Tapas á Spáni og Íslandi

  Ţetta er framhald á bloggfćrslunni frá í gćr. 

 barselonatapas.jpg

 

  Eitt af ţví sem gerir utanlandsferđir skemmtilegar er ađ kynnast framandi matarmenningu.  Ađ vísu er ţađ ekki alveg jafn spennandi eftir ađ hérlendis spruttu upp kínverskir veitingastađir,  tćlenskir,  víetnamskir,  ítalskir,  tyrkneskir,  bandarískir...  Samt.  Í útlandi má alltaf finna eitthvađ nýtt og framandi ađ narta í.

  Í Barselona er af nógu ađ taka í ţeim efnum.  Ţar á međal eru ţađ smáréttir sem kallast tapas.  Upphaflega var tapas brauđsneiđ eđa parmaskinkusneiđ lögđ ofan á vínglas á milli sopa.  Hlutverk tapas var ađ koma í veg fyrir ađ fluga kćmist í víniđ.  Enginn vill eiga ţađ á samviskunni ađ fluga verđi ölvuđ og rati ekki heim til sín.

  Ţegar annađ vínglas var pantađ lét barţjónninn nýja skinkusneiđ eđa brauđsneiđ fylgja ţví.  Eđa ţá ađ á barnum lá frammi brauđ og skinka.  Gestir máttu fá sér eins og ţeir vildu.  Bćđi til ađ hylja vínglasiđ og einnig til ađ maula sem snarl.  Brauđiđ og skinkan eru sölt og skerpa á vínţorsta viđskiptavina.  Ţađ varđ góđur bisness ađ halda snarlinu ađ gestum.  Ţróunin varđ sú ađ bćta söltu áleggi eđa salati ofan á brauđbitana.  Ţađ er enginn endir á nýjum útfćrslum af tapas.  Í dag eru barir og krár á Spáni undirlagđar tapas.  Viđskiptavinurinn getur valiđ úr mörgum tugum smárétta.

  Nafniđ tapas vísar til upprunans;  sem tappi eđa lok.  Spćnska orđiđ tapa ţýđir hylja.  Mér skilst ađ víđast á Spáni sé tapas ókeypis snarl međ víninu.  Í Barselona er hver smáréttur seldur á 200 - 300 ísl. kr.  Ţađ er líka hćgt ađ fá bitastćđari smárétti á hćrra verđi.  Spánverjar skilgreina tapas alfariđ sem snarl á milli mála.  Ţeir líta ekki á tapas sem máltíđ.  Ţađ geri ég hinsvegar.  Ţađ er góđ og fjölbreytt máltíđ ađ fá sér 3 - 4 smárétti međ bjórnum.  Á sumum börum er hćgt ađ kaupa á tilbođsverđi 6 - 7 valda smárétti saman á 1000 - 1200 ísl. kr.  Ţá er blandađ saman dýrum og ódýrum réttum.  Ţetta er of stór skammtur fyrir máltíđ.  En ágćtur pakki fyrir ţá sem sitja lengi ađ drykkju.  

barselona_tapas.jpg    Verđlag á veitingum á Spáni er nokkuđ áţekkt verđlagi á Íslandi.  Ef íslensku bankarćningjarnir hefđu ekki slátrađ íslensku krónunni 2008 vćrum viđ í dag ađ tala um verđlag á Spáni helmingi lćgra en á Íslandi. 

barcelona_tapas-food.jpgbarcelona_tapas-place.jpg  Ţađ er önnur saga.  Hérlendis eru veitingastađir sem kenna sig viđ tapas.  Ţađ skrítna er ađ ţeir eru rándýrir.  Einn réttur kannski á 2000 - 3000 kall.  Nokkrir smáréttir saman á 7000 kall eđa eitthvađ.  

  Ég gagnrýni ţetta ekki.  Ţvert á móti dáist ég ađ ţessum stöđum fyrir ađ komast upp međ svona háa verđlagningu.  Ţetta er bisness eins og margt annađ.  Ţađ er ekkert nema gaman ađ til sé hellingur af fólki sem hefur efni á ađ halda íslenskum tapas-stöđum á floti.  

 

  Meira á morgun. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ţađ er sko tvennt ólíkt ađ bera saman Tapas á Íslandi og í Barcelona, bćđi gćđin og svo glórulaust Tapas-verđiđ hér.  Ţađ er hreinlega eins og ađ bera saman gamla góđa Bubba Morthens og nýju geđillu 365 miđla útgáfuna af honum ţar sem hann fer í hringi eins og hundur ađ elta rófuna á sér.   

Stefán (IP-tala skráđ) 7.1.2014 kl. 08:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verđlagning á Íslenskum veitingahúsum, vel flestum, er í hróplegu ósamrćmi viđ stćrđ skammtanna. Í öfugu hlutfalli nánast, ţví dýrari sem réttirnir eru, ţví minna er á diskinum. Ţađ flokkast undir masókisma ađ fara á veitingastađi í dýrari kantinum á Íslandi í ţeim tilgangi ađ seđja hungur sitt.

Stefán, ţađ er bara til ađ eyđileggja góđan mat ađ draga Bubba ađ borđinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2014 kl. 08:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dóni get ég veriđ, gleymdi mér alveg. Gleđilegt áriđ Jens og takk fyrir ánćgjuleg samskipti á liđnu ári!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2014 kl. 08:57

4 identicon

Afsakađu Axel ađ ég skyldi draga Bubba ađ Tapasréttaborđinu og eyđileggja ţá endilega međ ţví. Vona samt ađ ţú haldir matarlistinni í dag ţrátt fyrir ţađ.

Stefán (IP-tala skráđ) 7.1.2014 kl. 09:15

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ţetta međ verđlagiđ Jens. Nú er krónan gagnvart pundinu á nokkuđ svipuđum slóđum og var haustiđ 2008 rétt fyrir hrun, er ţađ ekki. Samkvćmt ţví ćtti verđiđ ađ vera svipađ. En er ţađ sennilega ekki? Ţiđ vitiđ ţađ ađ sjálfsögđu betur en ég. Er ekki verđtryggingin ađ gera ţarna óleik enn og aftur? Verđiđ virđist bara fara í ađra áttina.ţ.e. hćkka.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.1.2014 kl. 14:23

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Verđ víst ađ leiđrétta mig ađeins. Ţađ munar ennţá ca. 40 krónum. Tók óvart mark á einhverri frétt um ţetta á mbl.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.1.2014 kl. 18:20

7 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán (#1),  fyrir tveimur árum slćddist ég međ nokkrum Fćreyingum inn á tapas veitingastađ í Reykjavík.  Ég pantađi rétt sem hét egg og beikon.  Ţegar á reyndi var ţetta hálft linsođiđ egg og svínasíđubiti í sömu stćrđ.  Ţessu sporđrenndi ég í einum bita.  Eggiđ smakkađist ágćtlega og svínabitinn líka.

  Verđiđ var hinsvegar hliđstćtt ţví sem mađur greiddi á ţeim tíma á öđrum veitingastöđum fyrir beikon og egg.  Nema í ţeim tilfellum eru beikonsneiđarnar 12 - 15,  tvö spćlegg,  ristađ brauđ,  smjör og hrásalat.  

Jens Guđ, 7.1.2014 kl. 23:29

8 Smámynd: Jens Guđ

  Axel, sömuleiđis gleđilegt ár og takk fyrir samskiptin á liđnum árum. 

  Eftir ađ ég varđ einn í heimili fyrir röskum áratug tók ég ţá ákvörđun ađ láta kokka á veitingastöđum sjá alfariđ um eldamennskuna fyrir mig.  Ţađ sparar mér tíma og fyrirhöfn.  Engar innkaupaferđir í stórmarkađi.  Enginn lager af kryddi, smjöri, mjólk eđa öđru.  Ekkert uppvask.  Ţess í stađ fjölbreytt fćđi ţvers og kruss um bćinn.  

  Ţađ er margt til í ţessu hjá ţér ađ skammtastćrđir séu nánast í öfugu hlutfalli viđ verđ.  Fyrir nokkrum árum heyrđi ég viđtal í útvarpi viđ matreiđslumann.  Hann rifjađi upp ţá gósentíđ ţegar "franska línan" hélt innreiđ sína í íslensk veitingahús.  Hún gekk út á ţađ ađ skammturinn vćri mjög lítill en diskurinn liti út eins og listaverk.  Örmjóir dökkbrúnir sósutaumar voru ţvers og kruss um diskinn og eitthvađ litríkt haft međ.  Kannski fjórđungur úr kirsuberjatómati eđa eitthvađ.

  Ţetta ţótti svo fínt ađ hćgt var ađ verđleggja ţađ hátt.  Matreiđslumađurinn upplýsti ađ gleymst hefđi ađ upplýsa Íslendinga um ađ "franska línan" var og er dálítiđ öđru vísi í Frakklandi.  Ţar hefst máltíđin á forréttum.  Hann getur veriđ ferskt blandađ salat, súpa, nýbakađ brauđ og hvítvínsglas.  Síđan kemur ţessi listrćni og skreytti ađalréttur.  Ţessu nćst er ţađ meira hvítvín og desert.  Máltíđinni líkur síđan á kaffi og köku eđa konfekti.  Frakkar taka hálfan annan klukkutíma í ađ snćđa ţessa máltíđ.

  Ţegar fínu íslensku veitingastađirnir tóku upp "frönsku línuna" notuđu ţeir úr henni ađeins ađalréttinn en héldu verđinu í sömu hćđ og frönsk veitingahús rukkuđu fyrir heildarmáltíđina.  

  Ţađ er einn dýr veitingastađur hérlendis sem er hverrar krónu virđi.  Ţađ er Grillmarkađurinn.  Svokallađur smakkmatseđill kostar 9400 kall á mann.  Vissulega hátt verđ.  En ţađ tekur alveg fjóra - fimm klukkutíma ađ naga sig í gegnum ţennan pakka.  Hver frábćri rétturinn á fćtur öđrum er borinn fram á eftir öđrum.  Ţeir toppa hvern annan svo glćsilega ađ mađur stynur upp aftur og aftur ađ ţetta sé ţađ besta sem mađur hefur smakkađ.   

Jens Guđ, 8.1.2014 kl. 00:09

9 Smámynd: Jens Guđ

  Jósef Smári,  íslenska krónan tók ađ veikjast fram eftir árinu 2008 og endađi í bankahruninu.  Ég var mest í innflutningi frá Bandaríkjunum.  Dollarinn hafđi veriđ ađ sveiflast á milli 63 - 67 króna.  Svo var dollarinn á stuttum tíma kominn yfir 120 kall.

  Ég man ekki glöggt hvernig eđa hvađ hratt íslenska krónan hrundi.  Nema ađ nokkrum dögum eftir bankahruniđ kom fćreysk hljómsveit hingađ til lands ađ halda hljómleika.  Ţá hafđi verđgildi fćreysku krónunnar skyndilega hćkkađ úr 10 krónum upp í 21 krónu.  Fćreyingarnir voru eins og börn í sćlgćtisbúđ.  Allt á Íslandi var á hálfvirđi.  Fćreyingarnir fylltu heila rútu af tölvum og tölvudóti,  hljóđfćrum og öđru.  Íslenskar búđir voru ekki búnar ađ hćkka verđ hjá sér til samrćmis viđ hrun íslensku krónunnar.  

Jens Guđ, 8.1.2014 kl. 00:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.