6.3.2014 | 00:15
Ódýrasta heimsreisan II
Í fyrradag benti ég ykkur á leið til að komast í heimsreisu fyrir aðeins brot af því sem hefðbundin aðferð kostar í beinhörðum pengingum. Uppskriftina má sjá með því að smella á eftirfarandi slóð: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1360942/ . Ferðin hófst í Evrópu. Drífum okkur þá til Ástralíu. Til þess þarf að komast yfir mauk sem heitir Vegemite. Ég veit ekki hvort að það fæst hérlendis. Ef ekki er áreiðanlega hægt að kaupa eina krukku fyrir lítinn pening í gegnum einhverja póstverslun. Vegemite má til að mynda finna á fésbók. Vegemite er smurt á ristað brauð. Með því er drukkið te og hlustað á AC/DC á meðan. Þar með ertu í Ástralíu.
Næst er það Ameríka. Byrjum á Grænlandi. Þar er það dökkt brauð úr rúgi. Heldur ljósara en íslenska rúgbrauðið. Á það er sett smjör og salami sneiðar. Á aðra brauðsneið er settur smurostur. Þessar vörur eru innfluttar frá Danmörku. Algengt er að mjólkurglas sé drukkið með og fylgt eftir með frekar bragðdaufu kaffi. Meðfram hljómar hljómsveitin Inneruulat.
Frá Grænlandi liggur leið til Kanada. Tökum einföldu útgáfuna (sleppum djúpsteiktu hálfmánunum sem súrkáli, kartöflum, ávöxtum og kjöti. Þeir eru hvort sem er bara til spari). Einfalda hversdagsútgáfan samanstendur af eggjahræru, litlum pylsum (sausage), ristuðu franskbrauði, beikoni og djúpsteiktum kartöflukökum sem kallast hash brown. Þær eru lagaðar úr stöppuðum soðnum kartöflum og formaðar í litlar kökur.
Til gamans má geta að lengi vel var í Keflavík (eða Njarðvík) veitingastaður í húsi Skeljungs þar sem nú er verslunarmiðstöð Hagkaups, Bónus og fleiri verslana. Þar var borðið upp á hash browns með mat. Á tímabili var ég með nokkur skrautskriftarnámskeið í Keflavík. Á leið minni til kennslu snæddi ég á þessum veitingastað. Bað alltaf um hasskökur með matnum (og átti við hash browns). Einn daginn sagði konan sem rak staðinn eitthvað á þessa leið: "Þetta er alveg ferlegt að þú kallir hash browns hasskökur. Ég var að afgreiða fólk hér og varð á í hugsunarleysi að spyrja hvort það vildi franskar eða hasskökur með matnum. Þegar fólkið varð undarlegt á svipinn áttaði ég mig á því hvað það hljómaði illa að kalla hash browns hasskökur."
Þetta var útúrdúr. En með kanadískum morgunverði er af nógu að taka í kanadískri músík.
Frá Kanada er stutt til Bandaríkjanna. Einkennandi þar eru svokallaðar bandarískar pönnukökur. Þær eru það sem við köllum lummur. Litlar, þykkar og sætar pönnusteiktar lummur. Ofan á þær nýsteiktar er sett stórt smjörstykki sem bráðnar yfir þær. Síðan er sýrópi hellt yfir í svo miklu magni að það flýtur yfir lummurnar og út á diskinn. Á allra síðustu árum er vinsælt að hafa súkkulaðibita í lummunum.
.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 4
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 1158
- Frá upphafi: 4136298
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 969
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Kíkjum við í Skagafirði, þar sem Skagfirska efnahagssvæðið grasserar auðvitað í frummynd sinni, þó að nú stjórni það reyndar öllu Íslandi og utanríkisstefnunni þá alveg sérstaklega. Mér skilst að ekkert fari þar á diska fólks nema að það sé frá Kaupfélagi Skagfirðinga og frá skagfirskum bændum sem Þórólfur kaupfélagsstjóri á og gerir út að gamalli sovéskri fyrirmynd. Á diskana fer súrt slátur, hrútspungar, taðreykt hangikjöt og heimaræktaðar kartöflur. Mjólkurmetið er auðvitað eingöngu frá KS, enda er þetta líklega eina sveitarfélagið á landinu sem hefur tekist að halda Bónus og Hagkaup utan við sitt efnahagssvæði, þó svo að Hagkaup eigi vissulega rætur sínar að rekja til Skagafjarðar. Yfir borðhaldinu fer fólk svo með borðbænir og þakkar Þórólfi kaupfélagsstjóra að Norður-Kóreaskri fyrirmynd og þakkar honum fyrir hvern þann dag sem það fær að tóra og þjóna honum og sptjátrungum hans.
Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 08:34
Skemtileg ferðasaga Jens, það er virkilega gaman að ferðast svona og kynnast hinum ýmsu matarháttum þjóða og hlusta á góða músik.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2014 kl. 11:27
Stefán, þetta er góð greining á skagfirska efnahagssvæðinu.
Jens Guð, 6.3.2014 kl. 22:27
Ásthildur Cesil, takk fyrir það.
Jens Guð, 6.3.2014 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.