Íslensk tónlist gerir það gott í áramótauppgjöri erlendra fjölmiðla

  Ísland er svokallað örríki.  Við erum 0, eitthvað % af rösklega 7 milljörðum jarðarbúa.  Fyrir aldarfjórðungi sótti kunningi minn brúðkaupsveislu í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þar hitti hann Indverja.  Sá hafði setið við hlið Dana í flugvél vestur um haf.  Indverjinn henti gaman af því að Daninn kom frá 6 milljón manna landi.  Indverjinn hló.  Hann sagði:  "Að hugsa sér að hægt sé að kalla það þjóð sem er aðeins 6 milljón manna þorp."

  Íslendingurinn ákvað að upplýsa ekki að hann væri frá 300 þúsund manna þjóð.

  Í áramótauppgjöri útlendra fjölmiðla eru íslenskar plötur áberandi.  Dæmi:  Breski netmiðillinn OMH (musicomh.com) birti í gær áramótauppgjör sitt.  Niðurstaðan er þessi:

  1.  John Grant:  Pale Green Ghosts

  29.  Sigur Rós:  Kveikur

  74.  Ólöf Arnalds:  Sudden Elevations

   Í áramótauppgjöri Íslendinga hafa sumir spurt hvort að plata Johns Grants sé íslensk eða útlensk.  Svarið er:  Hún er íslensk.  John Grant er búsettur á Íslandi.  Hann gerir sína músík út frá Íslandi.  Meðspilarar hans eru Íslendingar.  Hans starfsvettvangur er íslenskur.  Upptökustjórar og aðrir sem koma að upptökum á hans tónlist eru Íslendingar.  Sjálfur upplifir hann sig sem þátttakanda að einu og öllu í íslensku tónlistarlífi.

  Þetta er alveg eins og með færeysku söngkonuna Eivöru.  Hún var búsett á Íslandi í nokkur ár.  Hér samdi hún sína músík.  Hér var hún í hljómsveit með íslenskum hljóðfæraleikurum.  Hér upplifði hún sig sem fullgildan þátttakanda í íslensku tónlistarsenunni.  

  Eivör var á þessu tímabili margútnefnd og verðlaunuð með íslenskum tónlistarverðlaunum og leikhúsverðlaunum.  Um þetta má lesa í bókinni Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist.

 csm_eivoer_bok_c0b821cb67.jpg

  Það kemur kannski einhverjum á óvart að plata með Ólöfu Arnalds rati inn í áramótauppgjör erlendra tónlistarmiðla.  Staðreyndin er sú að Ólöf Arnalds er nokkuð hátt skrifuð í Bretlandi (einkum Skotlandi) og Þýskalandi.  Í skoskum plötubúðum hef ég séð plötum hennar stillt upp á áberandi hátt og undir yfirskrift "Mælt með".  Ég hef séð svipað í aðal plötubúð Berlínar í Þýskalandi.  

  Ólöf Arnalds er mun stærra dæmi erlendis en við hér á Íslandi gerum okkur grein fyrir.   Í skoskri plötubúð var mér sagt að Ep-plata með henni væri vinsæl.  Bæði söluhá og lög af henni spiluð í skosku útvarpi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segið strax upp öllum áskriftum hjá 365 miðlum ( friðið samviskuna ) og notið peningana í eitthvað skemmtilegra, t.d. alla þessa frábæru ofantöldu tónlist sem er að skora svo hátt erlendis og svo að sjálfsögðu bókina Eivör - jólagjöfin í ár.  

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 08:29

2 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  vegna andúðar á bankaræningjum kaupi ég ekkert af 365 miðlum. 

Jens Guð, 14.12.2013 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.