12.6.2014 | 21:42
Eru Íslendingar of bláeygir?
Fyrir nokkrum áratugum hafði aldrei verið framið bankarán á Íslandi. Sú staðreynd var svo eðlileg að enginn hugsaði út í þann möguleika að eitthvað slíkt gæti gerst á Íslandi. Svo gerðist það að maður með lambhúshettu bankaði á bakdyr í banka í Breiðholti. Þetta var eftir lokun bankans. Starfsmaður bankans opnaði dyrnar og hleypti lambhúshettumanninum inn. Hvorugur sagði orð. Starfsmaðurinn gekk út frá því sem vísu að þetta væri einhver að sækja konuna sína úr vinnu í bankanum.
Lambhúshettumaðurinn gekk að gjaldkerastúku og hrifsaði til sín alla seðlana þar. Starfsfólk bankans horfði á og hugsaði með sér: "Þetta er nú meiri grínistinn!" Svo hélt það áfram að vinna. Lambhúshettumaðurinn yfirgaf bankann. Starfsfólkið reiknaði með að hann kæmi aftur og segðist hafa verið að grínast. En það gerðist ekki. Síðan hefur ekkert til mannsins né peninganna spurst.
Löngu síðar komst starfsfólk bankans að þeirri niðurstöðu - í samráði við lögregluna - að um bankarán hafi verið að ræða. Vandamálið var það að starfsfólkið hafði eiginlega ekki veitt manninum neina athygli. Það átti í erfiðleikum með að muna klæðaburð hans eða annað. Nema að allir mundu eftir því að hann var með lambhúshettu. Einhver taldi sig hafa séð út undan sér er maðurinn hvarf út í myrkrið að göngulag hans hefði verið fjaðrandi er hann steig yfir þröskuldinn. Sá sami taldi sig hafa tekið eftir herðablöðum mannsins. Þau hafi vísað út.
Þegar ljóst var að bankaþjófurinn myndi ekki gefa sig fram af sjálfsdáðum auglýsti lögreglan eftir manni með lambhúshettu, útstæð herðablöð og fjaðrandi göngulag.
Það eina sem kom út úr því var niðurstaða aldraðrar konu sem fór - sjálfviljug - á ballettsýningu. Hún tók eftir því að göngulag sumra dansaranna var fjaðrandi. Hinsvegar var enginn þeirra með útstæð herðablöð.
Um svipað leyti tókst ungu pari að svíkja fé út úr pósthúsi. Það hringdi í pósthús og sagðist vera að hringja frá banka. Peningur hafi verið lagður inn í bankann og yrði sóttur í pósthúsið. Svo var mætt í pósthúsið og sagt: "Það á að vera kominn peningur til mín sem var lagður inn á banka." Afreiðslukonan kannaðist við það og afhenti peninga án spurningar. Það hafði aldrei hvarflað að neinum að neinn myndi misnota þetta einfalda og þægilega fyrirkomulag.
Í mars var eldri maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja á annað hundrað milljónir út úr 16 manneskjum. Í lok síðustu aldar var hann dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir samskonar brot. Þá brá svo við að hann var náðaður á þeirri forsendu að honum myndi líða illa í fangelsi. Hann væri vanur að reka hótel, tívolí, billjardstofu og sjoppu og búa við lífsstíl sem er ólíkur þeim sem stela samloku og snærisspotta. Líklegt væri að depurð myndi sækja að honum í fátæklega búnum fangaklefa.
Af dómnum í mars verður ekki ráðið annað en að maðurinn hafi síðustu áratugi verið í fullri vinnu við að svíkja fé út úr fólki. Hann vann ekkert annað. Hann þóttist vera auðmaður - og var það í raun vegna þess hve vel honum gekk að komast yfir fé annarra. Hann bauðst til að gera fólk ríkt. Það eina sem það þyrfti að gera væri að láta hann hafa allan sinn pening. Svo myndi hann sjá um rest. Ekkert gerðist annað en fólkinu var sagt að það þyrfti að láta manninn fá meiri pening svo að það yrði ennþá ríkara.
Ævintýraleg ákæra yfir Sigga hakkara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það sést best á því hvað íslendingar eru bláeygir, að þeir skuli láta öfgasinnaðan framsóknarflokk plata sig endalaust til að kjósa sig. Það felst meiri hætta í því að hafa þann flokk ( óskapnað ) við völd hér, heldur en að hafa fáeina múslima búsetta hér.
Stefán (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 08:55
Góð og skemmtileg færsla. En hvernig skyldi nú standa á því, að það er
hvergi friður fyrir bloggurum gagnvart "framsóknarhöturum" sem
kommenta um málefni sem ekkert koma færslunni við...???
Nú verð ég kallaður framsóknar-sjalli vegna þessarar athugasemdar,
þó ég hafi verið óflokksbundin í nokkur ár.
En góður pistill.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 11:54
Ábyrgð blaðamanns er mikil og vonandi gerir hann sér grein fyrir henni, þegar hann semur fyrirsögn á grein sína; Orðið "Ævintýraleg" ákæra er tímaskekkja, ómur frá þeim kjánalega tíma er hugsunarlaus glamúrvæðing sakamanna óð uppi. Ævintýralegt vísar til spennandi eða skemmtilegra atvika. Hvorugt á við í umræddu máli. Og að nota gælunafn ákærða "Sigga" er ekki fagleg blaðamennska og hefur vinalega tilvísun. Sem engin sýnileg ástæða er til hér. Spurningunni um það hversvegna blaðamaðurinn semur fyrirsögnina: Ævintýraleg ákæra yfir Sigga hakkara, er ósvarað. Hugsanleg er reynsluleysi um að kenna, eða hermikrákustíll frá úreltum tíma, sem er enn verra en venjuleg eftiröpun af hlutum sem eru í tísku.
Jón (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 12:37
Reyndar fannst Hitler við vera mátulega bláeygir og er ekki kominn þjóðerningsrembingsflokkur sem boðar einskonar þjóðernishreinsanir hér ?
Stefán (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 15:49
Hér er ekkert minnst á hvernig bankar voru afhentir vildarvinum án nokkurar greiðslu og voru svo rændir innan frá og ekki heldur hvernig ríkið ábyrgðist greiðslur innistæðna sama hversu háar þær voru, eða þá hvernig bankakerfið í dag mergsígur almenning.
Má tala um brúneygða halanegra frekar en bláeygða?
L.T.D. (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 16:54
Þetta er algjörlega óborganleg færsla Jens hahahahaha!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2014 kl. 20:59
Stefán, það er margt til í þessu.
Jens Guð, 15.6.2014 kl. 16:10
Sigurður, takk fyrir góðu orðin.
Jens Guð, 15.6.2014 kl. 16:10
Jón, þetta eru áhugaverðir punktar sem þú bendir á.
Jens Guð, 15.6.2014 kl. 16:11
L.T.D., takk fyrir að koma með þau dæmi.
Jens Guð, 15.6.2014 kl. 16:12
Ásthildur Cesil, takk fyrir það.
Jens Guð, 15.6.2014 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.