Stórkostlegar ljósmyndir af Íslandi

  Bandaríska lífstíls- og menningarnetsíðan Airows spannar allt frá listum og bílum til ferðalaga og margt þar á milli.  Í nýlegri færslu er ljósmyndasyrpa sem ber yfirskriftina "20 ótrúlegar ljósmyndir sem vekja þér löngun til að sækja Ísland heim".  Þó að ég sé búsettur á Íslandi þá blossaði upp í mér löngun til að sækja Ísland heim er ég leit þessar myndir augum.  Algjört dúndur. 

isl_11.pngisl_12.pngísl 13ísl 14ísl 15ísl 16ísl 17ísl 18ísl 19ísl 20  ísl 4ísl 3ísl 2ísl 6ísl 7ísl 8ísl 9ísl 10ísl 5ísl 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Flottar myndir en flestar þeirra er óneitanlega mjög útópískar og ekki mjög sannar. Og þó, ljósmyndir ljúga ekki.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.2.2014 kl. 23:33

2 identicon

Gott að þú hefur gaman af þessu. Ég hætti hinsvegar að skoða myndir um leið og ég sé að þær eru fótósjoppaðir. Þessar myndir sýna ágæta kunnáttu í fótósjopp-fimleikum en eru flestar ekki mikils virði frá listrænu sjónarmiði. Hér er verið að breyta dramatískum og raunsönnum veruleika í karikatúr af íslensku landslagi.

caramba (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 23:58

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Heldur myndi ég segja að ljósmyndabrellum hafi verið beitt í mörgum myndanna frekar en að þær væru Photoshoppaðar. Fyrsta myndin er einfaldlega tekin á tíma, þ.e. langur lýsingatími. Sama gildir um Dettifossmyndina, vinsæl brella með fossamyndir. Svo eru nokkrar eru teiknar með víðri gleiðlinsu sem gerir sitt. Annars koma myndvinnsluforrit eitthvað við sögu í flestum ljósmyndum nú til dags og ekkert óeðlilegt við það. Hráar myndir beint úr vél skila nefnilega ekki af sér öllu því sem er til staðar.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.2.2014 kl. 00:29

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Margar þessara mynda eru tekin með HDR aðferð (High Dynamic Range). Í stuttu máli eru teknar tvær myndir með mismunandi ljósop/tima (sumar nýjar myndavélar geta gert þetta sjálfkrafa). Myndirnar eru síðan sameinaðar í Fótosjopp.

http://en.wikipedia.org/wiki/Multiple_exposure

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.2.2014 kl. 07:15

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þó stafrænu myndavélarnar séu mjög tæknilega fullkomnar, er í mörgum tilfellum óravegur frá því að þær ,,sjái" myndefnið eins og mannsaugað.   Undarlegt hvað mörgum er í nöp við myndvinnsluforrit, sem geta að nokkru leiðrétt þennan mun.

Þórir Kjartansson, 3.2.2014 kl. 09:14

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Flottar myndir, en eitt sem kemur mér alltaf á óvart er af hverju menn leiðrétta ekki litarskekkjuna sem kemur af því að ljósmynda rafhlaðið plasma, eins og í norðurljósum og flúorljósum. Þetta er gert með Orange magenta filter þegar tekin er mynd t.d. í flúorljósum verskmiðjunnar og ætti að vera gert vegna norðurljósa, þó að ég hafi sjaldnast nennt því sjálfur í forritum. Fólk heldur þessvegna að norðurljós séu græn, en þau eru hvít og marglit í venjulegu mannsauga.

Ívar Pálsson, 3.2.2014 kl. 10:32

7 identicon

Stórkostlegt land. Göngum vel um það. Verðum ekki olíugræðgi að bráð. Virkjum það ekki upp til agna. Bjóðum túrista velkomna en sjáum um að þeir gangi vel um landið. Landið er á okkar ábyrgð. Við eigum það ekki, en höfum að láni af komandi kynslóð og heimsbyggð allri.

Nonni (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 12:50

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Eintóm fótósjoppupóstkort !!! Takið mynd af rokinu og rigningunni. Það væri raunsæi.

FORNLEIFUR, 3.2.2014 kl. 15:32

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

flotar myndir fótósjoppaðar eða ekki.

Valdimar Samúelsson, 3.2.2014 kl. 16:01

10 identicon

Þá vil ég nú frekar sjá myndir frá Evrópusambandinu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 16:25

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Findinn...:-)

Valdimar Samúelsson, 3.2.2014 kl. 16:45

12 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Arrrrgg !!!! Hjálp !! Augun í mér eru eitthvað biluð, ég sé græn norðurljós !!!

Börkur Hrólfsson, 3.2.2014 kl. 17:33

13 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Eins og í gærkveldi T.D.: https://www.facebook.com/borkur.hrolfsson/media_set?set=a.10202102012566590.1073741868.1075907659&type=1

Börkur Hrólfsson, 3.2.2014 kl. 17:34

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Botna nú ekki í neikvæðni sumra hérna. Listræn ljósmyndun hefur það varla að markmiði að ná veruleikanum í allri sinni grámyglu og sauðalitum.

Einhverjar myndanna eru ekkert unnar umfram það sem RAW formatið heimtar. Upplýsingamagnið er það mikið myndirnar koma af kúnni í glákusleginni flatneskju. Ef menn haæda að það sé eitthvað nýtt að vinna ljósmyndir, þá mega þeir vita að allar ljósmyndir fara í gegnum einhverja vinnslu til að ná tilætluðum árangri og hafa alltaf gert.

Leiðrétti að HDR er sett saman úr þrem myndum með mismunandi exponeringu. Undirlýst, millilýst og yfirlýst. Þannig ma einmitt kalla allt það fram sem augað ser en takmarkanir linsu og vélar leyfa ekki. Það sem er sérstætt og draumkennt við flestar þessar myndir er sjónhornið. Augnablikið sem er fryst.

Allavega mættu menn vera glaðari yfir fegurðinni og kannski líta upp úr fúllyndinu sínu og þá er aldrei að vita nema að þeir sjái heiminn einmitt svona með eigin augum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2014 kl. 20:25

15 Smámynd: Jens Guð

  Emil Hannes (#1),  fátt er skemmtilegra en skoða fallega ljósmynd nema ef vera skyldi að skoða margar fallegar myndir af Íslandi.  

Jens Guð, 3.2.2014 kl. 20:48

16 Smámynd: Jens Guð

  Caramba,  myndirnar 20 eru teknar af 19 ljósmyndurunum.  Ég held að engin þeirra sé fótósjoppuð.  Góður vinur minn,  heimsþekktur ljósmyndari,  nefndi eitt sinn að fótósjopp væri vont fyrirbæri.  Meðal annars vegna þess að nú halda svo margir að mynd geti ekki verið falleg nema fyrir tilstilli fótósjopps.  

Jens Guð, 3.2.2014 kl. 20:58

17 identicon

Alltaf gaman þegar SS fólk(sjálfskipaðir sérfræðingar) tjá sig um ljósmyndun. Þá er ég að meina fólk sem heldur að allt sé photoshoppað. 

Baldur Smári (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 12:37

18 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir alla fróðleiksmolana.

Jens Guð, 10.2.2014 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband