Ökuníđingur á göngugötu

  Ţađ varđ uppi fótur og fit ţegar bláum fólksbíl var ekiđ glannalega eftir göngugötunni Strikinu í Kaupmannahöfn.  Göngugatan er jafnan trođfull af gangandi vegfarendum kvölds og morgna og um miđjan dag.  Ţađ var kraftaverki nćst ađ enginn lenti alvarlega fyrir bílnum.  Bíllinn rakst ţó utan í einhverja án eiginlegra slysa.  Til bjargar varđ ađ vegfarendur flúđu á harđaspretti ćpandi í allar áttir og vöruđu ţannig ađra vegfarendur viđ.  Ţeir forđuđu sér međ ţví ađ skutla sér eins og til sunds úr vegi frá bílnum sem var á töluverđri ferđ. 

  Einhverjir hringdu á lögregluna.  Hún var fljót ađ finna ökuníđinginn.  Bíllinn var nefnilega kyrfilega merktur skemmtistađnum Skarv í Kaupmannahöfn.  Sá skemmtistađur er einskonar fćreyskt félagsheimili,  rekiđ af Fćreyingum, sótt af Fćreyingum og býđur iđulega upp á "lifandi" fćreyska tónlist.  Grćnlendingar sćkja einnig stađinn í nokkrum mćli.  Lögreglan gómađi ökuníđinginn ţegar hann var um ţađ bil ađ renna í hlađ viđ Skarv.  Ţađ fylgir sögunni ađ frá bílnum hafi tónlist U2 hljómađ "á fullu blasti".

  Samkvćmt Föroyjaportalinum undrast bílstjórinn lćtin í dönsku lögreglunni út af ţessu.  Honum ţykir "skide danskurinn" hafa fariđ offari án tilefnis.  GPS stađsetningatćki bílsins vísađi honum inn á göngugötuna.  Ţaulvanur ţví ađ aka vandrćđalaust eftir göngugötunni í Ţórshöfn í Fćreyjum til ađ komast í Café Natur ţótti honum ekkert athugavert viđ ađ bruna eftir göngugötu í Kaupmannahöfn.  "Ég get ekki gert ađ ţví hvađa leiđ GPS tćkiđ valdi ţegar ég keyrđi eftir Strikinu til ađ komast í Skarv,"  segir ökumađurinn.   

skarv.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ljósmyndin er samsett.

  -------------------------

  Tvö fćreysk lög krauma nú undir vinsćldalista Rásar 2.  Ţađ eru Far Away međ Eivöru og Freaks međ Lailu av Reini.  Flott lög og full ástćđa til ađ styđja ţau til frama á vinsćldalista Rásar 2:  http://www.ruv.is/topp30

 l


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heitir eftir fuglategundinni Skarfa sýnist mér af myndinni ađ dćma

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2014 kl. 23:53

2 Smámynd: Jens Guđ

  Helga,  ţetta er áreiđanlega rétt hjá ţér.  Ég kann ekki dönsku en giska á ađ ţetta sé danskt orđ.  Á fćreysku heitir sjófuglinn skarvur. 

Jens Guđ, 7.3.2014 kl. 00:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.