Fara verður varlega að álfabyggðum

  Ég treysti ekki Ragnhildi Jónsdóttur til að túlka rétt afstöðu álfa til vegastæðis nýs Álftanesvegar í Garðahrauni.  Ég hef sannfrétt af álfum sem eru ekkert áfjáðir í að hopa vegna vegaframkvæmda.  Þeir eru eins og álfar út úr hól(i) þegar kemur að svona stóru verkefni.  Hvað með huldufólkið þarna?  Hefur það ekkert að segja?  Má vaða með skítugum skóm yfir það?  Ég veit um einn huldumann sem á huldu-Land Rover bíl.  Það kemur þessu máli ekkert við.  En huldubíllinn er góður.  Og sparneytnari en margur Land Rover.  Það munar 17%.

  Undanfarin 2 ár hefur verið unnið að byggingu Hofs (bænahúsi Ásatrúarmanna) í Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði.  Hofinu er ekki ætlað að höfða til ferðamanna.  Það er fyrst og fremst til heimabrúks fyrir íbúa í Efri-Ási.  Þeir sækja styrk til Óðins, Týs,  Þórs og allra hinna aðal guðanna.  

   Svo skemmtilega vill til að ég er fæddur og uppalinn í Hjaltadal.  Þekkti að góðu einu Sverri,  föður bóndans í Efri-Ási.  Eitt sinn sat Sverrir ásamt fleirum fyrir utan hús í Efri-Ási eftir hádegismat þegar í hlað renndi trúboði frá Fíladelfíu.  Sá tilkynnti heimamönnum að hann væri að selja guðs orð.  Sverrir spurði:  "Selur þú það eftir vigt eða orðafjölda?"  Trúboðinn snérist á hæli og brunaði burt án frekari orðaskipta.  

 


mbl.is Álfakirkjan verður færð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Eru álfar kannski menn?

Júlíus Valsson, 12.6.2014 kl. 01:19

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekki auðvelt að selja norðurljósin eftir vigt og ekki segja þau margt sem eyra nemur.  Ekki er heldur auðvelt að lesa ritverk eftir guð, þar sem lítt hefur frést af prentverki eftir hann.

Spurning Sverris bónda var því ekki bara kaldhæðni, heldur mjög rökrétt við tilkynningu hins klaufalega, ósmekklega sölumanns og vísar til spaklegra orða sumra goða.      

Hrólfur Þ Hraundal, 12.6.2014 kl. 06:27

3 identicon

Kjósendur framsóknarflokksins eru í mínum huga ekkert annað en huldumenn og álfar út úr hól.

Stefán (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 09:00

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hef aldrei áður heyrt jötuninn Ægi, holdgerfing hafsins sjálfs talinn meðal æðstu goða, hef ávalt heyrt meira af Vaninum Nirði..

...frábært að heyra að það sé hof í byggingu þó.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.6.2014 kl. 12:49

5 Smámynd: Jens Guð

Júlíus, það eru að minnsta kosti til menn sem eru álfar. Og aðrir sem eru hálfgerðir álfar.

Jens Guð, 12.6.2014 kl. 20:19

6 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur, mæl þú manna heilastur.

Jens Guð, 12.6.2014 kl. 20:20

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán, góður!

Jens Guð, 12.6.2014 kl. 20:21

8 Smámynd: Jens Guð

Einar Loki, takk fyrir ábendinguna. Ég var snöggur að leiðrétta þetta.

Jens Guð, 12.6.2014 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.