Kvikmyndarumsögn

 

  - Titill:  Bad neighbours

  - Leikarar:  Seth Rogen,  Zag Efron...

  -  Leikstjóri:  Nicholas Stoller 

  -  Einkunn: **

  Söguþráðurinn býður upp á gott grín:  Vitgrönn hjón í Bandaríkjum Norður-Ameríku,  nýorðin foreldrar,  flytja í fjölskylduhverfi.  Svokallað bræðralagsfélag framhaldsskóla flytur inn í næsta hús.  Svona bræðralagsfélög eru afskaplega kjánalegt.  Kvikmyndin deilir í aðra röndina á þann aulahátt.  það skerst í odda á milli hjónanna og bræðralagsins.  Um hríð gengur á með skæruhernaði;  hefndum og gagnhefndum á víxl.  Þarna hefði mátt leggja meiri vinnu í handritið.  Það er ekkert fyndið við að rusli sé hent á lóð eða vatnslögn höggvin í sundur.  Loftpúðahrekkur er hinsvegar skemmtilega útfærður. 

  Allir sem við sögu koma eru verulega heimskir.  Ekkert ótrúverðugt við það út af fyrir sig.    

  Í upphafi er grínið í stíl aulahúmors og fíflaláta.  Niðurlagskafli er dauflegur og þunnur þrettándi.  EN þar á milli slæðast með nokkrir ágætir brandarar.  Í millikaflanum vottar sömuleiðis fyrir spennu í einstaka atriði.  Allt er þetta þó fyrirsjáanlegt og myndin nær aldrei flugi.

  Engu að síður:  Ef fólk hefur ekkert annað að gera þá er upplagt að skella sér í bíó.  Það má brosa nokkrum sinnum undir þessari mynd.  Hún er ekkert leiðinleg.        

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband