15.6.2014 | 23:28
Spaugileg prófsvör barna
Drengur þreytti próf í svokölluðum gagnfræðiskóla í Varmahlíð í Skagafirði fyrir hálfri öld. Eða því sem næst. Ein spurningin hófst á þessum orðum: "Getur þú lýst því..." Strákur svaraði: "Nei." Prófdómarinn skráði svarið rangt. Sá úrskurður skipti máli, réði því hvort að drengurinn féll á prófinu eða rétt náði. Strákur kærði niðurstöðuna. Vísaði til þess að það hefði verið spurt hvort að hann gæti lýst tilteknu fyrirbæri. Hann gæti það ekki og hefði svarað spurningunni rétt. Skólastjórinn féllst á rök stráksa og hann slapp með skrekkinn.
Í sama skóla um svipað leyti voru nemendur beðnir um að skrifa niður fyrstu hendingar kvæðisins Skúlaskeið. Það hefst á þesum orðum:
Þeir eltu hann á átta hófahreinum
og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar.
En Skúli gamli sat á Sörla einum
svo að heldur þótti gott til veiðar.
Prófdómari fylgdist með því að einn nemandi skrifaði niður ranga byrjun:
Þeir eltu hann á átta hófahreinum
og aðra tvenna höfðu þeir til vara.
En Skúli gamli sat á Sörla einum
Þarna lenti nemandinn í vandræðum með framhaldið. Hann sat og klóraði sér í kollinum. Vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar próftímanum lauk hripaði hann í skyndi niður á blaðið. Prófdómarinn var spenntur að komast að því hvort að nemandinn hefði náð áttum í kvæðinu. Honum varð á að skella upp úr er hann las hvernig nemandinn leysti þrautina:
Þeir eltu hann á átta hófahreinum
og aðra tvenna höfðu þeir til vara.
En Skúli gamli sat á Sörla einum
og vissi ekkert hvert hann átti að fara.
Í bandarískum grunnskólum er spurt á prófi: "Hvað endaði 1896?" Eitt barnið svaraði: "1895"
Þar er líka spurt: "Hvar var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkja Norður-Ameríku undirrituð?" Eitt svarið var: "Neðst á blaðinu."
Spurning: "Miranda sér ekki neitt þegar hún horfir í smásjána. Nefndu eina ástæðu hvers vegna."
Svar: "Hún er blind" Niðurstaða kennarans: "Góð ágiskun."
Vatn er skilgreint hart eða mjúkt eftir því hvað það er steinefnaríkt. Hart vatn inniheldur hátt hlutfall af steinefnum. Þarna telur nemandi að hart vatn sé ís.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Ljóð, Menntun og skóli, Spil og leikir | Breytt 16.6.2014 kl. 18:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 11
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1035
- Frá upphafi: 4111560
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 871
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Langar að bæta einu við sem ég man eftir. Spurning í kristnifræðiprófi fyrir margt löngu: Hvað gerðist á páskunum. Eitt barnið svaraði: Amma kom í heimsókn.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.6.2014 kl. 09:36
Hahahaha yndislegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2014 kl. 09:44
Man eftir því að náttúrufræðikennarinn minn í Réttarholtsskóla kom með spurningu sem var svona: Hvað heldur marglyttunni saman? Einn nemandinn sem ekki vissi svarið sagði: Sálin! Hann fékk rétt fyrir það svar. :-)
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 18:11
Sniðug samantekt eins og oft ur þínum ranni Jens.
Þó ekki hafi verið dregið til stafs vegna prófa, þá þekki ég einn eina útgáfu af Skúlaskeiði sem byrjar svona;
"Þeir eltu hann á átta vörubílum
og tvenna trukka höfðu þeir til vara
en Skúli gamli sat í jeppa sínum
og ekki var hann bensínið að spara".............
Höfundur er vel þekktur skuespiller heima á Klaka og sneri þessu kvæði svona á fermingarárinu fyrir einum fjörtíu og þremur árum síðan og kynni mér sjálsagt engar þakkir fyrir að drepa á þessu hérna á þessum vettfangi en ég gat hreinlega ekki orða bundist. Hann í raun snéri öllu heila kvæðinu upp í skoj.
Gleðilega sjálfstæðis hátíð (þarna á ég ekki við þann endemis stjórnmálaflokk sem kennir sig við sjálfstæði) heildur 17 júní og fullveldið.
Kveðja sunnan úr álfum.
Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 08:04
Þessi afbökun á Skúlaskeiði hefur verið vinsæl í gamla daga. Ég leyfi mér að efast um að þessi "þekkti skuespiller" hafi sjálfur fundið út þessa jeppaútgáfu því hana man ég eftir að hafa heyrt fyrir að minnsta kosti 47 árum síðan. Þá héldu skólapiltar á Hvanneyri henni mjög á lofti. En margt er sér til gamans gert.
Jón M. Ívarsson (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 18:38
Þeir eltu hann á átta hjóla trukk
og tvenna höfðu þeir til vara
Og Skúli sat í jeppa sínum
og vissi ekki hvert hann var að fara
villi Kristjans (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 19:43
Jósef Smári, frábær saga!
Jens Guð, 17.6.2014 kl. 20:55
Ásthildur Cesil, takk fyrir það.
Jens Guð, 17.6.2014 kl. 20:56
Aðalbjörn, snilldar svar!
Jens Guð, 17.6.2014 kl. 20:56
Hörður, sömuleiðis gleðilegan þjóðhátíðardag! Og takk fyrir skemmtilegt kvæði.
Jens Guð, 17.6.2014 kl. 20:58
Jón M., takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 17.6.2014 kl. 21:04
Villi, takk fyrir vísuna.
Jens Guð, 17.6.2014 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.