4.6.2014 | 21:38
Hvað lokkar fólk í stórmarkaði?
Hver einasti stórmarkaður á Íslandi er hannaður samkvæmt vel útfærðri uppskrift. Uppskrift sem viðskiptavinurinn stendur höllum fæti gagnvart. Hann fer inn í búðina til að kaupa mjólkurfernu. Út úr búðinni fer hann með fulla poka af allskonar. Til að kaupa mjólkina þarf hann að fara innst inn í búðina. Á leiðinni þangað garga á hann freistingar úr öllum áttum. Tilboð á hinu og þessu. Lykt af nýbökuðu brauði eða heitum mat vekur upp hungurtilfinningu. Í biðröð við kassann glenna sig tyggjópakkar og ýmislegt smánammi sem kitlandi er að grípa með í leiðinni. Og Séð og heyrt eða Vikuna. Eða bæði tímaritin.
Með sérhannaðri músík (ekki tónlist. Stórmarkaðamúsík er ekki list í bókstaflegri merkingu orðsins) er hægt að auka sölu í stórmarkaði um fjórðung. Það er ótrúlega há tala.
En hvað er það sem lokkar og laðar fólk inn í stórmarkaði? Á tímabili reyndu íslenskir stórmarkaðir að búa til viðskiptatryggð með sérstökum afsláttarkortum. Eitt það fyrsta hét Samkort. Það er minnisstæðast fyrir að hafa reynst smákrimmum fjötur um fót. Tveir vitgrannir ungir menn sviku út Samkort og fóru til Flórída í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar hugðust þeir lifa eins og kóngar út á sviknu Samkortin. Þegar á reyndi kannaðist enginn í Flórída við Samkortið (sem gefið var út af Sambandi íslenskra Samvinnufélaga og gilti einungis í Kaupfélagsverslunum og Miklagarði).
Strákarnir lentu í miklum hremmingum. Peningalausir og allslausir. Þetta var fyrir daga internets, e-mails, farsíma og annarra slíkra hjálpargagna. Ég man ekki hvort að þeim tókst að hafa upp á ræðismanni Íslands í Flórída eða hvort að þeir leituðu á náðir Flugleiða. Eða kannski hvorutveggja. Einhvernvegin rataði frétt af aulagangi og örlögum þessara drengja á forsíður dagblaðanna.
Víða erlendis, kannski aðallega í Bandaríkjum Norður-Ameríku, er hægt að klippa út úr auglýsingabæklingum allskonar afsláttarmiða til að lokka fólk inn í stórmarkaði. Lítið fer fyrir þeim hérlendis. Hinsvegar eru bornir í hús hér auglýsingapésar frá ýmsum stórmörkuðum. Þeir skila einhverju. En í fjölbýlishúsum má sjá að fáir skipta sér af pésunum. Uppistaðan af þeim fer beint í ruslið. Það er dapurlegt að fylgjast með því mikla magni af ólesnum auglýsingapésum sem borið er í hús og hleðst þar upp áður en ruslatunnan tekur við öllum þessum pappír. Mikil sóun á prentbleki og pappír.
Nýjasta aðferðin til að lokka fólk inn í stórmarkaði er að bjóða upp á ókeypis kaffibolla. Sú aðferð virkar vel. Hún býr til meiri viðskiptatryggð en afsláttakort.
Markaðssetning stórmarkaða er hönnuð samkvæmt vel rannsakaðri og reyndri markaðsfræði (sem byggir á sálfræði). Framboð stjórnmálaflokka gera það einnig. Ég vann á auglýsingastofum til fjölda ára. Vann meðal annars við nokkrar vel heppnaðar kosningabaráttur margra ólíkra stjórnmálaflokka. Þekking og reynsla staðfesta orð Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, um að kosningabarátta Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi verið úthugsuð og hönnuð frá A - Ö. Út frá stöðlum markaðsfræði var kosningabarátta Framsóknarflokksins í Reykjavík vel hönnuð. Hún skilaði því sem markaðsfræðingar vissu upp á tíu fingur að virkaði. Það virkar að höfða til lægstu hvata "skrílsins". Svínvirkar ALLTAF. Hitler kunni þetta.
Hagar orðið fyrir grófum aðdróttunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt 5.6.2014 kl. 11:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 3
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 840
- Frá upphafi: 4116354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 674
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jebbb,, mæli með kaffibollanum.
Sigfús Sigurþórsson., 4.6.2014 kl. 23:53
Nú nú þú ágæti Jens,ert þú komin í þann hóp sem trúir á að Framsóknarflokkurinn hafi verið með skipulagt trykk í erminni.? Þú og ansi margir trúa þessu,og greyið hann Jón Sigurðsson,sem reynir nú að komast í sviðsljósið á ný,eftir snautlega brottför úr formennsku framsóknarflokksins,og afsettur víða í pólitíkinni,er að reyna að koma fram hefndum,kall angin.Jón var einn af ræðumönnum í Hörpu í gærdag á vegum samtaka Já sinna gagnvart ESB,en Jón þessi er gallharður afsalssinni til ESB.Jens læturðu hræra svona í þér að þú trúir öllum þeim öfgabloggum gagnvart þessu heita máli um Moskuna,þá ertu mikill enfeldningur.Jens skoðaðu politíska fortíð þessa Jóns,ef þú nennir.Hann er mikill tækisfærissinni,líkt og þaug öfl sem reyna að troða niður Framsóknarflokkin vegna ´´Mosku-málsins´´.Það eru öfl sem sýður á vegna þess að inní borgarstjórn komust tveir einstaklingar frá framsókn.Mundu það svo að aðallega snýst þetta mál um staðsetninguna á ´´Moskunni´´.Í Allah-bókinni segir svo að þeirra musteri/moska eigi að vera á áberandi stað,og það við borgarmörk,og Salman Tamimi og félagar voru búnir að skoða helling af lóðum,en þeir ákváðu að bíða þar til réttur borgarstjóri tæki við borginni,þessi lóð var sú eina sem ætíð kom til greina hjá þeim.
Númi (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 06:04
Sigfús, ég mæli reyndar ekki með kaffibollum í stórmörkuðum, sem eru oft alveg ódrekkandi og erfitt að kyngja því eins og því sem þjóðernisflokkurinn framsóknarflokkurinn stendur fyrir í dag. Elur á rasisma af verstu gerð og dregur samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni með sér ofan í forarsvað í leiðinni. Formaður þessa öfgasinnaða þjóðernisflokks kann vissulega að skipuleggja og markaðssetja ógeðfellda hluti, enda virðist hann og hjörð hans siðlaus með öllu. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi á þó heiður skilið fyrir það að sniðganga framsóknarflokkinn við bæjarstjórnarmyndun. Fleiri bæjarfélög mættu þannig taka Kópavog sér til fyrirmyndar, en þó myndi ég síðast treysta skagfirðingum til slíkra verka, enda einskonar uppspretta fyrir uppgang framsóknarþjóðernisflokksins.
Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 08:24
Sigfús, þó að ég sé lítið fyrir kaffi þá getur verið notalegt að fá heitan kaffidreitil í stórmarkaði. Einkum þegar kalt er úti.
Jens Guð, 5.6.2014 kl. 20:54
Númi, ég þarf ekkert að skoða neitt um feril Jóns Sigurðssonar. Ég þekki prýðisvel hvernig kosningabarátta er skipulögð af fagmönnum. Stjórnmálaframboð eru markaðssett á svipaðan hátt og gosdrykkir, bílar og morgunkorn: Markaðurinn er greindur af fagmönnum, markhópur staðsettur og kosningabaráttan hönnuð. Sett er saman uppskrift upp á dag. Allt miðast við að ná hámarksárangri.
EF svo ólíklega vill til að frambjóðandi, sér í lagi ef það er oddviti framboðs, misstígur sig, missir eitthvað óvænt út úr sér, eitthvað sem er ekki í uppskriftinni er snöfurlega brugðist við. Skaði af óhappinu er lágmarkaður með ýmsum ráðum. Og haldið áfram með uppskriftina.
Í tilfelli útlendingafóbíu Sveinbjargar var farið varlega af stað. Síðan var stöðugt gefið í fram á síðasta dag.
Þetta var augljóslega hönnuð atburðarrás, hönnuð af fagmönnum. Og skilaði hámarksárangri.
Ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn fiskar í gruggugu vatni.
Jens Guð, 5.6.2014 kl. 21:12
Stefán, skagfirska efnahagssvæðið gefur í.
Jens Guð, 5.6.2014 kl. 21:13
Þú semsagt tekur undir það þá að farsin hjá Jóni Sigurðssyni sé ákveðinn brella og það skipulögð.
Númi (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:41
Númi, það var atvinna mín til margra ára að markaðssetja allt frá stjórnmálaframboðum til súkkulaðirúsína. Ég lærði á sínum tíma auglýsingahönnun (graphic design) og vann við fagið. Ég vann á Auglýsingastofu Ólafs Stef sem hannaði kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á áttunda áratugnum. Ég vann á auglýsingastofunni Gylmi í upphafi níunda áratugarins. Hún afgreiddi Framsóknarflokksins. Ég vann síðar á Auglýsingastofunni SGS sem vann fyrir Alþýðuflokkinn. Ég veit alveg hvernig þessi hlutir ganga fyrir sig. Þetta eru alveg sömu vinnubrögð, sama hugmyndafræði, eins og þegar ég vann við að markaðssetja Mazda bíla eða Hrískúlur. Ég kann uppskriftina frá A-Ö.
Jens Guð, 6.6.2014 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.