Sea Shepherd er ósvífið þjófahyski

sea shepherd
 
 
  Sea Shepherd eru bandarísk samtök herskárra aðgerðarsinna sem berjast gegn veiðum á hákörlum, hvölum, sel og hinu og þessu.  Víða um heim eru samtökin skilgreind sem hryðjuverkahópur.  Meðal "afreka" hópsins er að 1986 sökkti hann tveimur rammíslenskum hvalveiðibátum.    
 
  Paul Watson stofnaði Sea Shepherd 1977 í kjölfar þess að hann var rekinn úr Greenpeace.  Þar á bæ þótti hann of herskár og koma óorði á Grænfriðunga.  Fjöldi bandarískra auðmanna,  kvikmyndastjarna,  rokkstjarna og fleiri ausa peningum í Sea Shepherd.  Þeirra á meðal eru söngvari Red Hot Chili Peppers,  upptökustjórinn Rick Rubin og leikararnir Martin Sheen,  William Shatner og Daryl Hannah.  Samtökin njóta skattaívilnana í Bandaríkjunum.  Þau eiga vísan stuðning margra helstu fjölmiðla Bandaríkjanna.  Þar er hampað fegraðri mynd af Sea Shepherd; hópi hugsjónafólks í sjálfboðavinnu gegn gráðugum útlendingum sem myrða með köldu blóði af illmennsku krúttleg og gáfuð sjávardýr.  Dýr sem vilja synda frjáls um heimsins höf og eru stórtækari í áti á fiski en fiskveiðimenn.  Fiskurinn er hvort sem er heimskur.  Og hvalurinn étur selinn.   
 
sea shepherd blaðamannafundur
  Nú eru Sea Shepherd með átak í gangi í Færeyjum.  Markmiðið er - að sögn - að stöðva hvalveiðar Færeyinga.  Í morgun kynntu samtökin átakið á blaðamannafundi.  Færeyskir fjölmiðlar sýndu fundinum lítinn áhuga.  Það voru aðallega bandarískir fjölmiðlar sem mættu á svæðið.  
 
  Að morgni sunnudags safnaðist hópur Færeyinga á bryggjuna þar sem bátur Sea Shepherd liggur bundinn.  Einhverjir köstuðu kveðju á bátsverja.  Við það greip um sig gríðarleg hræðsla um borð.  Bátsverjar forðuðu sér niður í lúkar,  læstu kyrfilega á eftir sér og hringdu í mikilli geðhræringu í lögregluna.   Lögreglumenn mættu óðara og báðu menn um að hræða ekki líftóruna úr vesalingunum um borð.  Hópurinn tók vel í það.  Enda kirkjur farnar að hringja til messu.  
 
   Sama morgun komu nokkrir félagar í Sea Shepherd til Færeyja með Norrænu.  Færeyingur um borð tók eftir því að við morgunverðarhlaðborð stálu SS-liðarnir öllu steini léttara.  Þetta voru greinilega þaulvanir þjófar.  Þeir báru sig svo fagmannlega að.  Þeir fylltu heilu töskurnar af brauði,  smjöri,  áleggi o.s.frv.  án þess að nærstaddir yrðu nokkurs varir.  Aðferðin sem þjófarnir notuðu var að leggja kæruleysislega munnþurrkur yfir matvælin,  hinkra svo í smástund áður en þýfinu var laumað ásamt munnþurrkunni ofan í tösku.
 
sea shepherd A
 
 
  Færeyingurinn hnippti í borðfélaga sína og benti þeim á hvað var í gangi.  Þeir urðu svo dolfallnir af undrun yfir ósvífninni að þeir frusu;  höfðu ekki rænu á að gera neitt í málinu.  Einn tók þó að lokum ljósmynd af þjófunum.  Einn var þá farinn burt með troðfulla ferðatösku af þýfi.  
 
  Við hlið svarthærðu konunnar sést glitta í rauðan makka konu sem kom með stóra húfu á höfðinu en enga tösku.  Kella fyllti húfuna af mat.  Ef myndin er stækkuð (með því að smella á hana) þá má greina að svarthærða konan heldur í sína tösku undir borðinu.
 
  Maðurinn sem horfir á ljósmyndarann var nokkrum mínútum síðar kominn á barinn.  Þar reyndi hann að æsa fulla Færeyinga upp í slagsmál.  Færeyingarnir virtu hann ekki viðlits.   
 
  Í gær sigldu þjófarnir til Nolsoy.  Þar stálu þeir bjórflöskum úr verslun.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er mjög gaman að horfa á þætti á Discovery sem heita Whale Wars. Þeir eru um Paul Watson og Sea Shepard samtökin að leita uppi og bögga japönsk hvalveiðiskip. Þetta eru sprenghlægilegir þættir. Þar kemur oft og iðulega fram þegar að japanir ná einum og einum hval þá fara allir í Sea Shepard áhöfninni að gráta. Þetta er mjög fyndið og það er margt spennandi sem gerist í þáttunum. Mæli með því að þú horfir á þá. Þættirnir heita "Whale Wars".

Siggi Lee Lewis, 17.6.2014 kl. 17:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þjófapakk og glæpamenn, þar er þeim rétt lýst

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2014 kl. 17:47

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sniðugt !!!, stoltir Amerískir skemmdaverkamenn sem tíma ekki að kaupa mat og stela honum af borðum heiðarlegra Færeyinga sem kunna ekki annað en að treysta gestum sínum.

Mikill heiður fyrir Bandaríkjamenn að styðja og vernda þessa verndara alla hvala sem drepast vegna þess að þeir eru svo vitlausir að vera að flækjast fyrir Bandarískum sjómönnum. 

Það er víðar en á Íslandi sem Jón í koti er minni maður en séra Jón, þó mat sinn fái sérann frá kotinu.

         

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2014 kl. 22:24

4 Smámynd: Jens Guð

Ziggy, ég hef séð þessa þætti. Einhverja þeirra. Í einum þætti sem ég sá var reynt að varpa ljósi á báðar hliðar málsins. Það var viðtal við trommuleikara færeysku hljómsveitarinnar Týs, Kára Streymoy. En öll vinnsla prógrammsins var SS í hag. Mjög hlutdrægt dæmi.

Jens Guð, 17.6.2014 kl. 23:07

5 Smámynd: Jens Guð

Ég man ekki hver sjónvarpsstöðin var. Kannski Discovery?

Jens Guð, 17.6.2014 kl. 23:08

6 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, það er dálítið skrítið þegar útsmognir þjófar (glæpamenn) deila á siðferði sjómanna.

Jens Guð, 17.6.2014 kl. 23:11

7 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur, það orkar tvímælis að deila á siðferði Færeyinga á sama tíma og gagnrýnendur eru stórtækir og ósvífnir þjófar.

Jens Guð, 17.6.2014 kl. 23:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er víðar ógeðslegheit en í pólitíkinni á Íslandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2014 kl. 00:43

9 identicon

Ólíkt "ziggy", þá mæli ég með því að þú ímyndir þér að vera spendýr (sem þú ert) sem verður fyrir skoti.

Skot þetta flytur litla sprengju inn í, tjah..t.d. innyflin á þér.

Og hún springur.

Ímyndaðu þér það, rammíslenski maður.

bugur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 23:14

10 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, liðsmenn Sea Shepherd eru ekki til fyrirmyndar þegar kemur að siðferði.

Jens Guð, 19.6.2014 kl. 23:32

11 Smámynd: Jens Guð

Bugur, svo má spyrja um afstöðu þorksins og fleiri fiska sem hvalurinn sporðrennir í miklu magni.

Jens Guð, 19.6.2014 kl. 23:34

12 identicon

Já, auðvitað má spyrja um það!

Ertu nokkuð að drepa málum á dreif?

Fiskar eru ekki spendýr (eins og þú ert, sem geirvörtur þínar eru til sannindamerkis um).

Hvað viltu benda á næst? Hvað um alla þörungana sem allir éta?

Nefndu mér eitt og aðeins eitt spendýr sem lifir á landi og þú værir tilbúinn að fella með sprengiskutlum?

Ref? Mink?

bugur (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 22:11

13 Smámynd: Jens Guð

Bugur, ég er aðeins að vísa til þess að hvalurinn étur frá okkur fisk.

Jens Guð, 22.6.2014 kl. 06:35

14 identicon

Ég væri alveg til í að fella nokkur naut með sprengiskutlum... jafnvel ketti... sjónarspilið yrði án efa mikið þó varla yrði mikið kjöt afgangs!

Karl J. (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 13:56

15 Smámynd: Jens Guð

Karl, illa væri farið með gott kjöt.

Jens Guð, 28.6.2014 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.