Íslensk tónlist í Barselona

  Þetta er framhald á síðustu tveimur færslum.

  Einu verslanir sem ég sniðgeng ekki á ferðum erlendis eru plötubúðir.  Það er samt ekki jafn gaman og á árum áður að kíkja í plötubúðir í útlöndum.  Sú tíð er nánast liðin að maður rekist á eitthvað óvænt og spennandi í þessum búðum.  Í dag selja þær eiginlega bara plötur allra vinsælustu flytjenda.  Lítið þekktir flytjendur sinna sínum markaði í gegnum netið.  

  Á vegi mínum í Barselona urðu þrjár plötubúðir.  Allar á sama blettinum við Katalóniutorg.  Í aðeins nokkurra metra fjarlægð hver frá annarri.  Það er alltaf forvitnileg að sjá hvaða íslenskar plötur fást í útlendum plötubúðum.  Í Barselona reyndust það vera:

Björk (margar plötur.  Allar sólóplötur og einhverjar remix og smáskífur að auki)

Sigur Rós (margar plötur)

Emilíana Torríni  (nýja platan,  Tookah)

Ólöf Arnalds  (nýja platan,  Sudden Elevation)

Múm (margar plötur)

  Þetta þýðir að viðkomandi flytjendur njóti töluverðra vinsælda í Barselona.  Við vitum svo sem að Björk, Sigur Rós og Emilíana Torríni eru vinsæl víða um heim.  Ólöf Arnalds er stærra nafn á heimsmarkaði en margur heldur.  Til að mynda er hún töluvert nafn í Skotlandi og einnig þekkt í Englandi.  Það kom mér á óvart að rekast á plöturnar með Múm í Barselona.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.