Fjöriđ hefst á ţriđjudaginn

 

   Laila av Reyni er fćreysk tónlistarkona,  fatahönnuđur,  stílist og innanhúsarkítekt.  Hún er hátt skrifuđ á öllum ţessum sviđum.  Til ađ mynda hefur hún ítrekađ hannađ fatnađ á fulltrúa Danmerkur í Miss World;  einnig á Eivöru og fleiri stjörnur.  Á undanförnum árum hefur Laila veriđ ţekkt bakraddasöngkona í Fćreyjum.  Á síđasta ári sendi hún frá sér plötu međ frumsömdu efni.  Platan fékk afskaplega lofsamlega dóma og var tilnefnd til fćreysku tónlistarverđlaunanna FMA 2014. 

  Núna er Laila stödd á Íslandi,  međal annars til ađ fylgjast međ tískusýningu í Hörpu.  Hún ćtlar líka ađ stíga á stokk og syngja fyrir Íslendinga.  Hljómleikarnir bera yfirskriftina "Litli Íslandstúrinn 2014 * 1. - 5. apríl".  Međ í för er fćreysk-íslenski dúettinn Sometime.  Hann er skipađur Rósu Ísfeld oog Danna,  kenndum viđ Maus.

  Fjöriđ hefst ţriđjudaginn 1. apríl í Lucky Records á Rauđarárstíg.  Ţađ er ekki aprílgabb.  Hljómleikarnir byrja klukkan 16.30 og standa til klukkan 18.00.  Ókeypis ađgangur.  

  Nćstu hljómleikar eru fimmtudaginn 3. apríl í Café Rosenberg viđ Klapparstíg.  Ţeir byrja klukkan 21.00.  Miđaverđ er 2000 kr.

  Daginn eftir,  föstudaginn 4. apríl,  fá Akranesingar ađ njóta skemmtunar.  Ţá eru hljómleikar í Gamla Kaupfélaginu.  Ţeir standa frá klukkan 23.00 til 03.00.  Miđaverđ er 2000 kr. í forsölu en 2500 viđ hurđ.

  5. apríl er "Langur laugardagur" í miđbć Hafnarfjarđar.  Ţá er opiđ hús í Fjörukránni á milli klukkan 13.00 til 17.00.  Margt er ţar um ađ vera á vegum Menningar & listafélags Hafnarfjarđar,  Norrćnu Ferđaskrifstofunnar,  Hönnunar í Hafnarfirđi o.fl.  Bođiđ verđur upp á ýmsar uppákomur,  fćreyskt smakk,  glađning fyrir börn og sitthvađ fleira,  ásamt ţví sem seldar verđa nýbakađar vöfflur og kaffisopi.  

  Klukkan 18.30 er í bođi,  fyrir ađeins 5000 kr.,  fćreysk veislumáltíđ og lokahljómleikar "Litla Íslandstúrsins".  Heimsfrćgur fćreyskur stjörnukokkur,  Birgir Enni,  töfrar fram bestu fiskisúpu í heimi,  matreiđir lamb og fleira góđgćti.  Í leiđinni frćđir hann gesti um leyndarmáliđ á bakviđ veisluna.  

  Hljómleikarnir hefjast klukkan 21.30.  Ef einungis ţeir eru sóttir er miđaverđ 2000 kr.      

 

litli Íslandstúrinn 1.-5. 2014


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.