Skemmtilegur bókardómur

gata,austurey,eivor

  Á tónlistarsíðunni Tónskrattanum skrifar Bubbi skemmtilega gagnrýni um bókina  Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist.  Hann gefur henni hálfa fjórðu stjörnu í einkunn.  Meðal þess sem segir í dómnum er:   

  "Þetta er ekki ævisaga í þeim skilningi þó tiplað sé á ýmsu úr ævi Eivarar, enda fáránlegt að að skrifa ævisögu svo ungrar manneskju og algjör óþarfi, nema hún heiti Janis Joplin eða Jimi Hendrix. Þessi bók fjallar um færeyskt tónlistarlíf og þar er tónlistarferill Eivarar sennilega hryggjarstykkið og því er hún að sjálfsögðu aðalnúmerið hér. Inn á milli er síðan fléttaður skemmtilegur fróðleikur um Færeyjar og færeyskt þjóðlíf. 

  Annars finnst mér bókin lipurlega skrifuð og læsileg og flæði gott. Það er vitnað í samstarfsfólk Eivarar og fjölskyldu sem öll bera henni vel söguna... Sagt frá öllum hennar helstu afrekum hérlendis sem erlendis. Stíllinn er síðan brotinn upp af og til með fróðleiksmolum um Færeyjar og aðra færeyska tónlistarmenn, íslenska tónlistarmenn af færeyskum ættum osfrv. Jafnvel fá mataruppskriftir að fljóta með og sýnishorn af málverkum stúlkunnar. Jens nær að feta þröngt einstígið á milli þess að skrifa nördabók og skemmtirit.
.
  Í lok bókarinnar eru síðan ítarlegar upplýsingar um allar plötur hennar og allt það efni sem hún hefur komið út með henni. Mikill fengur af því fyrir aðdáendur. Hún hefur víða komið við og sett mark sitt á margan viðburðinn og er ekkert að fara að hætta því."'
.
  Dóminn í heild má lesa með því að smella á þessa slóð:  http://bubbij.123.is/blog/record/692732/ 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.