Vasaţjófar og fjör í Barselona

 

barcelona_plaza-de-catalunya.jpg

  Ég fagnađi sólrisu,  sólstöđuhátíđinni og áramótum međ ţví ađ taka snúning á London,  Barselona og Kaupmannahöfn.  Ţetta var fyrsta heimsókn mín til Spánar.  Ţess vegna staldrađi ég lengst viđ ţar.

  Jólin eru stćrsta árleg hátíđ heiđinna manna.  Ţađ er gaman ađ fleiri en viđ í Ásatrúarfélaginu fagni ţessari hátíđ ljóss og friđar.  Hérlendis halda eiginlega allir upp á jólin - nema örfáir kristnir bókstafstrúarmenn á borđ viđ Votta Jehova. 
.
  Barselona-búar gera ekki eins mikiđ úr jólunum og viđ hér á Norđurhjara.  Kannski hefur ţađ eitthvađ ađ gera međ ađ jól í glampandi sól eru ekki eins jólaleg og jól í snjó og myrkri.     
  Eina verslunargötu sá ég međ jólaskreytingu.  Yfir hana var strengt ljósaskraut sem svipađi til mynsturs snjókorna.
casa_gracia_-_eldhus.jpg casa_gracia_-_setustofa_1.jpgcasa gracia - herb
  Ég var heppinn međ gistiheimili,  Casa Gracia.  Vel stađsett og allt ţar frábćrt.  Í einni af ţremur setustofum var risastórt jólatré skreytt í bak og fyrir.  Bakgarđurinn var sömuleiđis skreyttur marglitum ljósaperum allt í kring.
.
  Á jóladagskvöldi var bođiđ upp á veglega jólaveislu.  Ekki veit ég hvernig jólahald er inni á spćnskum heimilum.  Hitt veit ég ađ hvergi sá í jólaljós né ađrar jólaskreytingar úti í gluggum.  Og engan sá ég jólasvein.  Aftur á móti voru verslanir og veitingastađir lokađir dag eftir dag.  Meira ađ segja matvöruverslanir sem auglýsa opiđ 24/7 stóđu ekki viđ sitt.  Ég hrósa happi ađ hafa 0% löngun til ađ rápa í verslanir - ađrar en plötubúđir.  
. 
  Í utanlandsferđum hef ég ćtíđ lítiđ útvarpstćki međ í för.  Á ţađ hlusta ég daginn út og inn.  Aldrei heyrđist jólalag í spćnsku útvarpsstöđvunum.  Flest kvöld var bođiđ upp á lifandi músík á gistiheimilinu.  Ţetta var allt frá syngjandi stelpu sem spilađi Ibiza-techno á skemmtara til 3ja manna sálarpoppsveitar.  Ţess á milli voru ţađ syngjandi flamingo-dúettar međ kassagítar og bongo.  Enginn spilađi jólalag. 
.
  Mest hlustađi ég á útvarpsstöđina Rokk FM.  Ţar eru spiluđ klassísk engilsaxnesk rokklög í bland viđ örfá spćnsk rokklög.  Lagavaliđ er fátćklegt.  Ég fékk fljótlega ţreytu gagnvart sumum lögum sem voru síspiluđ.  Lagavaliđ er ótrúlega einhćft.  Nokkur lög međ Chuck Berry eru eina músíkin frá sjötta áratugnum.  Eitt lag heyrđi ég međ Presley.  Ţađ var frá sjöunda áratugnum.  Eins og megniđ af öđrum lögum:  Bítlum, Kinks,  Stóns,  Doors, Janis Joplin,  Animals,  Hendrix...  Einnig slatti frá upphafsárum ţungarokksins (´69 - ´72):  Black Sabbath,  Led Zeppelin,  Deep Purple...
  Pönkdeildin var bundin viđ The Clash:  London Calling og Should I Stay or Should I Go.  Síđar nefnda lagiđ er spilađ oft á dag.  

  Međ slćđast lög frá upphafi tíunda áratugarins:  Guns N´ Roses,  Nirvana og Rage Against the Machine.  
  Ég undrađist hvađ sömu lög eru spiluđ oft međ stuttu millibili.  Vegna margra frídaga er hugsanlegt ađ um hafi veriđ ađ rćđa endurspilanir á sömu útvarpsţáttum.  Ég kann ekki spćnsku.  Ţess vegna gat ég ekki áttađ mig á ţví hvort ađ eldri útvarpsţćttir voru endurspilađir (ekki lćrđi ég utan ađ röđina á lögunum sem voru spiluđ).   
.
   Á gistiheimilinu og víđar var ég varađur viđ vasaţjófnađi.  Barselona er kölluđ höfuđborg vasaţjófnađar í Evrópu.  Ítrekađ var í mín eyru fullyrt ađ vasaţjófarnir í Barselona séu allt saman fagmenn fram í fingurgóma (í bókstaflegri merkingu).  Ţeirra vinnubrögđ séu háţróuđ óverjandi töfrabrögđ.  Ég spurđi:  Fyrst ađ fagmennirnir eru í Barselona hvar eru ţá amatörarnir?  Ég ćtla ađ halda mig ţar í nćstu Spánarheimsókn.  Eru ćfingabúđir fyrir amatöra einhversstađar úti á landi?  Fá ţeir ekki ađ koma til Barselona fyrr en ţeir eru orđnir fagmenn?
  Fátt varđ um svör.  Ég upplifđi mig alveg öruggan í Barselona.  Engu var stoliđ frá mér.  Ég gekk um götur á öllum tímum sólarhrings og mćtti ađallega öđrum túristum.  Ekkert vesen.  Helsti vettvangur vasaţjófa er ţar sem trođningur er.  Ţar sem fólk kemst ekki hjá ţví ađ rekast í hvert annađ.  Til ađ mynda ţegar trođist er inn í eđa út úr lestum eđa strćtisvögnum.  Galdurinn er ađ forđast ţćr ađstćđur.   
 
  Efsta myndin er af Katalóníutorginu.  Ţar hélt ég mig töluvert og í nágrenni ţess.  Ađrar myndir sýna eldhúsiđ á gistiheimilinu,  setustofu og svefnađstöđu.
     
  Meira á morgun.       

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn í bloggheima aftur og til landsins Jens. Ég hef upplýsingar um ţađ ađ bókin ţín um Eivör seldist vel miđađ viđ ţađ hvađ hún kom allt of seint út. Allavega floppađi hún ekki í sölu eins og missheppnađur og vćminn jóla-geisladiskur gamals útbrunnins góannórokkara sem nú vćlir út af bloggheimum.

Stefán (IP-tala skráđ) 6.1.2014 kl. 11:10

2 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  takk fyrir ţađ.  Bókin kom óţćgilega seint út (rétt fyrir miđjan des.  Heppilegasti útgáfudagur er hinsvegar í lok október).  En gekk vel ţegar hún loks kom út.  Fékkstu hana í jólagjöf?  Ef svo er vćri gaman ađ fá "komment" um hana. 

Jens Guđ, 6.1.2014 kl. 22:34

3 identicon

Já, svo skemmtilega vill til ađ ég fékk bókina um Eivör í jólagjöf ásamt fleiri bókum og hef ekki klárađ neina ţeirra alveg ennţá. Lćt ţig vita hvađ mér finnst ţegar bókin er öll lesin.

Stefán (IP-tala skráđ) 7.1.2014 kl. 08:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.