Sífellt bætist í hóp þeirra sem ætla að vera drukknir á páskunum

  Það er langt síðan ég tók staðfasta ákvörðun um að reyna að stefna á að verða drukkinn á páskunum.  Það hentar svo vel á þessari skemmtilegu alþjóðlegu frjósemishátíð.  Frjósemistáknin;  súkkulaðikanínur,  litlir gulir hænuungar og Nóaegg smellpassa við páskabjórinn.  Mér er kunnugt um að fleiri en ég ætli að verða drukknir á páskunum.  Þar á meðal Jesús. 


mbl.is Jesús drukkinn á páskunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski við hæfi að við dettum duglega í það eins og Jesús, því sjálfur dó hann á föstudegi og reis ekki upp aftur fyrr en á sunnudegi, að því sagan segir! Kannski í lagi að sýna smá meiri hógværð í drykkjunni í dag!

Offi (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 23:21

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Heitir þetta ekki líka "Guðlegar veigar"???

Sigurður I B Guðmundsson, 27.2.2014 kl. 07:06

3 identicon

Fólk segir mér frá auknum drykkjuskap sem tengist því að Vigdís Hauks fer svo í fínustu taugar þess. Svo mjög að það sér sig knúið til að fá sér rækilega í glös nánast daglega - Vissulega meiri innkoma í ríkiskassan, en ég hef áhyggjur af þessu því að ég sé ekki annað en að Vigdís eigi bara eftir að versna ...

Stefán (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 09:35

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Jesús er sagður hafa breytt vatni í vín. Hann hefur verið nokkuð klár og góður drengur, hann Jesús.

Vínandi og Guðsandi gleður mannsins hjarta, sé rétt með farið.

Skál, í Jesú nafni. Amen  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2014 kl. 10:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hugsa að ég fái mér í glas á páskunum, en ég ætla ekki að verða drukkin, en auðvitað getur Jesú það, því hann getur jú breytt vatni í vín, þannig að hann getur gert þetta mjög mjög ódýrt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 11:59

6 identicon

Maður fær sér nú í glas...

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 15:46

7 Smámynd: Jens Guð

  Offi,  það er gott að safna kröftum fyrir páskana. 

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 17:33

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  góður!

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 17:34

9 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  sumir brugga til að spara pening þegar þeir reyna að róa sig undir nýjustu fréttum af Viggu von Malta. 

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 17:46

10 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  vel mælt!

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 17:47

11 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þeir kunna þetta trix líka hjá Ölgerðinni;  að breyta vatni í vín.

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 17:50

12 Smámynd: Jens Guð

  Helgi,  þó það nú væri.

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 17:50

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, en með meiri tilkostnaði en Ésú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 18:22

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jesú getur núna í fyrsta sinn orðið ölvaður af því að drekka sjálfan sig. Það væri gaman að geta það, svo ekki sé talað um allan sparnaðinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.2.2014 kl. 21:42

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  vissulega rétt hjá þér. 

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 23:16

16 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  það eru forréttindi að geta orðið fullur af sjálfum sér. 

Jens Guð, 27.2.2014 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.