Berrassaður á hverfisbar

  Fyrir nokkrum árum var rekinn hverfispöbb á efri hæð í Ármúla 5 (fyrir ofan Vitaborgarann,  við hliðina á Broadway).  Pöbbinn var kenndur við rússneska kafbátaskýlið,  Pentagon.  Nafnið Pentagon þýðir fimmhyrnd bygging.  Mörgum þótti nafngiftin á pöbbanum sérkennileg vegna þess að hann var í ferhyrndri byggingu.  Núna heitir staðurinn Crystal. 

  Svo bar til eitt kvöldið að fjölmenni var inni á staðnum.  Virðulegur eldri maður klæddur í vandaðan jakka og með hálsbindi sat sem fastast úti í horni.  Þegar hann vantaði nýtt bjórglas kallaði hann á þjón og lét færa sér á borðið.  Að nokkrum bjórglösum liðnum þurfti maðurinn að bregða sér á klósettið.  Þá blasti við að hann var berlæraður.  Aðeins í hvítum nærbuxum með rauðum doppum.  En í sokkum og stífbónuðum spariskóm.  

  Þetta vakti kátínu annarra gesta, undrun og forvitni.  Siggi Lee reið á vaðið og spurði manninn hverju klæðaleysið sætti.  Sá berlæraði andvarpaði,  stundi þungt og svaraði hægt,  dapur á svip:

  "Æ,  ég lenti í vandræðum með leigubílinn sem skutlaði mér hingað.  Ég var orðinn peningalaus.  Leigubílstjórinn varð snælduvitlaus og tók buxurnar mínar í pant."     

buxnalaus.jpg


mbl.is Berrassaður maður í Hafnarstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, en hvað ætli barþjónninn hafi tekið af honum í pant?

Sigfús Sigurþórsson., 20.1.2014 kl. 00:18

2 identicon

Sauðdrukkin strangtrúuð kona úr Framsóknarflokknum var líka með allt niður um sig ef svo má segja þegar hún var bakkandi á grindverk út og suður við Reykjavíkurflugvöll. Blessuð strangtrúaða Framsóknarkonan var að reyna að komast í Vesturbæjarlaug þambandi rauðvín og búin að slátra einni vodkaflösku.

Stefán (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 08:55

3 Smámynd: Jens Guð

  Sigfús,  af því að maðurinn fékk að vera buxnalaus inni á staðnum og af því að hann sótti staðinn geri ég ráð fyrir að hann hafi þekkt eigendur staðarins.  Væntanlega hefur hann þá fengið að skrifa hjá sér bjórinn.  Eigendurnir voru liðlegir við þá sem þeir þekktu varðandi svoleiðis.

  Eitt sinn fór miðaldra kona að dansa ein uppi á sviði á staðnum.  Þetta var klámfenginn dans.  Í hita leiksins smeygði hún sér úr buxunum.  Eigandi staðarins brá við skjótt og tilkynnti henni að annaðhvort pillaði hún sér undir eins aftur í buxurnar eða yrði að yfirgefa staðinn annars.  Hún valdi fyrri kostinn.    

Jens Guð, 20.1.2014 kl. 21:13

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þetta er einmitt það sem ofurölvi framsóknarkonur eiga að gera:  Hella í sig rauðvíni (sem desert á eftir vodkaflösku) á flugteríunni og skella sér svo í Vesturbæjarlaugina.  

Jens Guð, 20.1.2014 kl. 21:15

5 identicon

Vona samt að Vigdís Hauksdóttir fari ekki að taka upp á því - nógu slæm er hún fyrir.

Stefán (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 08:19

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hann komst alveg inn buxnalaus?

Theódór Norðkvist, 21.1.2014 kl. 17:17

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#5),  hún þarf ekki áfengi til að vera ringluð. 

Jens Guð, 21.1.2014 kl. 21:03

8 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  já,  þess vegna geng ég út frá því sem vísu að hann hafi þekkt eigendur staðarins. 

Jens Guð, 21.1.2014 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband