8.1.2014 | 17:32
Embættismenn skemmta sér og skrattanum
Íslenskum embættismönnum þykir fátt skemmtilegra en setja reglur. Ekki síst embættismönnum ÁTVR. Þeir skríkja í kæti þegar þeim tekst að banna hitt og þetta. Eitt sinn bönnuðu þeir sölu á cider-drykk. Forsendan var sú að dósin var og er skreytt smáu blómamynstri. Innan um blómin mátti - með aðstoð stækkunarglers - koma auga á teikningu af nöktum fótlegg.
- Viðurstyggð! Stórskaðlegt og gróft klám, hrópuðu embættismenn ÁTVR.
Heildsali cider-drykksins áfríaði ákvörðun ÁTVR til dómsstóls. Þar voru embættismenn ÁTVR rassskelltir. Klám fannst ekki á umbúðunum. ÁTVR var skikkuð til að taka cider-drykkinn í sölu. Síðan hefur hann selst vel - án þess að leiða til ótímabærs kynsvalls og óhóflegrar fjölgunar kynlífsfíkla.
Í annað skipti komu embættismenn auga á smátt letur á bjórnum Black Death. Þar stóð: Drink in Peace.
- Grófur áróður fyrir neyslu áfengs drykkjar og getur leitt til ölvunar, hrópuðu embættismenn ÁTVR.
Í enn eitt skiptið bönnuðu embættismenn ÁTVR bjórinn Motorhead.
- Þeir sem drekka Motorhead eru í mikilli hættu á að byrja umsvifalaust að hlusta á enska hljómsveit með sama nafni. Þá er stutt í heróínneyslu og krakkreykingar.
Þetta var sameiginleg niðurstaða embættismanna ÁTVR.
Fyrir örfáum árum bönnuðu embættismenn ÁTVR íslenskan páskabjór.
- Það er teikning af svipljótum hænuunga á dósinni. Veruleg hætta á að börn hamstri þennan bjór, var útskýring embættismanna ÁTVR.
Nú er bjórframleiðendum gert að farga öllum jólabjór. Jólin eru búin.
Af hverju samt að farga hollum og neysluvænum drykkjum þó að jólin séu að baki?
- Þetta eru reglur. Við verðum einfaldlega að framfylgja reglum, segja embættismenn ÁTVR.
Hver setti þessar reglur?
- Við, er svar þessara sömu embættismanna.
Farga óseldum jólabjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 31
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 1456
- Frá upphafi: 4119023
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 1116
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Verður flöskunum ekki bara rennt í gegnum vélarnar aftur og nýr miði límdur yfir jólamiðann? Það var gert hér um árið þegar Rússarnir, gátu ekki fengið sig til að éta ólystuga gaffalbita frá Siglósíld, þó þeir kalli ekki allt ömmu sína í þeim efnum, og endursendu farminn. Þá var dósunum bara rennt í gegnum vélarnar aftur og límdur á þær nýr og fallegur miði á íslensku, hvar óhrjálegt innihaldið var rómað fyrir ferskleika og gæði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2014 kl. 18:12
Axel, samkvæmt reglum verður að farga öllum jólabjór, hvort sem er í flöskum eða dósum, undir ströngu eftirliti alvörugefinna embættismanna. Það kom upp hugmynd um að heimila að tússað væri yfir orðið jól á miðunum. Það var blásið af. Of frjálslegt þegar brúnaþungir embættismenn eru að framfylgja reglum sem þeir sjálfir settu.
Jens Guð, 8.1.2014 kl. 23:09
Þetta væri ennþá fyndnara sem ekki lægi á bak við mikil alvara. Frelsi einstaklings til ákvarðana á undir högg að sækja. Virtur fréttamaður hér ytra lýsti þessu nýlega sem
"We know. You don't" og átti þar við hugsanagang framsækinna.
Erlendur (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 23:31
Erlendur, það er rétt hjá þér: Þetta væri fyndnara ef ekki kæmi til allt það óhagræði sem fylgir svona kjánaskap. Enginn hefur ávinning af ruglinu (nema, jú, embættismenn fá að þreifa á valdi sínu). Fjárhagslega er þetta tap fyrir alla. Og auðvitað er blóðugt og kolgeggjað að vita af förgun á heilsudrykk sem er í góðu lagi að öllu leyti. - Öðru en því að það stendur "jól" á umbúðum.
Embættismenn ÁTVR etja hörðu kappi við mannanafnanefnd um Íslandsmet í þeim sem sem eru til óþurftar. Já, og kjánalegastir.
Jens Guð, 8.1.2014 kl. 23:54
Við lifum í kjánalandi,eins og einn góður vinur min orðar það oft.Dæmin eru ótal fleiri um að fullkomlega góðri vöru er fleygt,vegna þvermóðsku"eftirlitsaðila".Tilhneigingin virðist vera sú,að fjármunum sé betur varið í eftirlit,en ráðdeild.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 02:51
Svona heimskulegt reglugerðafargan minnir mig nú á fordómafullu þöngulhausana sem létu rispa íslenskar hljómplötur og einstök lög á hljómplötum á árunum 1965 - 1975 vegna þess að annaðhvort var sungið á ensku eða þá að þeim hreinlega féll ekki tónlistin í geð. Líklega finnst ekki meira af heimskulegum reglugerðum annarsstaðar í Vestur-Evrópu nema þá í Svíþjóð. Og já Ólafur, ég er sammála þér að við lifum í kjánalandi ,, Tilhneigingin virðist vera sú að fjármunum sé betur varið í eftirlit ", en hvað með Fjármálaeftirlitið og nýja forstjórann þar, sem margir segja óhæfan í það starf vegna fjármálatengsla og eignatengsla við ákveðin fyrirtæki ?
Stefán (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 08:31
Leiðrétting: Þegar ég skrifaði hér að ofan um Fjármálaeftirlitið, þá á ég við nýskipaðann og umdeildan stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins, en ALLAS EKKI forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem er ábyggilega vel hæf til að gegna því starfi og er óumdeild mér vitanlega - Biðst afsökunar á fljótfæninni.
Stefán (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 09:20
Sæll Jens.
Bestu þökk fyrir þennan skemmtilega pistil!
Þetta endar sennilega með því að einungis verður
selt áfengislaust Brennivín hjá ÁTVR.
En sérþekking þín er á sviði tónlistar auk
annarrar listar í föstu og fljótandi formi(?!)
Blómið e. Karl Jóhann Sighvatsson er fegursta lag
íslenskt sem ég hef nokkurri sinni heyrt.
Mér gengur bölvanlega að finna þetta.
Hvar er hægt að nálgast þetta án þess að reiða fram
hjólbörufylli af gulli í leiðinni?
Sit reyndar sjálfur á gullklumpi með þeim bræðrum
frá árinu 1966 en finn ekki nú um stundir.
Húsari. (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 14:16
Ólafur, svoooo rétt hjá þér.
Jens Guð, 9.1.2014 kl. 22:37
Stefán, já, ritskoðun embættismanna Ríkisútvarpsins var í stíl við embættismenn ÁTVR. Mig minnir að hann hafi heitið Jón Þórarinsson sem bannfærði flutning Trúbrots og Ævintýris á Pílagrímakórnum úr Tannhauser. Jón þessi skilgreindi poppútgáfurnar sem svívirðilega misþyrmingu á lagi Wagners. Ég veit ekki hvort að það var sami maður sem bannfærði flutning Hallbjargar Bjarnadóttur á Vorið er komið. Einhver embættismaður Ríkisútvarpsins skilgreindi þann flutning sem djassmisþyrmingu á einskonar ættjarðaróði.
Sá frábæri lagahöfundur og djassmógúll Jón Múli Árnason rispaði fyrstu plötu Megasar til að hún yrði ekki spiluð í útvarpinu.
Ég veit ekki hver stöðvaði spilun á laginu Slappaðu af með Flowers. Á þeim árum voru aðeins þrír dægurlagamúsíkþættir í Ríkisútvarpinu. Það voru óskalagaþættir unga fólksins, sjómanna og sjúklinga. Rökin fyrir banninu var að kveðjur með því lagi væru ósiðlegar.
Jens Guð, 9.1.2014 kl. 22:54
Stefán (#7), ég veit ekkert hver er hvað eða nöfn á þessu fólki.
Jens Guð, 9.1.2014 kl. 22:55
Húsari, þetta lag hefur ekki komið út á geisladisk að því er ég best veit. Lögin Slappaðu af og Glugginn eru til á mörgum safnplötum. En ekki Blómið. Ég heyrði á Útvarpi Sögu um daginn umræðu um Blómið. Jónas R. sagði Rúnari Þór Péturssyni frá tímahraki sem Flowers lenti í þegar lagið var hljóðritað (að mig minnir á Englandi). Þorsteinn Eggertsson orti textana á plötunni. En þetta lag lenti á milli skips og bryggju. Það gafst ekki tími fyrir texta. Jónas hafði byrjað að fitla við flautu nokkrum dögum áður. Sem söngvari var hann ábyrgur fyrir að leiða laglínu laganna á plötunni. Hann kunni ekki að setja saman texta fremur en hinir í Flowers. Það var því ekki um annað að ræða en spila laglínuna á flautu.
Þú þarft að finna einhvern sem á lagið Blómið á vinyl og fá viðkomandi til að smella því yfir á USB minnislykil.
Jens Guð, 9.1.2014 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.