30.3.2014 | 20:59
Boltaleikir eru hættulegir
Um daginn var sýnt í sjónvarpi frá blönduðum bardagaíþróttum. Íslendingur, Gunnar Nelson, tuskaðist við útlending. Viðureignin stóð í örfáar mínútur. Á þeim stutta tíma bankaði Gunnar olnboga í andlit útlendingsins. Einhverjir töldu sig sjá örla fyrir blóði á andliti útlendingsins. Mörgum var illa brugðið. Þótti ofbeldið yfirgengilegt og ekki til fyrirmyndar. Sumir gengu svo langt að vilja banna sjónvarpsútsendingar af bardagaíþróttum af þessu tagi. Aðrir töldu nóg að útsendingin væri stranglega bönnuð börnum og unglingum. Einungis rígfullorðið fólk hefði þroska til að virða fyrir sér ofbeldið.
Út af fyrir sig er gott að fólk sé gagnrýnið á ofbeldi. Ofbeldi er ekki til eftirbreytni fyrir leikmenn, fremur en áhættuatriði í kvikmyndum.
Einu íþróttir sem ég fylgist með eru bardagaíþróttir, bæði box og blandaðar. Vissulega eru átök á milli keppenda. En það eru strangar leikreglur. Til að mynda má ekki sparka í pung eða pota í augu. Keppendur virða það. Líka áhorfendur.
Því er ólíkt farið með boltaleiki. Að vísu fylgist ég ekkert með þeim. Hinsvegar kemst ég ekki hjá því að verða var við gríðarlegt ofbeldi í boltaleikjum og í kringum þá. Það er ekki þverfótað fyrir myndum og myndbrotum af blóðugum boltaleikmönnum og áhangendum, öskrandi þjálfurum, slagsmálum, punghöggum og svo framvegis. Ósjaldan enda boltaleikir í allsherjar óeirðum, brotnum stólum og öðrum bareflum. Boltaleikir eru hættulegir. Þeir eru hættuleg ofbeldisíþrótt. Ekki aðeins fyrir óharðnaða áhorfendur sem þurfa að horfa upp á ofbeldið heldur enn fremur fyrir leikmenn. Ef þeim er ekki sparkað út og suður á leikvellinum, lamdir í svaðið og það allt þá eru þeir myrtir ef þeir standa ekki undir væntingum. Þannig er farið að afgreiða þá í Lýbíu og fleiri löndum. Í N-Kóreu eru þeir hýddir. Er mér sagt. Reyndar þrætti s-kóreskur hermaður sem ég hitti í Noregi fyrir það. En hann er ekkert endilega áreiðanleg heimild.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Spil og leikir | Breytt 31.3.2014 kl. 00:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 31
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 1049
- Frá upphafi: 4111534
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 879
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Kannski vantar skák aðra hverja lotu. Þar með eru blönduðu bardagaíþróttirnar orðnar virðulegar.
Eins og einhverjir boxarar höfðu vit á:
http://en.wikipedia.org/wiki/Chess_boxing
Grrr (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 22:55
Það er hægt að finna bæði fyndnar og svo líka ljótar ljósmyndir úr fótboltaleikjum, en almennt er fótbolti milli góðra knattspyrnuliða meira í ætt við listsköpun. Það er miklu meira ofbeldi í pólitík og við þurfum ekki að leita langt til að finna fyrir grófu andlegu ofbeldi stjórnmálamanna. Hér níðist Framsóknarflokkurinn t.d. á öryrkjum, láglaunafólki og leigjendum með því að koma þessu fólki hverki til hjálpar og sniðganga það alveg. Á meðan moka þeir skattfé í stóreignafólk sem fór óvarlega í fjárfestingum í græðgi sinni. Já, Framsóknarmenn taka sér það leyfi að ríkisvæða einkaskuldir og það með hjálp Sjálfstæðisflokksins af öllum. Ef slíkar aðgerðir eru ekki ofbeldi, þá er ofbeldi bara ekki til.
Stefán (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 08:38
Ætli hluti VG eigi ekki metið í ofbeldinu,þá ég við Steingrím og öll Samfylkingarelitan,sem nýddist á samráðherra fylkingarinnar. En sammála að fótbolta má líkja við listsköpun,að mínum dómi, skyld skák þar sem mestu skiptir að gera áætlun um fléttur,þar sem taflmenn eru brálifandi fólk.
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2014 kl. 10:47
Var ekki einn boltamaður drepinn í Finnlandi í gær eða fyrradag?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 15:56
Og bloggin þín hættulega góð!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2014 kl. 18:00
Það er alltaf ákveðið hlutfall mannskepnunar fávitar. Skiptir ekki máli í hverju það er. Jafn vanþróuð á vissum sviðum og fyrir 2000 árum.
Valgeir (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 20:19
Grrr, góð hugmynd!
Jens Guð, 31.3.2014 kl. 20:43
Stefán, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 31.3.2014 kl. 20:45
Helga, það er erfitt að meta hver toppar hvern.
Jens Guð, 31.3.2014 kl. 20:47
Ásthildur, jú, eða hvort að það var í Svíþjóð.
Jens Guð, 31.3.2014 kl. 20:47
Sigurður I.B., alltaf góður!
Jens Guð, 31.3.2014 kl. 20:48
Valgeir, þetta er rétt hjá þér.
Jens Guð, 31.3.2014 kl. 20:48
Held að þetta hafi verið í Finnlandi en sá sem var drepinn var svíi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 23:30
Sá er var myrtur var sárasaklaus Stokkhólmsbúi er varð fyrir árás meintra aðdáenda Helsingjaborgar. Átti voðaatburðuinn sér stað langt frá vellinum og fyrir leikinn.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2014 kl. 11:02
Já, þetta var víst þannig að sænskur 4ra barna faðir var drepinn í Finnlandi út af boltaleik.
Jens Guð, 9.4.2014 kl. 00:17
NEI! Þetta er svo mikið bull. Hvernig getur leikur eins og MMA eða BOX sem snúast báðir um að meiða andstæðinginn sem mest verið hættulegri en fótbolti. Bolltaleikir eins og rugby eða ameriskur fótbolti geta alveg verið frekar hættulegir en alls ekki fótbolti. Dæmin sem þú gefur hér fyrir ofan eins og slagsmál, óeirðir og að einnhver meiðist illa gerist kanski í 1 leik af 20. En td. í boxi þar sem annar leikmannanna rotast í næstum hverjum leik það er ofbeldi. Mikill munur á þeirri íþrótt og fótbolta. Hefurðu einhvertíman horft á fótboltaleik. Ég held að þú vitir ekkert um hvað þú ert að tala. Öskrandi þjálfarar það er líka bara lélegt dæmi á ofbeldi, hvernig á leikmaður sem er 90 metera frá þjálfaranum að heyra í honum ef hann öskrar ekki. Fótbolti er líka besta og vinsælasta íþrótt í heimi. Áfram K.R.
fotbolltierbestaiþrottiheimi (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 18:33
Fotbolti..., ég lék mér í fótbolta upp á hvern dag sem krakki og unglingur. Hinsvegar þykir mér ekkert gaman að horfa á fótbolta. Uppistaða af þeim sem sækja slysavarðsstofu Borgarspítalans eru boltaspilarar. Þegar flett er upp á íþróttsíðum dagblaða á netsíðum er allt morandi í meiðslum boltaspilara. Tékkaðu á heimildarmyndum um breskar boltabullur. Þær tala sínu máli. Ljótu máli.
Jens Guð, 11.4.2014 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.