Sokkar sem gera þig að góðum dansara

  

   Vond frétt fyrir danskennara og dansskóla.  Góð frétt fyrir aðra.  Sérstaklega þá sem girnist að dansa en kann það ekki.  Svo ekki sé minnst á þá sem vita nokkurn veginn hver danssporin eiga að vera en á dansgólfinu fer allt úrskeiðis.  Fæturnir fara í allar áttir og aðallega í vitlausar áttir.  Snælduvitlausar áttir.

  Eftir tvo mánuði koma á markað sokkar sem stýra fótunum í réttu danssporin.  Sokkarnir líta út eins og venjulegir sokkar.  Það má þvo þá í þvottavél og allt.  

  Sokkarnir eru úr næmum trefjum.  Þær eiga samskipti við forrit í snjallsíma á meðan viðkomandi dansar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn vil ég minna á gott hálkuráð sem ég er ekki frá að myndi fullt eins vel nýtast til að létta danssporin (lítið fyrir dans og ekki prófað sjálfur) og koma í stað þessarar nýungar,  en það er að vera í allt of þröngum nærbuxum. Þá er eins og maður svífi yfir grundina!  Heilsunar vegna er þó rétt að takmarka tímann við hámark 10  mínútur.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 00:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af einhverjum ástæðum er ég hættur að sjá myndböndin þín birtast. Ég er að vísu með Ipad, og ástæðan fyrir þessu getur verið að þú sért enn að velja gamlan embed kóða til að setja inn video á bloggið.

Að vísu virkaði ekki þessi nýi (default) fyrstu misserin, en nú er í æagi að setja hann inn því þeir virðast hafa uppfært bloggið hjá Mbl.

Ef þú gerir þetta, þá ætti að vera hægt að skoða myndböndin þín í allflestum tækjum.

Fyri þá sem eru með Ipad og hætta skyndilega að geta spilað video sem birtast og fá bara svartan glugga með error meldingu, þá er ráðið við því að eyða cookies í Safari undir settings. Bara svona til fróðleiks. Malkinn er ekki eins perfect og mennvilja meina nefnilega. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2014 kl. 07:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem þú finnur upp á Jens hahaha.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2014 kl. 11:55

4 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  takk fyrir gott ráð. 

Jens Guð, 31.1.2014 kl. 20:17

5 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  takk fyrir ábendinguna.  Ég kann ekkert á tölvur.  Ég þarf að fá einhvern til að uppfæra þetta fyrir mig.

Jens Guð, 31.1.2014 kl. 20:32

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  tækninni fleytir fram. 

Jens Guð, 31.1.2014 kl. 20:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2014 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband