Lögregluþjónar í vondum málum

  Fönix - eða réttara sagt Phoenix - er höfuðborg Arizona ríkis í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þetta er jafnframt fjölmennasta borg Arizona.  Nú eru tveir lögreglumenn þar í borg í vondum málum.  Þeir voru á vakt þar sem þeir áttu að sitja inni í lögreglubíl,  drekka kaffi og maula kleinuhringi,  og vera tilbúnir að sinna útkalli.  

  Innra eftirlit lögreglunnar stóð lögreglumennina að því glóðvolga að spila Olsen, Olsen á vaktinni.  Vissulega drukku lögreglumennirnir samviskusamlega sitt kaffi og mauluðu kleinuhringi með glassúr.  En þeir biðu ekki nógu einbeittir og vakandi eftir útkalli á meðan þeir spiluðu Olsen, Olsen.  Þeir hafa verið leystir frá störfum í lögreglunni tímabundið á meðan lögregluyfirvöld í Fönix ráða sínum ráðum og ákveða hvað skal með löggur sem spila Olsen, Olsen.  Lögregluþjónar um gervöll Bandaríki Norður-Ameríku fylgjast spenntir með framvindu mála - á milli vonar og ótta.  Niðurstaðan mun setja fordæmi.  

   

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Lögregla,dómstólar, dómarar og stór hlut almennings í Arizona vinna utan venjulegs réttarkerfið. þeir lifa að stórum hluta á að reka fangelsi og vei þeim sem koma inn í fylkið og hósta á vitlausum stöðum. Einn góður norðmaður tók vitlausa beygju á móti einstefnu sem var skyndilokuð og fékk 7,5 ára dóm fyrir það. Geta má þess að hann var sem við köllum "minnimáttar" og á erfitt með að tjá sig í réttri röð. Auðvitað varð mikið uppsteyt í USA og Noregi, en hann situr ennþá inni núna eftir 3 ár. Þarma næmi ég Arizonabúa á einu bretti og geri ég þá rétt eftir mikla skoðun á þessu fólki.

Eyjólfur Jónsson, 6.5.2014 kl. 07:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þarna getur heppnin oft skipt sköpum. Við Helga vorum í kvikmyndatökuferðalagi í Arizona og þeystum áfram eftir nær óbyggðri sléttinunni á leyfilegum hraða, 60 mílum (96 km).

Ekki langt framundan voru vegamót þar sem við ætluðum að beygja til austurs inn í frægan dal, Monumental Valley og vorum einmitt að breiða kortið út fyrir framan okkur og tókum ekki eftir skilti, sem setti hraðann niður í 30 mílur, af því að við vorum að detta inn í smáþorpið "Dúfulæk", "Dove Creek".

Erum við þá ekki stöðvuð af Sheriffnum eða lögreglustjóranum á Dúfulæk sem gat að sjálfsögðu refsað okkur grimmilega.

En hann sýndi ástandinu skilning sjáandi kortið útbreitt á hnjám okkar útlendinganna, þó einkum hnjám konu minnar, áminnti okkur en sleppti við sekt.  

Ómar Ragnarsson, 6.5.2014 kl. 10:27

3 identicon

Enda eru fangelsin oft í einkaeigu í USA.

Sjálfkrafa verður þetta að fyrirtæki sem að verður að skila inn gróða.

Það að borgarar séu stilltari á milli ára er ekki gott fyrir reksturinn á fangaiðnaðinum.

Að búa til glæpamenn gefur af sér, fyrir nokkra útvalda.

Það þarf að uppfylla ákveðinn kvóta á kostnað almennings.

Minnir svolítið á kvótakerfi á eyju.

Grrr (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 20:26

4 Smámynd: Jens Guð

  Eyjólfur,  takk fyrir fróðleikinn.  Mér skilst að það sé meiriháttar mál fyrir Norðanmann (yankee) að lenda í löggunni þarna. 

Jens Guð, 6.5.2014 kl. 23:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  miðað við þær sögur sem ég hef heyrt frá Arizona þá hafið þið hitt á lögreglustjóra í einstaklega góðu skapi. 

Jens Guð, 6.5.2014 kl. 23:28

6 Smámynd: Jens Guð

   Grrr,  góðir punktar,

Jens Guð, 6.5.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.