19.12.2013 | 23:29
Íslensk hljómsveit nýtur vaxandi vinsælda erlendis
Hljómsveitin Q4U varð til í rokkbyltingunni 1980 - 1983, frjóasta og orkumesta tímabili íslensku rokksögunnar. Tímabili sem í dag er kennt við kvikmyndina og plötuna Rokk í Reykjavík.
Auglýsingar um myndina og framhlið umslags plötunnar skreytti ljósmynd af Ellý, söngkonu Q4U.
Á þessu tímabili naut Q4U mikillar athygli og vinsælda. Vinsælasta lag Q4U, Böring, er sívinsæl klassík.
Eins og flestar aðrar hljómsveitir í Rokki í Reykjavík lagðist Q4U í dvala. Liðsmenn hennar fóru að spila og syngja með öðrum hljómsveitum. Af og til reis hljómsveitin úr dvala og er enn að.
Fyrir nokkrum árum tók að berast póstur til Q4U frá Þýskalandi. Í póstunum var upplýst að í Þýskalandi ætti Q4U harðsnúinn aðdáendahóp. Einhverjir höfðu rekist á efni með Q4U á þútúpunni og heilluðust. Leikar fóru þannig þýski aðdáendahópurinn keypti 300 eintök af diski með heildarútgáfu á lögum Q4U. Það voru mun fleiri eintök en seldust af disknum hérlendis.
Þjóðverjarnir lögðu hart að Q4U að koma í hljómleikaferð til þýskalands. Áður en til þess kom barst Q4U póstur frá Brasilíu. Þar var annar harðsnúinn aðdáendahópur Q4U. Brassarnir lögðu enn harðar að Q4U að koma í hljómleikaferð til Brasilíu. Jafnframt vildu Brassarnir fá að gefa út "Best of" plötu með Q4U. Þeir fengu leyfi til þess. "Best of" platan kom út fyrir tveimur árum og seldist í 1000 eintökum í Brasilíu.
Á meðan liðsmenn Q4U veltu vöngum yfir hugsanlegri hljómleikaferð til Brasilíu og Þýskalands tók að berast póstur frá Bandaríkjunum. Þar var enn einn harðsnúni aðdáendahópurinn. Sá hópur grátbað Q4U um að koma í hljómleikaferð til Bandaríkjanna. Þá var komin upp sú staða að halda í hljómleikaferð til Þýskalands, Brasilíu og Bandaríkjanna. Ljóst var að það yrði töluverður pakki. Kannski 2ja - 3ja mánaða túr. Það var snúið mál. Liðsmenn hljómsveitarinnar voru í fastri vinnu sem erfitt var að hlaupa úr. Jafnframt foreldrar barna á ýmsum aldri. Allt niður í ung börn.
Túrinn var eiginlega þegar afskrifaður er Ingólfur gítarleikari veiktist af hvítblæði fyrir 15 mánuðum. Hann féll frá í vor og er sárt saknað.
Nýverið kom út í Bandaríkjunum vinyl-plata með Q4U. Hún er kölluð "Deluxe Edition 1980 - 1983". Hún inniheldur 16 lög frá þessum árum. Umslagið er hið sama og á Ep-plötu sem kom út með Q4U 1983.
Það er vel til útgáfunnar vandað í alla staði. Plötunni fylgir textablað og allar helstu upplýsingar um hljóðritanir á hverju lagi fyrir sig. Mér þykir líklegt að vinylplatan sé til sölu í helstuplötubúðum á Íslandi - sem á annað borð selja vinyl.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Útvarp | Breytt 20.12.2013 kl. 13:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 1432
- Frá upphafi: 4119057
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1111
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Í "Creeps" er línan "My family loved my crumpy face" eða "My family loved my grumpy face"? Ég hef lengi pælt í þessu. Veit einhver svarið? "Crumpy" væri ísl-enska eins og "böring" og ég er að vona að línan sé þannig!
Wilhelm Emilsson, 20.12.2013 kl. 04:06
,, Tónlistin er æðri opinberun en öll viska og heimspeki " Ludwig van Beethoven.
Stefán (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 08:21
Wilhelm, ég kannaði málið. Það er ort og sungið um "crumpy" face. Þú kannski veist hvernig "böring" kom til. Fyrir aðra: Bjarni heitinn "Móhíkani" (bassaleikari og söngvari Sjálfsfróunar) bar enska orðið "boring" fram á þennan hátt. Textinn fjallar um hann, þann yndæla dreng sem féll frá alltof ungur.
Jens Guð, 5.1.2014 kl. 23:18
Stefán, þetta er rétt hjá Beethoven.
Jens Guð, 5.1.2014 kl. 23:19
Kærar þakkir, Jens, fyrir að kanna málið.
Já, ég man eftir sögunni um „böring". Þess vegna grunaði mig að „crumpy" væri ísl-enska á sama hátt og „böring" var vísun í það hvernig Bjarni heitinn „Móhíkani" bar fram orðið. Rokk í Reykjavík tímabilið var magnað.
Wilhelm Emilsson, 6.1.2014 kl. 02:16
Wilhelm, ég er sammála. Rokk í Reykjavík tímabilið var magnað og algjört ævintýri. Ég sótti tvo til þrjá hljómleika í hverri einustu viku. Það var svo margt spennandi í gangi. Allt að gerast. Algengt var að á hverjum hljómleikum kæmu fram margar hljómsveitir. Stemmningin var svo hvetjandi að ég setti á laggir - ásamt Sævari Sverrissyni (Spilafífl) plötubúðina Stuð á Laugavegi 20. Við seldum aðeins pönkplötur og buðum upp á hljómleika í búðinni á föstudögum. Stuð-búðin varð einskonar félagsmiðstöð þar sem pönkarar mættu og báru saman bækur sínar; skiptust á skoðunum um plötur og hljómsveitir.
Síðar gekk ég til liðs við Grammið sem var stærra í sniðum. Þar vorum við í plötuútgáfu og gríðarlega virk í hljómleikahaldi. Meðal annars innflutningi á útlendum pönkhljómsveitum. Það var allt á fullu alltaf. Ég tapaði hellings pening en skemmti mér konunglega. Það var svo margt skemmtilegt í gangi alltaf.
Jens Guð, 12.1.2014 kl. 23:35
Kærar þakkir fyrir athugasemdina, Jens. Ég kom stundum í Stuð og það var alltaf stuð. Ég vissi ekki að þú hefðir svo gengið til liðs við Grammið. Mig grunar að Grammið, og kannski með þig innanborðs, hafi flutt inn The Fall, sem spilaði í Austurbæjarbíói. Ég fór á þann konsert, og maður kom oft í Grammið. Ef ég hefði verið efnaðri hefði ég keypt fleiri plötur, en ég keypti nokkrar :)
Órjúfanlegur hluti af pönk- og nýbylgjutímabilinu var að hlusta á Jens Guð tala um skallapoppara. Er það ekki rétt hjá mér að þú bjóst til það orð? Ég man enn hvernig þetta hljómaði í þinum munni, með mjög sterkri hrynjandi og fullt af háði. Ég man að maður vorkenndi gamla rokksettinu á þessum tíma. En síðan eru liðin mörg ár, svo maður vitni í Brimkló. Ha ha.
Wilhelm Emilsson, 14.1.2014 kl. 20:30
Wilhelm, þetta er allt rétt munað hjá þér
Jens Guð, 14.1.2014 kl. 20:58
Heh heh. Takk fyrir svarið.
Wilhelm Emilsson, 17.1.2014 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.