Stóra rafrettusvindlið

rr chesterfields
  Framleiðsla og sala á sígarettum hefur lengst af verið góður bissness.  Sígarettuframleiðendur eru öflugur þrýstihópur í Bandaríkjum Norður-Ameríku og víðar.  Hann hefur farið sínu fram með því að "kaupa" rétta fólkið inn í stjórnsýslunni.
 
  Hægt og bítandi hefur samt þrengt að sígarettuframleiðendum.  Og um leið að reykingafólki.  Forræðishyggjufólk hefur komist upp með að banna reykingar hér og þar.  Það má ekki reykja í flugvélum.  Ekki inni á veitingastöðum.  Ekki hér og ekki þar.  Samt hefur ekki tekist að sýna fram á að reykingar séu verulega skaðlegar.  Að minnsta kosti ekki nógu skaðlegar til að banna þær alfarið.  Þær eru meira eins og óhollusta sykurs,  hvíts hveitis og McDonalds.  Meira óhollar en hollar.
 
  Sem dæmi um hvað sígarettuframleiðendur eru sterkur þrýstihópur í Bandaríkjum Norður-Ameríku má nefna að eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York voru settar strangar reglur um hvað má og hvað má ekki hafa með sér í flugvél.  Til að mynda má ekki hafa með sér drykki,  sjampó eða handsprengjur.  Fyrst mátti ekki hafa með sér kveikjara.  Því banni var fljótlega aflétt.  Þökk sé sígarettuframleiðendum.
 
  Á síðustu árum hefur verið illa þrengt að sígarettuframleiðendum á auglýsingamarkaði.  Hérlendis má ekki auglýsa sígarettur.  Í Bandaríkjum Norður-Ameríku má ekki auglýsa sígarettur hvar sem er.  Til að mynda ekki í ljósvakamiðlum.
 
  Þá dúkkuðu skyndilega upp svokallaðar rafrettur.  Þær líta út eins og venjulegar sígarettur.  Þær má reykja hvar sem er.  Þær má auglýsa hvar sem er.  Þær eru markaðssettar sem tæki til að reykja án þess að reykja alvöru sígarettur.  Þær má auglýsta hvar sem er.   Fallegt fólk er sýnt í auglýsingum reykja rafrettur.  Það er töff að reykja rafrettur.   Því er slegið upp sem "frelsi" að reykja hvar sem er (rafrettur).     
 
  Í fljótu bragði virðist sem áróður fyrir rafrettum sé átak gegn því að reykja venjulegar sígarettur.  Þegar betur er að gáð þá eru það sígarettuframleiðendur sem standa á bak við rafretturnar.  Þetta er klók markaðsaðferð sígarettuframleiðenda til að viðhalda ímynd um að það sé töff að reykja.  Til lengri tíma hættir enginn að reykja þó að hann skipti tímabundið yfir í rafrettur.  Þetta er plat.  Vel heppnað markaðstrix sígarettuframleiðenda.      
   
rafrettur freedom
 Nú eru auglýsingatímar sjónvarpsstöðva uppfullir af myndarlegu fólki með sígarettu í munnviki.  Það eru engin aldursmörk á kaupum á rafrettum.  10 - 12 ára krakkar kaupa sér rafrettur.  Og þykir töff að totta þær.  Það er aftur komið í tísku að reykja sígarettur.
 
  
 
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.