Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Vonarstrćti

 - Handrit:  Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson

vonarstrćti

 

 - Leikstjóri:  Baldvin Z

 - Leikarar:  Ţorvaldur Davíđ Kristjánsson,  Hera Hilmarsdóttir,  Ţorsteinn Bachman,  Sveinn Ólafur Gunnarsson,  Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir,  Theódór Júlíusson...

 - Einkunn: ****1/2   

  Myndin segir frá lífi ţriggja persóna.  Til ađ byrja međ er hún hćg og sumt óljóst.  Ţegar fram vindur skýrast hlutir.  Ţá áttar mađur sig á ţví hversu vel heppnađur fyrsti hlutinn er.  Ţar eru persónurnar kynntar,  ein á eftir annarri.  Síđan fléttast líf ţeirra saman.  Ţá verđur jafnt og ţétt ris í framvindunni.   Spennan magnast.  Myndin nćr sterkari og sterkari tökum á áhorfandanum.  Heldur honum ađ lokum í heljargreipum.

  Ţrátt fyrir óljósan grun um ţađ hvernig hin og ţessi sena muni ţróast ţá nćst ađ hlađa upp stemmningu ţar sem mađur vonast til ađ hafa rangt fyrir sér.  Ađ bíói loknu sitja persónur og ađstćđur ţeirra eftir í höfđi manns eins og gamlir kunningjar.  Ađ ţví leyti virkar myndin pínulítiđ eins og heimildarmynd.  Líka vegna ţess ađ hún vísar í marga raunverulega atburđi sem viđ könnumst viđ í ađdraganda bankahrunsins.  Ţađ er gengiđ svo langt ađ lúxussnekkja í Florida,  í eigu íslenskra bankstera,  er látin heita Víking í myndinni.  Ţar er bođiđ upp á "geđveikt partý", áfengi, kókaín og vćndiskonur.    

  Ýmsar ţekktar og raunverulegar íslenskar persónur smellpassa viđ persónur í myndinni.    

  Persónurnar ţrjár sem sagan snýst um eru Sölvi,  Eik og Móri.  Sölvi er fyrrverandi knattspyrnustjarna sem gerist bankster.  Eik er leikskólakennari á daginn og vćndiskona ţess fyrir utan.  Móri er frćgur rithöfundur og alki.   Hann fćr ađ segja fyndnustu setningarnar.  Er orđheppinn og djúpur.  Megas kom oft upp í huga undir meitluđum tilsvörum Móra.   

  Ţau sem leika Sölva (Ţorvaldur Davíđ Kristjánsson),  Eik (Hera Hilmarsdóttir) og Móra (Ţorsteinn Bachman) vinna hvert um sig stórkostlegan leiksigur.  Ţau eru frábćrlega trúverđug.  Myndin er trúverđug.  Samtöl eru eđlileg,  ólíkt ţví sem hrjáir margar íslenskar kvikmyndir.

  Myndin öll,  hvort sem er leikur, handrit, taka eđa annađ,  er afskaplega vel heppnuđ í alla stađi.  Ég hvet fólk til ađ drífa sig í bíó og ná góđri kvöldskemmtun.

  Auglýsingin sem sýnir hliđarmynd af Eik er veikur hlekkur.  Hún segir ekkert.  Gerir ekkert fyrir myndina.   

    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já ég hef margt gott um ţessa mynd, og jafnvel hótun um lögbann, heggur ef til vill nćr einhverum.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.5.2014 kl. 12:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.