Páskar í Vesturheimi - IV

   

  Um páskana var kvikmynd Baltasar Kormáks,  Contraband,  sýnd í bandarísku sjónvarpi.  Hún var margspiluđ á hverjum einasta degi.  Ţađ var gaman ađ sitja í setustofu fullri af ferđamönnum frá ýmsum löndum og fylgjast međ ţeim horfa á ţessa ágćtu mynd.   Allir virtust kunna vel viđ myndina.  Engin óskađi eftir ţví ađ skipta um sjónvarpsrás.  Fólk sem rambađi inn í salinn eftir ađ myndin byrjađi beiđ í lok spennt eftir byrjuninni til ađ horfa á frá upphafi.

  Fátt er um almennilegt drykkjarvatn í Bandaríkjunum.  Í búđum er hćgt ađ kaupa vatn.  Ein tegundin ber af,  Icelandic Glacial.  Ţađ er besta og ferskasta vatniđ.  Ađ auki í töff hannađri flösku.  Eins og nafniđ gefur til kynna er vatniđ rammíslenskt.  Ţađ er gaman ađ sjá Icelandic Glacial í bandarískum matvöruverslunum.

ícelandic glacial

 

 

 

  Ég reikna međ ađ unglingar á kassa í bandarískum stórmörkuđum á borđ viđ Walmart séu lágt launađir.  Svo gott sem allir eru hörundsdökkar stelpur ţó ađ blökkumenn séu lágt hlutfall af íbúafjölda,  í ţessu tilfelli Washington DC.  Stelpurnar eru kurteisar og kunna sína rullu.  

  Á hverjum degi keypti ég mínar Budweiser-kippur.  Afgreiđsludaman tók fram ţunnan gegnsćjan plastpoka og spurđi:  "Má bjóđa ţér annan poka?"  Á ţví var ćtíđ ţörf.  Pokarnir eru ţađ haldlitlir ađ ţeir bera ekki ţunga.   Eitt kvöldiđ hljóp óvćnt í mig galsi.  Í stađ ţess ađ jánka öđrum poka spurđi ég:  "Hvađ í ósköpunum ćtti ég ađ gera viđ annan poka?"

  Afgreiđsludaman svarađi um hćl:  "Ég veit ţađ ekki,  herra.  Verslunarstjórinn segir ađ ég eigi alltaf ađ spyrja ađ ţessu."

  Í annađ skipti var afgreiđsludaman greinilega á sínum fyrsta vinnudegi.  Margt vafđist fyrir henni ţegar hún afgreiddi ţá sem voru á undan mér í röđ.  Ţegar röđ kom ađ mér bađ daman um persónuskilríki.  Ég hváđi.  Daman útskýrđi:  "Ţú ert ađ kaupa áfengan bjór.  Ég ţarf ađ ganga úr skugga um ađ ţú hafir aldur til ţess."

  Ég (nćstum sextugur):  "Ókey.  Er ég dálítiđ barnalegur í útliti?"

  Hún:  "Ţetta er bara regla.  Allir sem kaupa áfengan drykk verđa ađ sýna fram á ađ ţeir hafi aldur til ţess."

  Ég rétti dömunni vegabréfiđ mitt.  Hún fletti upp í ţví og las ábúđafull upphátt:  "08-05-1956.  Já, ţetta er í lagi."     

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband