18.1.2014 | 22:11
Kvikmyndarumsögn
- Titill: 12 Years a Slave
- Leikstjóri: Steve McQueen
- Leikarar: Brad Pitt, Michael Fassbinder og fleiri
- Einkunn: **** (af 5)
Bandaríska kvikmyndin 12 Years a Slave er byggð á raunverulegum atburðum. Handritið er ævisaga blökkumanns, Solomons Northups. Hann var fiðluleikari í New York um miðja nítjándu öld. Honum vegnaði vel og var hamingjusamur tveggja barna faðir. Svo dundi ógæfan yfir. Honum var rænt af tveimur mönnum og seldur í þrældóm til Suðurríkjanna. Það var algengt á þeim tíma. Og refsilaust. Líka þó að þannig mál væru rekin fyrir dómsstólum í Norðurríkjunum þar sem þrælahald var bannað.
Sagnfræðingar sem taldir eru þeir fróðustu um þrælahald í Suðurríkjunum votta að engin kvikmynd hafi áður dregið upp jafn raunsanna mynd af þrælahaldinu. Það er ekki ástæða til að efast um það. Þetta er, jú, frásögn manns sem upplifði hryllinginn á eigin skinni - í bókstaflegri merkingu.
Bent hefur verið á að kvikmyndin sé framleidd fyrir hvíta áhorfendur. Það er ekki ókostur út af fyrir sig. Myndin er áhrifarík og situr eftir í huga áhorfandans. Ég tel mig hafa haft þokkalega þekkingu á þrælahaldinu í Suðurríkjunum. Fyrir bragðið kemur ekkert á óvart. Samt er sláandi að sitja undir því hversu óhugnanlegt og ofbeldisfullt þrælahaldið var. Líka hversu ógeðfelld viðhorf þrælahaldara voru. Jafnvel þeirra sem teljast voru - innan gæsalappa vel að merkja - "góðir" í samanburði við illgjörnu hrottana og sadistana.
Ég hvet til þess að þið farið í bíó og sjáið 12 Years a Slave. Það er ekki langt síðan þrælahald í Suðurríkjunum var upprætt. Innan við hálf önnur öld. Svona var þetta á tímum afa okkar og ömmu (eða foreldra þeirra). Enn í dag er fjöldi manns í Suðurríkjunum sem saknar þrælahalds. Enn er fjöldi manns sem heldur því fram í "kommentakerfum" bandarískra netmiðla að þrælar hafi haft það betra en hörundsdökkir útigangsmenn í Bandaríkjunum í dag. Þrælarnir hafi þó haft húsaskjól og verið í fæði. Þeir sem hampa þessari kenningu þurfa að sjá 12 Years a Slave.
Myndin er ekki gallalaus. Hún er of löng (næstum 2 og hálfur tími með hlé). Sumar senur eru langdregnar og hægar. Kannski með vilja gert til að laða fram tilfinningu fyrir því að 12 ár í þrældómi er langur tími. Einnig koma fyrir senur sem gera ekkert fyrir myndina. Hugsanlega skipta þær máli í bók mannsins sem segir söguna. Dæmi: Þrælar ganga fram á hóp Indíána. Í næstu senu eru Indíánarnir að spila á hljóðfæri og syngja. Svo eru þeir úr sögunni.
Fleira slíkt mætti tína til. Eftir stendur: Farðu í bíó. Kíktu á þessa mynd. Kynningarmyndbönd gera ekkert fyrir hana.
Önnur nýleg kvikmyndarumsögn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1346507/
Allt annað: Þessi dama segist vera svo dugleg í líkamsræktinni að hún sé ekki með appelsínuhúð:
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.1.2014 kl. 12:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
Nýjustu athugasemdir
- Aldeilis furðulegt nudd: Jósef, takk fyrir fróðleiksmolann. jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Eftir því sem ég hef heyrt er ráðið við bólgum sem verða vegna ... jósef Ásmundsson 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Helga, heldur betur! jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Það kostar að láta lappa upp á sig vinur. diva73 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Í framhaldi af nuddara sem nuddar ekki og dýralæknum sem búa ti... Stefán 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: ´Bjarni, svo sannarlega! jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Buddy, you got screwed. Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Bjarni, nei. Það beið kannski næsta nuddtíma. jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Og no happy ending? Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Stefán, góður! jensgud 19.2.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 3
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1128
- Frá upphafi: 4126494
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 926
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Smá skemmtileg staðreynd: fyrsti löglegi þrælahaldarinn í norður ameríku var blökkumaður
http://www.todayifoundout.com/index.php/2013/08/the-first-legal-slave-owner-in-what-would-become-the-united-states-was-a-black-man/
Hægt að googla bara Anthony Johnson (colonist).
Grrr (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 11:58
Grrr, takk fyrir þennan fróðleiksmola.
Jens Guð, 19.1.2014 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.