna á Moggabloggi/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 10.12.2013 kl. 16:48
Engin skoðun er of vitlaus til að ræða hana. Ég hugga mig við það, þegar ég er að tuða. Ég er þakklát fyrir að geta komið tuðinu einhvarstaðar á framfæri. Ég læri svo að sjálfsögðu mest af þeim, sem sjá sjónarhorn, sem ég ekki þekki.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.12.2013 kl. 16:50
Já, það er synd að þetta skuli hafa gerst, Jens. Davíð hefur framið mikið skemmdarverk með því að henda þessu bloggi niður í kjallara. Augljóslega er ástæðan sú að hann varð fyrir réttmætri gagnrýni hér og hefur ekki verið nógu þroskaður til að þola hana. Sorglegt að þessi maður skulu hafa ratað niður á þetta leikskóla plan þar sem hann neitar að leika vegna þess að leikfélagarnir eru "fábjánar".
Þetta dæmi, eins og svo mörg önnur sanna það fornkveðna, að sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Hörður Þórðarson, 10.12.2013 kl. 20:07
Ég held að bloggarar á mbl.is séu einfaldlega þjóðfélagið allt í smækkaðri mynd. Í þjóðfélaginu finnst fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir , ólikan húmor eða ekki, röflarar, athyglissjúkir og svo við hin sem teljum okkur yfir "Fávitana" hafna. Bloggið mun vonandi halda áfram því þetta er kjörinn vettfangur fyrir málefnalega umræðu, fróðleik og bara almenn skemmtilegheit.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.12.2013 kl. 20:57
Það væri ágætis byrjun hjá Mbl að taka af beina bloggtengingu á fréttir. Fólk þyrfti þá allavega að hafa fyrir því að gera eigin tengla á fréttirnar ef það vill leggja út af þeim. Likur eru á að aðeins meira samhengi og vitræn umfjöllun næðist með því í stað einnar málsgreina upphrópana og vandlætingarvæls.
Það er þarft að ræða þetta mál og gott að Jens taki það fyrir. Það er í höndum þeirra sem miðilinn nota að veita honum aðhald og einhverja lámarks ritstjórn.
Það eru raunar velsæmisreglur fyrir notkun miðilsins sem setja fólki skorður. Þeim er illa fylgt eftir. Það mætti einnig skilgreina frekar hvað þetta format er og hvað kallast blogg og hvað ekki. Það er ekki síst í okkar höndum. Það er nokkuð víst að blogg er ekki það sama og athugasemdardálkur á facebook eða netfjölmiðlum. Það er aukaafurð sem hægt er að hafa stjórn á. Mörg þessara svokölluðu fábjanablogga eru bara samhengislaus komment og upphrópanir.
Hér er fullt af góðu fólki sem leggur mikla vinnu í bloggin sín. Fræðandi og upplysandi eða hnyttnar og skemmtilegar frásagnir. Fólk sem skrifar um sjálft sig, áhugamál sín, sérgrein, samfélag og umhverfi. Margt controversial, en allavega er einhver greining eða þraður i gangi, sem aðrir geta svo lagt útaf í athugasemdum ef höfundi hugnast.
Nú er agaleysið algert og aðhaldið ekkert og skemmdu eplin eru að verða búin að gegnsyra tunnuna.
Það er ekki við ritstjórn moggans að sakast eða Davíð að þetta er komið á svona lágt plan. Ég skil vel að ritstjórnin sé efins um að hafa þennan kost á framhlið miðilsins. Fordómalaus greining og umræða hjá ritstjórninni myndi ekki spilla. Allavega er þörf á breytingum áður en þetta sekkur dypra í fen meðalmennskunnar, sem væri synd og ósanngjarnt gagnvart þeim hér sem gera vel og eru með hausinn sæmilega skrúfaðan á.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2013 kl. 21:16
Jón Steinar Ragnarsson, þú ert forskrúfaður með meiru. Fæ alltaf hroll þegar ég heyri í mönnum sem taka sjálfan sig í guðatölu.
Einar Marel (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 22:08
Einar Marel (Bjarnason liklega). Er þetta innlegg í umræðuna eða bara óumbeðin tjáning á eigin fóbium? Getrurðu vinsamlegast reynt við boltann í stað þess að fara í manninn?
Ef þú færð hroll þá farðu í ðeysu. Það er ekkert að óttast eg hef ekki velt almættinu af stalli. Minn er augljóslega ekki hærri en þinn fyrst þú getur fellt svona dóma. Kannski reynir þú við almættið í staðinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2013 kl. 22:20
Já, þetta bloggsvæði er sannarlega afburðagott og hefur ekki versnað við brotthvarf ýmissa vinstri manna sem þola ekki einn mann öðrum fremur.
En Vísisbloggið eða forráðamenn þess hafa brugðizt. Ég sendi þeim eftirfarandi bréf 8. þssa mánaðar:
"Skyndilega er tilkynnt, að blogg.visir.is –– og þar með Vísisblogg undirritaðs líka ( http://blogg.visir.is/jvj ) –– hafi verið "lagt niður".
Þetta er undarleg ráðstöfun! Hvað með höfundaréttinn? Hvað með vefslóðirnar mörgu, sem vísa í skrif þar? Nú eru þær allar dauðar!
Vinsamlega er hér óskað svara við þessu 1. bréfi vegna þessa frá umsjónarmönnum Vísisbloggsins."
Ekkert svar hef ég fengið við þessu bréfi mínu. Skyndilega og án nokkurs fyrirvara er allt það, sem bloggarar hafa skrifað þar um margra ára skeið, ÞURRKAÐ ÚT! Réttur höfundanna til ritverka sinna, sem og réttur lesendanna, er gersamlega óvívirtur. Er það þannig, sem 365 miðlar vilja kynna sig fyrir alþjóð?
Jón Valur Jensson, 11.12.2013 kl. 00:50
Jón Steinar (#1), eitt af því skemmtilega við bloggsvæðið hér um 2007 - 2008 var að það myndaðist vinahópur. Við sem höfðum okkur mest í frammi á þessu tímabili kynntumst persónulega og mörg okkar urðu góðir vinir til lífstíðar. Við vorum ekki svo mikið að bölsótast út í tilveruna (eflaust samt með í bland, ætla ég þó að ég muni það ekki glöggt). Þetta var meira á léttum nótum. Það varð til kær vinskapur sem varir enn í dag.
Jens Guð, 11.12.2013 kl. 01:49
Jón Valur kemur inn á góðan punkt. Það er hinn algeri umráðaréttur vefhaldarans yfir því sem þar er birt og geymt. Þess vegna ættu allir sem blogga á Moggablogginu að taka reglulega öryggisafrit af sínu bloggi. Ef menn þurfa að færa sig um set þá er auðvelt að uppfæra nýtt blogg með því sem áður hefur verið skrifað. En ég er líka sammála Jóni Steinari um þessar fréttatengingar. Þetta er ekkert annað en annað form á sama ósómanum og birtist í athugasemdum á DV og Pressunni og víðar. Það er verið að stuða menn og hvetja til óyfirvegaðra upphrópana. Og oft er eins og menn hafi bara lesið fyrirsögn fréttarinnar og rokið með það sama í að blogga um fréttina. Þess vegna eru fréttabloggarar ekkert annað en kommentarar. Og fæstir taka umræðuna lengra en um það, sem kemur fram í fréttinni, þótt líka séu undanteknigar á því. En það er engin þörf að skilgreina hvað sé blogg og hvað ekki. Og alls ekki hvað sé gott blogg og hvað sé vont. Fæstir skrifa fyrir sjálfa sig. Menn skrifa í von um að einhverjir lesi. Þeir sem bulla bara eru ekki lesnir og ef þeir skilja ekki hvers vegna þá er ekkert sem aðrir geta gert. Ekki viljum við opinbera ritskoðun á blogginu?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2013 kl. 08:42
Takk, Jóhannes.
Ég hætti við að nota orðið "svívirtur" og vildi skrifa óvirtur í staðinn, en þá varð óvart eitthvað eftir af stöfunum í hinu orðinu!
Jón Valur Jensson, 11.12.2013 kl. 10:09
Jón Steinar (#2), vankaðir og heimskir eiga líka rétt á að tjá sig.
Jens Guð, 12.12.2013 kl. 00:15
Þetta 'blogg' þitt um 'blogg', er líklega hið besta 'blogg' um 'blogg' sem að ég hef ennþá lesið, Jenz minn.
Ég er algjörlega sammála þér í innlegginu þínu.
Tæknilega var þetta mjög vel gert 'bloggerí' hjá Moggamönnum og margt áður ótengt fólk tengdist ~frændaböndum~ í gegn um 'bloggerí sitt' & kynntist þar.
Til ber að taka þar, bara þig, og ven okkar Jón Steinar, Jón Val, Sæmund, og hann Halla gamla, bara til að upptelja þá sem af hafa athugasemdast hér á undan sem einhverja sem að glöddu mitt hjarta hver ykkar á sinn hátt, á hverjum degi, við að lesa ykkar innleg um lífið og tilveruna frá ykkur séð. Undursamlega góð lesníng sem að hjálpaði manni inn í daginn, hvern dag.
Til að kynleiðrétta þá karlrembu, má ég til að nefna Ásthildi, Helguna, Láru Hönnu, Jónurnar & Önnurnar, & fullt af alveg yndislegu fólki sem að maður hefur fengið að kynnast í raunheimum & öðrum rafheimum síðar.
Það er ekkert endilega til upphefjunar um okkur gömlu 'móblóarana' að ræða þetta á einhverjum stórpólitískum forsendum varandi Davíðinn, eða hverzu gott hafi verið að 'vinstra fólk' hafi flúið 'moggeríið'.
Þetta bara átti sinn tíma og það var gaman og gott.
.
Z.
Steingrímur Helgason, 12.12.2013 kl. 01:11
Jóhannes Laxdal, þetta er áhugaverð aðgerð.
Jens Guð, 12.12.2013 kl. 22:33
Gunnar, mikið rétt.
Jens Guð, 12.12.2013 kl. 22:34
Sæmundur, ég er þér sammála með að Fésbókin komi ekki í stað bloggs. Fésbókin hentar vel fyrir stutt skilaboð. Hún þolir ekki langan texta. Á sama hátt verð ég ætíð fyrir vonbrigðum ef ég kíki á bloggfærslu og uppgötva að hún er aðeins stubbur.
Jens Guð, 12.12.2013 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.