Brýnt að afgreiða Geirfinns og Guðmundarmálið fyrir fullt og allt

  Flestum sem kynnt hafa sér svokallað Geirfinns- og Guðmundarmál er ljóst að það er ljótur blettur á réttarfarssögu Íslendinga.  Í því máli voru framin dómsmorð.  Ungt fólk var saklaust dæmt til margra ára fangelsunar eftir glæpsamlega langa einangrunarvist og pyntingar.     

  Öll afgreiðsla á GG-málinu var rugl og della frá A-Ö.  

  - Geirfinnur hvarf.  Margir Íslendingar hafa horfið.  Í mörgum tilfellum hefur seint og síðar meir komið í ljós að þeir hurfu af slysförum.  Í öðrum tilfellum er líklegast að um slys hafi verið að ræða.  

  - Dæmi er um að horfinn Íslendingur,  formlega skráður dáinn,  hafi birst mörgum árum síðar á Íslandi eftir langa dvöl erlendis.  

  - EKKERT bendir til þess að Geirfinnur hafi verið myrtur.  Hinsvegar eru vísbendingar um að hann hafi farið í sjóinn.  Hundur rakti spor hans að klettasnös við sjóinn.  

  - EKKERT bendir til þess að Guðmundur hafi verið myrtur.  Hann sást síðast óstöðugur og verulega ölvaður í miðbæ Hafnarfjarðar.  Hugsanlega féll hann í sjóinn.  Hugsanlega gekk hann út fyrir Hafnarfjörð og varð úti.  Hraunið er felulandslag.  Það var einmitt ein dellukenningin um meint morð á Geirfinni að líkið hafi verið falið um aldur og ævi í hrauninu.     

  - Frumrannsókn á hvarfi Geirfinns var della frá A - Ö.  Eitt dæmið er að hringt var í hann frá Hafnarsjoppu í Keflavík.  Afgreiðsludömur þar voru ekkert hafðar með í ráðum með framvindu rannsóknar á hvarfinu.  Ekki einu sinni þegar gerð var leirstytta af hugsanlegum þeim sem hringdi í Geirfinn.  Þess í stað var teiknara sýnd ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni.  Hann var beðinn um að teikna mynd af Magnúsi og styttan var gerð eftir teikningunni.    

  - Afgreiðsludömurnar sáu ekki að sá sem hringdi væri líkur neinum sem síðar voru dæmdir morðingjar Geirfinns.   

  - Unglingarnir sem dæmdir voru morðingjar GG þekktu hvorugan og engar vísbendingar eru um þ-að þeir hafi þekkt neitt til þeirra.

  - Unglingarnir sem dæmdir voru morðingjar GG máttu sæta gríðarlegu harðræði í glæpsamlega löngu gæsluvarðhaldi og einangrun.   Þar á meðal var pyntingum beitt,  óhóflegri lyfjagjöf og svo framvegis.  Jafnvel nauðgun.  

  - Nákvæmlega EKKERT bendir til þess að unglingarnir sem dæmdir voru morðingjar hafi átt nein samskipti við GG.  

  Það er nauðsynlegt og áríðandi að GG-málið verði afgreitt á þann hátt að sakborningar verði opinberlega sýknaðir.  Jafnframt að greint og skilgreint verði hvernig staðið var að allri þeirri dellu sem skilaði dómsmorðum.  Ekki endilega til þess að sækja til saka þá sem frömdu dómsmorð.  Miklu frekar til þess að læra af mistökum fortíðar.  Fyrst og fremst til þess að koma skikkan á að rétt sé rétt og ranglæti verði upplýst og leiðrétt.  Samt má alveg halda til haga ógeðfelldum viðhorfum

  Ég man ekki hvaða drullusokkur,  dómari sem hafnaði upptöku á GG-málinu,  rökstuddi í sínum hroka afstöðuna með þeim orðum að Sævar og félagar væru ekki neinir kórdrengir sem hefðu verið sóttir í fermingarveislu. 

http://mal214.blog.is/blog/mal214/

 

 


mbl.is „Ég viðurkenndi að hafa drepið Geirfinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rannsókn þessara mála og svo dómar voru hneyksli og skömm fyrir íslenskt réttarríki. Rannsakendur voru vandræðalega vonlausir amatörar og svo var málið líka pólitískt frá upphafi. Vissir hlutar þess tengdust Framsóknarflokknum, ekki bara það að dómsmálaráðherra var Framsóknarmaður. Þar með er ég ekki að gefa í skyn að Framsóknarflokkurinn hafi tengst einhverjum glæpum þarna, ef þá einhverjir glæpir voru yfir höfuð framdir í kring um þessi tvö mannshvörf. Hins vegar voru dómsmorð framin. Allir þeir huglausu drullusokkar sem það gerðu og eins pyntingasveitin í Síðumúlafangelsinu ættu að stíga fram og biðja alla hluthafandi og þjóðina afsökunar á framferði sínu.  Þingmaðurinn Vilmundur Gylfason sakaði Framsóknarmanninn Ólaf Jóhannesson, sem þá var dómsmálaráðherra, um að hafa haft óeðlileg afskipti af Geirfinnsmálinu.

Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 09:03

2 identicon

Sævar var með fjarvistarsönnun í Guðmundarmálinu, enda undir sérstöku eftirliti Fíknó vegna gruns um smygl.

GB (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 10:22

3 identicon

Sævar og Erla kíktu á sýningu á Kjarvalsstöðum, þar sem Kristján Pétursson var meðal gesta, áður en þau brunuðu til Keflavíkur á Bjöllu á120 km. hraða, til að drepa Geirfinn í Slippnum.....

GB (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 10:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega þarf að koma þessu máli á hreint og hreinsa nöfn þeirra sem þarna urðu fórnarlömb réttvísinnar. Þekkti ágætlega til Sævars, hann var heimagangur hjá tengdaforeldrum mínum þegar hann var ungur, og var vinur mágs míns. Hann var að vísu brotinn eins og svo margir fíklar eru, en hann var ljúfur sem lamb og hefði aldrei getað drepið neinn. Hann er einn af þeim sem kerfið sveik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2014 kl. 11:01

5 identicon

Þessir dómarar eru oft ansi furðulegir.

Eins og með þessa hópnauðgun nýverið, gerendurnir eru á vappi eftir nokkrar nætur

Grrr (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 11:21

6 identicon

"Ég man ekki hvaða drullusokkur, dómari sem hafnaði upptöku á GG-málinu, rökstuddi í sínum hroka afstöðuna með þeim orðum að Sævar og félagar væru ekki neinir kórdrengir sem hafi verið sóttir í fermingarveislu. "

Mér sýnist þú vera að vísa í þetta:

"Sérstakur saksóknari sem skipaður var við meðferð Hæstaréttar á beiðni Sævars um endurupptöku málsins, Ragnar Hall, sagði háðslega þegar þeirri beiðni var hafnað að þetta væru svo sem ekki neinir kórdrengir sem hefðu verið sóttir í fermingarveislu."

Guðmundur Andri Thorsson

Fréttablaðið, 2011

http://www.sigurfreyr.com/geirfinns-og-gudmundarmal/

Grrr (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 11:27

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Margt sérkennilegt í þessu. Td. bara það, að það eru ekki nægilega miklar vísbendingar í byrjun sem réttlæta það, að gefa sér það sem grunn að hvarf nefndra einstaklinga hafi borið að með saknæmum hætti.

Eins og með Geirfinn, að það er engu líkara en rannsakendur hafi viljað beina rannsókn í þann farveg. Gefa sér það nokkurnvegin eða fullvissa sig um að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti.

Jú jú, eg get alveg fallist á að það eru hugsanlega 1 til 2 vísbendingar um það - en á móti kemur að vísbendingar eru margar um að svo þurfi ekkert endilega að vera.

Þetta er eitt höfuðatriði við Geirfinnsmálið. Enn í dag eru flestir sem gefa sér að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti. Staðreyndin er að það er alls ekki hægt að gefa sér það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.5.2014 kl. 13:43

8 identicon

Geirfinnsmálið er komið í sama flokk og galdrabrennurnar. Það verður ekki tekið upp nema eftir þeim lögum og reglum sem í gildi voru þegar dæmt var. Og ýmislegt sem tíðkaðist þá en er bannað nú verður ekki dæmt ólöglegt eða rangt. Ekki er annað að sjá en að í Geirfinnsmálinu hafi dómar verið eftir þeim leikreglum sem í gildi voru á þeim tíma og engin ný gögn hafa komið fram sem hnekkt geta þeim dómum, því er ástæða endurupptöku vandséð. 

Vagn (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 17:18

9 identicon

Kynntist Sævari lítilega eftir þetta allt. Góður drengur og ljúfur. Enginn sem brotið er á, eins og í hans tilfelli, myndi reyna að hreinsa sitt mannorð eins og hann gerði í mörg ár, nema vera saklaus. Þeir sem brotið hafa af sér og vita uppá sig sökina þegja og þakka fyrir að vera ekki í fjölmiðlum. Hann reyndi eins og hann gat til þess að hreinsa sitt mannorð, en ekki á hann hlustað. Skömm sé öllum þeim sem að þessu máli komu. Hvíl hann í friði.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 19:11

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán, mikið rétt.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:06

11 Smámynd: Jens Guð

GB, einmitt. Þetta er eitt af mörgum atriðum sem sýna hvaða rugl var í gangi.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:07

12 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, það var ógeðslegt að fylgjast með því hvernig fangaverðir, lögreglumenn og aðrir komu fram við Sævar. Hann var pyntaður; laminn, honum "drekkt", meinað svefns, dælt í hann lyfjum o.s.frv. Hann var skaðaður til lífstíðar af illri meðferð í fangelsi.

Ég get varla talið að ég hafi þekkt hann. Áður en GG-dæmið kom upp keypti ég af honum bjór smygluðum ofan af Keflavíkurvelli. Síðar dvaldi hann hjá Önnu frænku á Hesteyri. Þá ræddum við stundum saman í síma. Af öllum ógæfumönnum sem dvöldu á Hesteyri hafði Anna mest dálæti á Sævari. Hann var henni afskaplega góður og henni góður félagsskapur. Þau sungu saman heilu og hálfu kvöldin (og Sævar spilaði undir á gítar). Þau spjölluðu mikið saman. Bæði í léttum dúr og heimspekilegum vangaveltum. Anna sýndi engan áhuga fyrir því að kynna ættingjum sínum og vinum aðra vistmenn á Hesteyri en Sævar. Þegar Sævar var hjá henni hringdi hún í ættingja og gaf símtalið iðulega yfir til Sævars. Það leyndi sér ekki í spjalli við hann og spjalli við Önnu að þeim þótti virkilega vænt um hvort annað.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:19

13 Smámynd: Jens Guð

Grrr, takk fyrir þetta.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:19

14 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, góður punktur og réttur.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:21

15 Smámynd: Jens Guð

Vagn, ég er þér ósammála. Ótal atriði hnekkja dómunum. Sum nefni ég í færslunni.

Núna þegar blasir við að rangt var haft við - og dómar byggðir á rugli - er ófært að búa til friðhelgi á forsendum þess tíðaranda sem ríkti á áttunda áratugnum. Þvert á móti er áríðandi að kippa málinu inn í nútímann. Fyrst og fremst vegna þess að dómsmorð voru framin í gamla daga.

Berum þetta saman við þá tækni sem kennd er við DNA. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa tugir fanga verið sýknaðir eftir að DNA kom til sögunnar og tekur af allan vafa um að þessir fangar eru saklausir.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:29

16 Smámynd: Jens Guð

Sigurður K., ég kvitta undir hvert orð.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 00:29

17 identicon

Þú nefnir reyndar ekki neitt dæmi í þinni færslu sem hnekkir dómnum. Til þess þarft þú að sanna sakleysi ótvírætt. 7 dómarar Hæstaréttar sáu ekki neinar nýjar upplýsingar sem unnt var að staðfesta með sönnunargögnum eða neitt það sem líklegt væri til þess að hafa breytt niðurstöðunni þegar þeir höfnuðu endurupptöku 1997. Þegar dómur er fallinn þarf að sanna sakleysi til að endurupptaka komi til greina. Það nægir ekki að benda á galla við rannsókn ef það sannar ekki sakleysi. Að efast um sekt er heldur ekki sönnun á sakleysi.

Ég var ekki að tala um friðhelgi á forsendum tíðaranda. Ég var að tala um það að um þetta mál allt gilda lög þess tíma. Það á við um öll mál og það væri fáránlegt að ætla sér að taka upp öll gömul mál í hvert sinn sem lög breytast.

Það er rétt að Í Bandaríkjum hafa tugir fanga verið sýknaðir eftir að DNA kom til sögunnar. En DNA eru ný gögn, engu svoleiðis er til að dreifa í þessu máli.

Rangt var haft við...að vissu leiti miðað við núgildandi lög - og dómar byggðir á rugli....við getum kallað það rugl í dag, en á þeim tíma var það fullnægjandi til sakfellingar samkvæmt lögum.

Vagn (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 02:50

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg saga um þau tvö Sævar og Önnu, þetta hafa ef til vill verið hans bestu tímar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2014 kl. 12:23

19 identicon

Þessu máli er löngu lokið, þ.e. með dómum hæstaréttar. Allt þetta fjaðrafok og moldvirði er ekki til neins nema að ýfa upp sár aðstandenda G og G. Skammist ykkar.

Jón (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 16:48

20 Smámynd: Jens Guð

Vagn, það sem ónýtir dómana er fyrst og fremst að ekkert bendir til þess að Geirfinnur og Guðmundur hafi verið myrtir.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 20:38

21 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, það er alveg klárt að dvöl Sævars á Hesteyri var bæði honum og Önnu góðir tímar. Enda dvaldi hann þar oftar en einu sinni í lengri tíma.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 20:46

22 Smámynd: Jens Guð

Jón, máli lýkur ekki þegar dómsmorð er framið. Þá verður það fyrst alvarlegt sakamál.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 20:50

23 identicon

Það þarf að sanna að þeir hafi ekki verið myrtir til að ónýta dómana. Möguleikinn nægir ekki til sönnunar og sönnunin er það sem þarf. Það þarf ný gögn, gamlar vangaveltur eru ekki ný gögn.

Vagn (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 22:41

24 Smámynd: Jens Guð

Vagn, jú, til að sakfella fólk fyrir morð þarf að liggja fyrir að morð hafi verið framið.

Jens Guð, 17.5.2014 kl. 22:57

25 identicon

Nei, til að sakfella fólk fyrir morð þarf að sannfæra dómara um að morð hafi verið framið. Þú sleppur ekki þó ekkert lík finnist. Síðan er öllum frjálst að vera ósammála dómurum en það gefur ekki tilefni til endurupptöku.

Komi ekkert nýtt fram er dómur Hæstaréttar endanlegur. Þó öll þjóðin væri ósammála Hæstarétti breytti það engu. Til að fá endurupptöku þarf eitthvað nýtt að koma fram sem hefði komið í veg fyrir sakfellingu. Það má setja þetta upp þannig að endurupptaka fæst ef þú hefur gögn sem hefðu komið í veg fyrir sakfellingu hefðirðu ferðast aftur í tímann og lagt þau fyrir dómarana.

Vagn (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 14:00

26 Smámynd: Jens Guð

Jæja, Vagn. Bara alltaf í boltanum og svona. Þetta er orðið þref hjá okkur. Í GG málinu hafa alltaf af og til komið upp ný gögn. Síðast dagbók Tryggva Rúnars. Þar fyrir utan hafa mannréttindadómsstólar erlendis stundum ógilt dóma Hæstaréttar Íslands.

Jens Guð, 18.5.2014 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband