Maturinn í tómu rugli

  Kona var í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum.  Viðtalið snérist að einhverju leyti um lífstíl konunnar sem grænmetisætu.  Vegna dýraverndunarsjónarmiða neytti konan hvorki kjöts né fisks eða annarra dýraafurða.  Mjólkurvörur og egg fóru ekki inn fyrir hennar varir né heldur eggjanúðlur.  Að því kom að konan var spurð um uppáhaldsmat.  Hún svaraði því til að hún elskaði kjúklingasalatið á tilteknum veitingastað í Kópavogi.

kjuklingasalat.jpg

Svona er Ísland í dag.  Ekkert nautakjöt í nautakjötsbökum.  Enginn hvítlaukur í hvítlauksbökum.  Nautakjöt drýgt með hrossakjöti.  Innfluttir kjúklingar og svínakjöt seld sem hágæða íslensk framleiðsla (eitthvað annað en útlenski óþverrinn sem er stútfullur af sterum og fúkkalyfjum).  Kjúklingur skilgreindur sem grænmeti.  Eins og pizzan í Bandaríkjunum.  Það er allt í rugli allsstaðar.  

  Í Ástralíu er asíuættað matvælafyrirtæki, Lamyong. Það hefur sett á markað grænmetisskinku með kjúklingabragði.  Þetta er snúið.  Skinka er reykt og soðið svínslæri.  Það getur ekkert annað hráefni verið svínslæri.  Síst af öllu er hægt að kalla grænmeti svínslæri.  Hvað þá grænmetisbúðing sem bragðast eins og kjúklingur.  

graenmetisskinka.jpg

 

     

  Lengsta hungurverkfall á Íslandi varð frétt fyrir fjórum dögum.  Fréttaefnið var að Höskuldur H.  Ólafsson fékk í fyrsta skipti mat frá bankahruninu 2008.  Vandamálið er að hvorki Höskuldur né aðrir muna lengur hvers vegna hann hóf hungurverkfallið fyrir hálfu sjötta ári.  Það var Gerður Kristný rithöfundur sem kom auga á þessa frétt.    

hoskuldur_h_olafsson_faer_mat.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég kom hinsvegar sjálfur auga á skemmtilega útlenda Fésbókarfærslu sem vinsælt er að deila á þeim vettvangi.  Þar segir af konu sem var að hefja matreiðslu á kvöldverði heimilisins.  Eiginmaðurinn kom inn í eldhús og spurði hvort hann gæti hjálpað til.  Konan jánkaði því.  Sagði honum að taka kartöflupokann,  skræla helminginn og sjóða í potti.  Nokkru síðar blasti þessi sjón við konunni:

halfskraeldar_kartoflur.jpg 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alræmdur  ,, kjötbökusvindlari " í Borgarnesi kominn á kennitöluflakk og framleiðir áfram eitthvað sem kanski enginn veit hvað er, en fólk lætur greinilega bjóða sér.  Ég vona bara að nóg sé til af ósviknu nautakjöti og gæða grænmeti á Siglufirði handa meistara Jóni Steinari.

Stefán (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 13:16

2 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  mér skilst að nautakjötsbökuframleiðandinn knái hafi ekki skipt um kennitölu.  Hann hafi einungis skipt um nafn á fyrirtækinu. 

Jens Guð, 16.1.2014 kl. 21:28

3 identicon

Skipt um nafn og kanski þá bætt smá, smá kjöti í nautakjötsbökurnar í leiðinni ? 

Stefán (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband