13.12.2013 | 22:46
Útvarp Saga með pálmann í höndunum
Svo snemma sem 2006 var byrjað að gagnrýna á Útvarpi Sögu þenslu bankanna og allt sukkið á þessum árum. Til að mynda afmæli Ólafs Ólafssonar og fleiri þar sem keppst var við að bjóða upp á skemmtiatriði með heimsfrægum og rándýrum poppstjörnum. Menn ferðuðust í þyrlum til að fá sér pylsu með öllu. Menn snæddu gull.
Um þetta var fjallað á gagnrýninn hátt í ýmsum þáttum á Útvarpi Sögu. Meðal annars í símatímum. Fyrir þetta var Útvarp Saga atyrt, stöðin sökuð um neikvæðni, öfund, róg og annað slíkt. Innhringendur líka. Spurt var hvers vegna þetta fólk gæti ekki samglaðst velgengni auðmanna, ævintýralegum og rándýrum lúxuslífstíl þeirra, margföldun umsvifa bankanna, útrásinni, útrásarvíkingunum, íslenska efnahagsundrinu og svo framvegis.
Útvarp Saga varaði við á meðan aðrir hengdu orður á krimmana og hrópuðu þrefalt húrra fyrir þeim. Nýfelldir dómar yfir krimmunum staðfesta að viðvaranir Útvarps Sögu áttu rétt á sér.
Útvarp Saga varaði við Icesave samningunum og REI. Bara svo að tvö dæmi af mörgum séu tiltekin þar sem Útvarp Saga stóð vaktina og varði hagsmuni Reykvíkinga og íslensku þjóðarinnar á meðan aðrir fjölmiðlar sátu hjá. Útvarp Saga er samviska þjóðarsálarinnar.
Vitna í gamalt bréf frá Sigurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Löggæsla | Breytt 14.12.2013 kl. 20:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 26
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 1455
- Frá upphafi: 4119080
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1128
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Heill og sæll Jens æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !
Ekki í neinu ofsagt - í þinni frásögu Jens. Man varnaðar orðin vel frá þessum árum (cirka 2003 - 2008) - og ef ég dirfðist að nefna sukkið á mannamótum / innan fjölskyldu sem utan hennar þókti ég með eindæmum leiðinlegur svo sem.
Þakka þér margfaldlega - fyrir þessa þörfu upprifjun Jens minn.
Með beztu kveðjum - sem ávallt /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 23:28
Heill og sæll, fornvinur góður. Alltaf gaman að heyra frá þér. Takk fyrir kveðjuna.
Ævinlega blíðar heilsanir til þín (eins og Færeyingar orða það).
Jens Guð, 14.12.2013 kl. 03:11
Það var margt ágætt í Útvarpi Sögu fram yfir mitt síðasta kjörtímabil, en þar hefur mörgu farið aftur síðan þá, til tækifærismennsku, fylgis við gerræðisstefnu í stjórnarskrármálum og þröngan flokkspólitískan áróður fyrir frambjóðendur "Flokks heimilanna", enda heyrist mér á ýmum, að hlustun á stöðina hafi dalað.
Jón Valur Jensson, 14.12.2013 kl. 04:38
Útvarp Saga hefur verið sjálfri sér samkvæm í þessu efni, það verður að viðurkennast.
Viðsnúningur JVJ á viðhorfi hans til Útvarps Sögu virðist hafa orðið á sama tíma og ljóst varð að engin eftirspurn var eftir þætti hans á stöðinni og þátturinn því tekin af dagskránni. En auðvitað er ekkert samhengi þar á milli, seisei nei. Það pirrar JVJ líka óstjórnlega að Pétur Gunnlaugsson starfsmaður á Ú.S. náði kjöri í Stjórnlagaráð en JVJ ekki. En þeir sem kjósa ekki sjálfa sig geta tæplega gert þá kröfu að aðrir gefi þeim atkvæði sitt og geta því engu um kennt nema oftrúnni á eigið ágæti. Enda reyndist framboð JVJ í Stjórnlagaráðið flopp ársins þá.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2013 kl. 10:08
Haha. Ég verð að vera sammála síðasta ræðumanni.
Það var gaman að fylgjast með miklum áhuga JVJ á stjórnlagaráðinu - þangað til að hann féll. Þá var þetta allt saman ólöglegt og verkfæri djöfulsins.
Grrr (IP-tala skráð) 14.12.2013 kl. 10:56
Ég hafði aldrei neinn áhuga á "stjórnlagaráðinu", einungis stjórnlagaþingi.
En gerræðisstjórn vinstri manna fór ekki að lögum um það fremur en sitthvað annað.
Jón Valur Jensson, 17.12.2013 kl. 22:23
Var þetta ekki sami hluturinn Jón, tvö nöfn á sama fyrirbærinu og með sama markmið? Þetta er bara orðaleikur hjá þér. Það var kosið til stjórnlagaþings sem var svo breytt í stjórnlagaráð með sömu fulltrúum og kosningu hlutu til stjórnlagaþingsins.
Þú hefðir ekkert haft við þá afgreiðslu að athuga Jón Valur hefðir þú hlotið kosningu til stjórnlagaþingsins, það vitum við báðir.
En þar sem þú kaust ekki einu sinni sjálfan þig (sem ég skil vel), gastu ekki ætlast til að aðrir gerðu það (sem ég skil enn betur). Því fór sem fór og upp gaus mikil og megn fýla.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2013 kl. 22:57
Að sjálfsögðu kaus ég sjálfan mig (í 2. sætið), Axel Jóhann. En afar illa tel ég vonir mínar hafa brugðizt um þann, sem ég valdi þar í 1. sætið!
"Var þetta ekki sami hluturinn Jón, tvö nöfn á sama fyrirbærinu ...?" spyrðu og auglýsir þar fáfræði þína.
Kosning til stjórnlagaþings átti að vera þjóðarkosning, en hún var ógild í 5 atriðum, ógilt af Hæstarétti (sem var falið það verkefni í lögunum um stjórnlagaþing að úrskurða um hugsanlegt ólögmæti) og kjörbréfin afturkölluð; kjörstjórnin var sjálf í skömm og sagði af sér.
Þá greip 30 manns á Alþingi til þess ráðs að bjóða hinum kjörbréfsviptu, umboðslausu 25 manns að taka sæti í "stjórnlagaráði", á sama tíma og enn voru í gildi lögin um stjórnlagaþing! Samkvæmt þeim lögum BAR að viðhafa uppkosningu (endurkosningu) til stjórnlagaþings, en það lagaákvæði misvirtu hinir 30 lögbrjótar á Alþingi.
Að sjálfsögðu hef ég ekki falið þessa hneisu, né heldur hitt, að ESB-innlimunarsinnar náðu þarna margir inn, plantað inn nánast út á aðra hluti (að vera þekktir fyrir ýmislegt), auk þess sem sumir þeirra jusu peningum í auglýsingar fyrir kosninguna (þá sem ógilt var), og ekki leyndi ég heldur hinu, að "stjórnlagaráð" fór beint GEGN vilja þjóðfundarins, gerði ekkert í því að verja fullveldi landsins, eins og þjóðfundurinn sagði ítrekað, að gera bæri í stjórnarskrá, heldur bjuggu ráðsmennirnir umboðslausu (þó með 30 lögbrjóta umboðið þvert gegn lögum) til billega fullveldisframsalsheimild í sinni 111. grein (Framsal ríkisvalds) og komu í sinni 67. gr. í veg fyrir, að þjóðin gæti átt minnstu aðkomu að uppsögn "aðildar" -sáttmála við Evrópusambandinu. Sem sagt: Þeir vildu endilega liðka fyrir því að auðvelt yrði að afsala okkur fullveldi landsins í hendur Brusselmanna og gömlu evrópsku stórveldanna, en settu svo sérstakt ákvæði til að koma í veg fyrir, að þjóðin gæti hætt vi allt saman!
En þetta skilur þú naumast, Axel, staðreyndablindur eins og þú ert, rétt eins og margir taglhnýtingar Steingríms og Jóhönnu.
Ekki eyddi ég nema um 19.000 kr. í auglýsingu á mér fyrir stjórnlagaþings-kosninguna og þarf ekkert að fyrirverða mig fyrir þann fjölda atkvæða sem ég fekk.
Og jú, víst hefði ég hafnað "tilboði" vinstri flokkanna um að gera eitthvað ólöglegt og gegn úrskurði Hæstaréttar.
Jón Valur Jensson, 18.12.2013 kl. 00:42
Ef þú værir jólasveinn Jón, hétir þú Froðufeykir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2013 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.