Gamanmál eru ekkert grín

thorramatur_1226353.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Gamanmál á kostnað annarra eru vandmeðfarin.  Margt af því sem fórnarlömb upplifa sem einelti er af hálfu gerenda bara létt grín.  Í versta tilfelli saklaus stríðni. Þetta á bæði við um einelti í skólum og á vinnustöðum.

  Það er misjafnt hvort eða hversu mikinn húmor einstaklingar hafa fyrir sjálfum sér.  Sumir kunna vel við að vera miðpunktur athygli,  hvort sem það er í formi gríns sem aðrir gera um þá eða þeir sjálfir.  Aðrir eru viðkvæmir fyrir athygli í formi gríns um þá.  Einkum ef þeir upplifa grínið rætið og níðingslegt í sinn garð.  

  Fólk sem allflestir standa í trú um að sé með harðan skráp getur verið viðkvæmt fyrir gríni um sig.  Kvótakóngurinn Halldór Ásgrímsson er dæmi um það.  Hann var formaður Framsóknarflokksins,  utanríkisráðherra og forsætisráðherra.  Almenningi þótti eðlilegt að störf manns í þeirri stöðu væru skoðuð í spaugilegu ljósi.  En ekki honum.  Hann upplifði grín Spaugstofunnar sem gróft einelti í sinn garð.  Honum var ekki skemmt.  Það situr ennþá í honum.  

  Það er ekki auðvelt að átta sig á því hver er með harðan skráp og hver er viðkvæm sál.  Kjaftforir,  yfirlýsingaglaðir og árásagjarnir einstaklingar eru í mörgum tilfellum afar viðkvæmir þegar deilt er á þá,  hvort sem er í gríni eða alvöru.  Dæmi eru um að þeir kvarti sáran undan ofsóknum og einelti í sinn garð í "kommentakerfum" netmiðla.  Á Fésbók gerist það oft að slíkir einstaklingar slíti vinskap við aðra sem svara þeim með þeirra eigin orðfæri.  

  Á Freyjudaginn gengur Þorri í garð með tilheyrandi þorrablótum og þorrablótsannálum.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Jafnvel oftar en einu sinni.  Gott grín á að vera þannig að allir hafi gaman af.   

loka_31_og_32_juli.jpg         


mbl.is Ósáttur við þorraannál og flytur úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ hroll þegar ég sé nafnið Halldór Ásgrímsson og ég fékk hroll þegar ég mætti honum í matvöruverslun með sinn hrokafulla framsóknarsvip. Svipur fortíðar sem olli svo mörgu skelfilegu í þjóðfélaginu.

Stefán (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 11:40

2 identicon

Ég reyndi að pína mig í gegnum þennan auma þorraannál sem maðurinn móðgaðist út af, sé nú ekki alveg að tilefni móðgunarinnar sé svo stórt að maðurinn þurfi að flytja en hver veit hvað í annars ranni býr?

Sjálfur var ég nokkuð ánægður með vísu sem ég setti á bloggið hjá Ómari þar sem hann lofar gagnsemi ristilskoðunar, en ég sé svona eftir á að þarna er ég kanski að vega að minnihluta hópi (sem ég bið hér með afsökunar) með aulahúmor:

Kvenna að skoða brjóstin ber

 bjargar lífi ,

Ristilskoðun indæl er

einkum fyrir - ja, Ómar og fleiri sem vilja gæta að heilsunni! 

Það er vandlifað í henni versu ef maður ætlar að hafa gaman af henni! 

ps. kommuna er réttast að lesa upphátt 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 13:25

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það er á við vonda martröð að mæta HÁ í matvöruverslun.  Versta matröðin er að mæta honum í myrkri. 

Jens Guð, 22.1.2014 kl. 21:58

4 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  takk fyrir vísuna og upplýsingarnar.  Ég þekki ekkert til þarna og vil ekki geta í hvað þarna var í gangi.  Það þarf mikið að hafa gengið á áður til að maðurinn taki þá ákvörðun að flytja vegna þorraannáls. 

Jens Guð, 22.1.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband