11.2.2014 | 02:47
Skapofsabullur
Skapofsaköst einkenna boltabullur allra landa. Þar virðist - stundum - oft - fara saman heimska og yfirgengilegur ákafi um boltaleik. Eins og boltaleikir eru lítilfjörlegt gaman. Ég fylgist svo sem ekkert með því sprikli. Enda boltaleikir í raun fyrst og fremst ungs barns gaman. Held ég. Og ekki góðs vitni að einhverjir taki þetta sprikl galgopa hátíðlegt eins og eitthvað sem skiptir einhvern máli. Myndir af þjálfurum boltaliða eiga það sameiginlegt að þeir eru reiðir á svip og öskrandi. Það er vont fyrir blóðþrýstinginn.
---------------------------------------------------
Fyrir nokkrum dögum birti ég myndir sem gestir í Soltsjí hafa verið að birta á netinu. Flestar myndirnir voru af salernisaðstöðu. Þarna er klósettum raðað hlið við hlið í opnu rými án skilrúma. Þetta má sjá með því að smella á þennan hlekk: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1353491/'
Rússarnir brugðust snöfurlega við gagnrýninni og hafa sett skilrúm úr pappa á milli flestra klósetta.
![]() |
Hef aldrei séð hann svona reiðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Íþróttir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Herkænska
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
Nýjustu athugasemdir
- Herkænska: Guðjón, ég veit ekki uppruna laxins. Vonandi er þetta ekki sj... jensgud 22.8.2025
- Herkænska: Lax, Ikea. Úr hvaða á? Hvar er Íkea? gudjonelias 22.8.2025
- Herkænska: Jóhann, góður punktur! jensgud 22.8.2025
- Herkænska: Auðvitað getur "strákurinn" sagt framkvæmdastjóranum upp (rekið... johanneliasson 22.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Sigurður I B, nú hló ég hátt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Við skulum vona að hún fái ekki tannpínu!! sigurdurig 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Jóhann, það er frábært að þetta sé hægt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: "Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um ári... johanneliasson 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Stefán, heimurinn er orðinn ansi snúinn! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: ,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,... Stefán 15.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 257
- Sl. sólarhring: 671
- Sl. viku: 963
- Frá upphafi: 4155201
Annað
- Innlit í dag: 233
- Innlit sl. viku: 818
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 225
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Sæll Jens.
Sú var tíð að mér fannst fótbolti yfirgengileg
jöskun á reflexum að þarfleysu.
Haldinn sömu fordómum um takmarkað vit flestra
er stunduðu þvílíkan indíánadans.
Ég hef komist á öndverða skoðun með tíð og tíma og
sé það nú að undantekning er það algjör ef menn þessir
geri það ekki gott á meðan og eftir að íþrótt þessari lýkur
og er marga helstu viðskiptajöfra þessa lands í þeirra
hópi að finna sem og aðra sem hafa gert landi og lýð gagn
eitt og sett svip sinn á sína tíð sem og markað ævarandi
spor í sögu þessa lands sem Ísland nefnist.
Húsari. (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 03:53
Að kunna ekki að takast á við aðstæður eins og Arsene Wenger stjóri Arsenal þurfti að takast á við þarna undir miklum yfirburðum Liverpool er hluti af hræðslu við aðstæður sem menn ráða ekki við og fara þá að haga sér eins og óþroskuð börn viti sínu fjær. Þannig var t.d. innkomu Mikaels Torfasonar á 365 miðla lýst í mín eyru. Samkvæmt þeim heimildum innan úr 365 miðlum, þá reif hann kjaft vinstri, hægri eins og hræddur smáhundur og hrakti gott fólk í stórum stíl út úr fyrirtækinu. Þegar hann hafði hrakið þá út sem hann óttaðist mest, þá fór hann hægt og bítandi að róast. Það á raunar við allsstaðar og ekki bara í fótbolta að menn missa tök á skapi sínu við aðstæður sem þeir ráða ekki við, verða hræddir og litlir í sér. Þannig hefur Arene Wenger væntanlega kennt öllum öðrum um en sjálfum sér hvernig fór þarna í Liverpool. David Moys stjóri Manchester United ætlar að skipta um mannskap í liðinu í sumar samkvæmt fréttum og ætlar þar með að fría sjálfan sig af slökum árangri liðsins. Geri hann það er hann bara að fara sömu leið og stjórnendur 365 miðla. Sama sagan er að endurtaka sig út um allan heim og stjórnendur missa sig í skapofsaköstum og kenna öðrum um slæman árangur.
Stefán (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 08:42
Sæll Jens.
Ég sé að þú hefur skipt út myndum og sett athugasemdir
í allt annað umhverfi og samhengi en þær fyrr voru ritaðar í.
Man ekki eftir að hafa séð slíkt áður á nokkru bloggi.
Ekki eru það drengileg vinnubrögð af þinni hálfu.
Húsari. (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 21:41
Húsari (#1), þetta var öfugt hjá mér. Á barns- og unglingsárum sótti ég í boltaleiki. Svo óx ég upp úr því á fullorðinsárum.
Jens Guð, 11.2.2014 kl. 23:39
Stefán, ég þekki ekki til hjá 365 miðlum og ennþá minna til þeirra boltakalla sem þú nefnir.
Jens Guð, 11.2.2014 kl. 23:40
Húsari (#3), ég hef EKKI skipt út neinum myndum. Né heldur hef ég sett athugasemdir í annað umhverfi og samhengi. Ég held að það sé ekki tæknilega hægt að setja athugasemdir í annað umhverfi og samhengi. Mín þekking á tölvum og möguleikum þeirra er reyndar í lágmarki.
Ég átta mig ekki á því hvers vegna þú heldur að ég hafi skipt út myndum eða sett athugasemdir á flakk. Kannski hefur þú farið á milli tölva með mismunandi uppsetningum. Ég veit að Internet Explorer og Mozilla Firefox sýna ólíkar uppsetningar á bloggfærslum.
Jens Guð, 11.2.2014 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.