4.4.2014 | 01:03
Óhollur matur sem er hollur
Fátt tekur meiri breytingum í áranna rás en kenningar um hollustu og óhollustu hinna ýmsu matvæla og drykkjar. Margt sem var hollt í gær er óhollt í dag. Annað sem var óhollt í gær er hollt í dag. Inn í umræðuna blandast kenningar á borð við það að litlu máli skipti hvernig hádegisverður er samsettur. Ennþá minna máli skipti hvernig morgunmatur er samsettur. Öllu skipti hvað sé í kvöldmatinn. Líkaminn vinni léttilega úr öllu sem neytt er fyrir klukkan 15.00 á daginn. Það þurfi hinsvegar að gæta að því sem látið er inn fyrir varir um kvöldið.
Af matvælum sem áður voru talin óholl en eru í dag holl má nefna: Egg, beikon, kartöflur, súrdeigsbrauð, mjólkur-jógúrt, heitt kakó og kaffi.
Tökum dæmi: Egg innihalda mikið af kólesteróli. Fyrir það hafa þau verið hædd og smánuð. Kölluð lífshættulegar kólesteról-sprengjur sem beri ábyrgð á fjölda hjartasjúkdóma.
Í dag liggur fyrir að kólesteról skiptist í vont kólesteról og gott kólesteról. Eggið inniheldur góða kólesterólið. Það styrkir hjartað og margt fleira. Stútfullt af vítamínum, steinefnum og allskonar. Öflug vísbending um hollust eggs er að það getur breyst í unga. Heilbrigðan unga með gott hjarta.
Það má líka nota spælt egg fyrir húfu.
Lengi hefur því verið haldið á lofti að matvæli tapi öllum vítamínum, steinefnum og næringarefnum við hitun í örbylgjuofni. Hvert fara þessi efni? Nú er búið að komast að því. Þau safnast saman í neðra vinstra hornið í ofninum. Það eina sem þarf að gera er að grípa með lúkunni utan um ósýnilega hrúguna og strá næringarefnunum yfir matinn.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1034
- Frá upphafi: 4111559
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 870
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Nákvæmlega Jens - Var að lesa í dag að samkvæmt ýtarlegri könnun eru grænmetisætur líklegri til að fá krabbamein en aðrir. Þannig að þetta fölleita yfirbragð grænmetisætna bendir til þess að þær ættu að hella sér út í eggja og beikonát og slíkt ofurfæði.
Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 14:41
http://www.theguardian.com/science/2009/jul/01/vegetarians-blood-cancer-diet-risk
Ósk (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 15:51
Ég hætti að hlusta á matvælasérfræðinga, þegar þeir komu með það að lýsi væri óhollt. Hef síðan bara hlustað á minn eigin skrokk, hvað mér líður vel með að éta og hvað mig langar í.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2014 kl. 16:50
Stefán, það er víst heilmikil kúnst að vera grænmetisæta með hraustlegt útlit. Bítillinn George Harrison var lagður inn á sjúkrahús vegna næringarskorts eftir að hann afmarkaði fæði sitt við grænmeti. Aðrir sleppa fyrir horn vegna þess að þeir halda að kjúklingur sé grænmeti, samanber íslensk grænmetisæta sem sagði að uppáhaldsmaturinn sinn sé kjúklingasalatið á tilteknum veitingastað. Hún sagðist vera alveg vitlaus í það.
Jens Guð, 4.4.2014 kl. 22:17
Ósk, takk fyrir þetta. Það er stöðugt verið að endurskoða og leiðrétta allt svona.
Jens Guð, 4.4.2014 kl. 22:18
Ásthildur Cesil, líkaminn er nokkuð naskur á að kalla á þau efni sem hann þarfnast. Forfeður okkar sem þömbuðu lýsi höfðu ekki þekkingu á því hvað lýsið var þeim nauðsynlegt til að verjast beinkröm. Sjálfur finn ég fyrir mikilli löngun í C-vítamínríka ávexti rétt áður en ég kvefast. Þá hefur kvefbakterían náð mér en einkennin ekki komin fram. Líkaminn kannast við hættuna og gargar á C-vítamín til að styðja varnarkerfið í baráttunni framundan.
Jens Guð, 4.4.2014 kl. 22:28
Ég tek undir með Ásthildi,mér hefur reynst best að fara eftir því sem maginn er ánægður með. T.d. var hann farinn að kvarta yfir of mikilli kaffidrykkju,einn bolli af sterku kaffi eftir morgunnmat er hann ánægður með og láta það nægja yfir daginn. Franskarkartöflur vill hann ekki og ekki gos. best þykir honum einfaldur matur,t.d soðin fiskur, kartöflur og smjör eða lifur. Rúgbrauð, smjör og lambakjöt. Skyr, rjómi og bláberjasulta.
Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2014 kl. 22:40
Já að kunna sitt magamál er málið. Þess vegna þykir mér afar leitt, þega verið er að pína börn til að klára matinn sinn, sem þeim var skammtaður á diskinn, eða kalla það matvendni þegar börn vilja ekki eitthvað sem ekki hentar þeim. Ég er nefnilega alveg viss um að líkamin krefst þess sem vantar í næringuna. Þegar maður fer í þann gírinn að endilega vilja nákvæmlega borða þetta eða hitt, og maður veit ekki af hverju, þá er líkaminn að heimta það sem vantar upp á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2014 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.