Sex dauđsföll í einni hljómsveit

 

  Frá lokum blóđugrar seinni heimsstyrjaldar á fjórđa og fimmta áratug síđustu aldar varđ bandarísk tónlist allsráđandi í Evrópu og langt utan Evrópu.  Bandarískir raularar á borđ viđ Frank Sinatra og Bing Crosby fóru mikinn í útvarpsviđtćkjum heims.  1955-56 skall yfir heimsbyggđina bylgja bandarískra rokkara:  Bill Haley,  Chuck Berry,  Elvis Presley,  Little Richard,  Fats Domino...  Rokkbylgjan hvarf snögglega um og upp úr 1958.  Viđ tók bandarískt dú-vúbb og síđan twist,  limbó og eitthvađ svoleiđis.  

  1964 gerđust ţau undur og stórmerki ađ ensk unglingahljómsveit,  Bítlarnir,  lagđi óvćnt undir sig heimsmarkađinn.  Svo rćkilega ađ í júní 1964 áttu Bítlarnir öll lög í efstu sex sćtum bandaríska vinsćldalistans.  Í árslok 1964 kom í ljós ađ 60% af öllum seldum plötum í Bandaríkjunum ţađ áriđ var međ Bítlunum.  Samt voru Bítlarnir óţekkt fyrirbćri í Bandaríkjunum fram ađ vordögum. 

  Bandaríski markađurinn brást klaufalega og seint viđ ţessari óvćntu bresku innrás.  Hver markađsfrćđingurinn á fćtur öđrum í bandaríska skemmtiiđnađinum reiknađi dćmiđ vitlaust.  Til eru ótal bókanir hjá bandarískum plötufyrirtćkjum og umbođsskrifstofum frá ţessum tíma sem sýna hve illa bandaríski skemmtiiđnađurinn var tekinn í bóli.  Afneitun var algjör.  Ţví var haldiđ fram ađ Bítlaćđiđ nćđi í hćsta lagi fram ađ hausti 1964.  Í vetrarbyrjun vćru Louis Armstrong og Barbra Streisand búin ađ valta yfir Bítlana.  Ţađ myndi ekki heyrast meira í Bítlunum í Bandaríkjunum. 

  Ţessi markađsgreining gekk ekki eftir.  Ensku Bítlarnir festu sig í sessi í Bandaríkjunum til frambúđar.  Ekki nóg međ ţađ.  Bítlarnir opnuđu upp á gátt bylgju breskra rokk- og blúshljómsveita sem toppuđu bandaríska vinsćldalistann nćstu árin:  The Rolling Stones,  The Who,  The Kinks,  The Animals,  Manfred Man... Listinn er endalaus.

  Ţađ var ekki fyrr en 1965 sem bandaríski tónlistariđnađurinn játađi sig sigrađan.  Ţá var gefiđ út fyrsta bandaríska lag sem svar viđ ensku Bítlunum.  Á ţessum tímapunkti var vísnatónlist í ţjóđlagastíl mjög vinsćl í Bandaríkjunum:  Bob Dylan,  Kingston Trio,  Joan Baez,  Peter, Paul & Mary...

  Skrefiđ sem var stigiđ fólst í ţví ađ blanda saman vísnasöng eftir Bob Dylan og Bítlarokki.  Blandan var góđ og lag Dylans,  Mr. Tambourine Man, í rokkútsetningu fyrstu bandarísku bítlahljómsveitarinna,  The Byrds,  sló rćkilega í gegn.  Ţađ kom út voriđ 1965.  Til varđ nýr tónlistarstíll,  ţjóđlagarokk (folk-rock).  Lagiđ náđi 1. sćti vinsćldalista víđa um heim. 

  Vinsćldunum var fylgt eftir međ öđru Dylan-lagi,  All I really Want to do.  Ţađ náđi ekki flugi.  Ţá var leitađ í smiđju Petes Seegers,  eins ástsćlast vísnasöngvara Bandaríkjanna.  The Byrds náđu aftur ađ toppa vinsćldalista međ lagi hans,  Turn, Turn, Turn

  Nćstu ár á eftir var The Byrds ţungavigtarhljómsveit í ţróun og sögu rokksins.  Hafđi međal annars mikil áhrif á Bítlana og The Rolling Stones.  Var brautryđjandi í tónlistarstílum á borđ viđ raga (indversk-blönduđ músík),  geimrokk (space rock), kántrý-rokk,  sýrurokk,  spunadjassrokk og svo framvegis. 

  Liđsmenn The Byrds sukkuđu.  Dópuđu all svakalega og drukku sterkt áfengi af stút.  Leikar fóru ţannig ađ sex liđsmenn The Byrds féllu frá fyrir aldur fram.  Hljómborđsleikarinn Gram Parson var ađeins 26 ára er hann lauk jarđvist í kjölfar rosalegrar eiturlyfjaneyslu.

  Gítarleikarinn Clarance White dó sama ár, 1973.  Hann var ekinn niđur af ölvuđum ökumanni.  Söngvarinn,  lagahöfundurinn og gítarleikarinn Gene Clark dó fyrir aldarfjórđungi eftir langvarandi gríđarlega drykkju.  Hann fékk hjartaslag og var međ ónýtan maga.  Trommarinn Michael Clarke dó tveimur árum síđar.  Nćsti trommari,  Kevin Kelley,  dó nokkrum árum síđar.  Bassaleikarinn Skip Batten dó ţví nćst.

  Einn mesti dópisti The Byrds,  gítarleikarinn,  lagahöfundurinn og söngvarinn David Crosby,  er mörgum til furđu ennţá á lífi.  Hann hefur fengiđ ígrćdda splunkunýja lifur.  Og gott ef ekki nýru líka.  Hann hafđi gott af ţví ađ sitja í fangelsi í Texas í heilt ár vegna gríđarlega mikils magns sem hann lumađi á af dópi á borđ viđ heróíni,  kókaíni og einhverju ţannig.  Hann hresstist viđ ţađ. 

  Ég held - og vona - ađ engin önnur hljómsveit rokksögunnar hafi tapađ sex liđsmönnum yfir móđuna miklu.  Hljómsveitin starfar ekki lengur.  Nema kannski í Valhöll.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lynyrd Skynyrd hefur sennilega tapađ sex liđsmömnnum ef ekki fleiri... og starfar ţó ennţá

Björn Jónsson (IP-tala skráđ) 5.7.2014 kl. 15:18

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilega grein um The Byrds. Ţegar ţeir eru á góđu flugi jafnast fátt á viđ ţá. Í ár er fimmtíu ár síđan hljómsveitin var stofnuđ. David Crosby og Chris Hillman vilja koma saman aftur en Roger McGuinn, sem Crosby segir réttilega ađ sé 50% hljómsveitarinnar, vill ţađ ekki. Hann er sáttur viđ ađ The Byrds sé bara „góđ minning".

Wilhelm Emilsson, 5.7.2014 kl. 19:52

3 identicon

Vá, segi ég nú bara.

Takk fyrir. Ég er einn af ţessum sem hlusta og nýt tónlistar.

Hins vegar viđurkenni ég ţađ, ađ ég er ekkert svo mikiđ ađ 

kynna mér söguna á bak viđ viđkomandi hljómsveitir.

Veit eitt og annađ um Bítlana en ekki mikiđ meir.

Eins og alltaf Jens. Ţá er alltaf gaman ađ koma á síđuna

hjá ţér. Full af skemmtilegum fróđleiksmolum,

sem mađur hafđi ekki hugmynd um.

Sigurđur K Hjaltested (IP-tala skráđ) 6.7.2014 kl. 21:10

4 Smámynd: Jens Guđ

Bubbi, ţađ er sennilega rétt hjá ţér ađ sex liđsmenn LS hafi falliđ frá. Ţar af 3 í flugslysi. Ađeins einn af liđsmönnum THe Byrds féll frá af slysförum. Heildarfjđldi Byrds-liđa taldi bara 11 manns. Til samanburđar hefur kvarthundrađ talist til fullgildra liđsmanna LS.

Ţađ er ekki alveg útséđ međ ţađ hvort ađ The Byrds starfi ennţá. Til ţess er vilji hjá öllum eftirlifandi nema Roger McGuinn. David Crospy er orđinn rétthafi The Byrds nafnsins (eftir ađ Michael Clarke hrökk upp af. Hann náđí á sínum tíma nafninu eftir harđvítug réttarhöld). Ţađ er spurning hversu harđur RM er harđur á ţví ađ endurvekja The Byrds. Í áranna rás hefur hann oft tekiđ upp óvćnt samstarf viđ sína gömlu Byrds-félaga.

Jens Guđ, 6.7.2014 kl. 21:25

5 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm, í gćr horfđi ég á splunkunýja og afar vel heppnađa heimildarmynd um Gene Clark (framan af ađal lagahöfund The Byrds og söngvara). Vissulega verđur ekkert af endurkomu The Byrds án RM. Ţessir menn eru komnir á áttrćđisaldur. Hafa ţađ gott fjárhagslega og RM hefur í nógu ađ snúast sem gestur hjá allskonar stórstjörnum; allt frá Bruce Springsteen til Wilco. Ţegar Michael Clarke, rétthafi The Byrds nafnsins, féll frá, var RM nćsti rétthafi The Byrds nafnsins. RM leyfđi hinsvegar David Crosby ađ eiga nafniđ ef hann gćti gert sér eitthvađ gott úr ţví. Ţannig ađ engin óvild er til stađar.

Svo ađ ég gerist spámađur: Hugsanlega endurreisa Crosby og Hillman hljómsveitina The Byrds og fá RM til ţátttöku sem gest.

Jens Guđ, 6.7.2014 kl. 21:51

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur, bestu ţakkir fyrir góđ orđ.

Jens Guđ, 6.7.2014 kl. 21:52

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, ţetta er alveg rétt hjá ţér, Jens. Ég vissi ekki ađ David Crosby vćri núna rétthafi nafnsins The Byrds. Ţađ eru merkilega fréttir. Ég veđja samt á ađ McGuinn standi viđ orđ sín. En ţađ er aldrei ađ vita.

Wilhelm Emilsson, 6.7.2014 kl. 21:53

8 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm, á sínum tíma varđ óvild ţegar David Crosby var rekinn úr Yhe Byrds. Hann var og er frekjuhundur. Eđa svo ţađ sé nefnt međ mildara orđalagi; stjórnsamur. Svo sló hann í gegn međ Crosby, Stills, Nash & Young. Hann vissi og kunni ţegar kom ađ músík. En var ekki auđveldur í umgengni. Ţađ kom mér á óvart ađ RM framseldi honum nafniđ The Byrds. Ţađ virkar eins RM sé hlynntur ţví ađ hljómsveitin verđi endurvakin án sín.

Jens Guđ, 6.7.2014 kl. 22:38

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svariđ, Jens. Crosby hefur spurt McGuinn mörgum sinnum ađ endurlífga sveitina, en McGuinn segir alltaf nei. En McGuinn hefur líka sagt ađ ţađ sé allt í lagi ađ Crosby endurreisi The Byrds án hans. Crosby veit auđvitađ ađ ţađ yrđi ekki svipur hjá sjón. McGuinn og Hillman ráku Crosby úr The Byrds fyrir ađ vera "óţolnandi" og ef ég man rétt sagđi Crosby síđar ađ hann hafi sennilega veriđ ţađ :) En upprunalegu Byrds gáfu samt út plötu nokkrum árum síđar.

Wilhelm Emilsson, 6.7.2014 kl. 22:55

10 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm, Crosby kom aftur viđ sögu á plötu undir nafni The Byrds 1973. Ţađ er dapurlega slöpp plata. Allir á kafi í dópi og dómgreind í lágmarki. Ég man ekki alveg hvernig ţađ var ţegar ţeir gömlu félagarnir túruđu aftur síđar til ađ reyna ađ ná nafninu The Byrds af Michael Clark. Ég veit hinsvegar ađ ţeir töpuđu málinu. Ađ ţví er mig minnir ađ MC hafđi rćnu á ţví ađ skrásetja nafniđ The Byrds formlega á sig á sínum tíma í tćka tíđ. Ţađ ţarf mikiđ til ađ hnekkja lögformlegri skráningu. Hljómleikaferđ hinna Byrdsaranna dugđi ekki til.

Crosby hefur alveg fúslega játađ ađ hann sé erfiđur í umgengni; Sé frekur og stjórnsamur. En vill ţó meina ađ hann hafi oft rétt fyrir sér upp ađ ţví marki ađ stundum hafi dópneyslan ruglađ hann í ríminu. Ţađ viđurkennir hann í heimildarmyndinni frábćru um Gene Clark.

Jens Guđ, 6.7.2014 kl. 23:48

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nákvćmlega, platan The Byrds (1973) er einmitt sú sem ég átti viđ. Ég varđ fyrir miklum vonbrigđum ţegar ég heyrđi hana fyrst, á níunda áratugnum, ţá á kafi í The Byrds. Hún fékk slćma dóma og seldist illa og The Byrds fóru hver í sína áttina. Núna finnst mér platan alls ekki eins slćm og mér fannst ţá, en skil vel hvers vegna hún olli vonbrigđum.

Ég ţarf endilega ađ horfa á heimildamyndina um Gene Clark. Er einmitt ađ hlusta á „No Other" međ honum núna í iTunes!

Wilhelm Emilsson, 7.7.2014 kl. 00:40

12 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm, ţađ kemur fram í myndinni góđu um Gene Clark ađ eitthvađ fór úrskeiđis viđ gerđ plötunnar The Byrds 1973. Hljómsveitin er sögđ hafa hljómađ vel á ćfingum. Gargandi spilagleđi í gangi og ţađ allt. Allir vel dópađir. Ţegar í hljóđver var komiđ hafđi slokknađ á neistanum. Í myndinni tekur David Crosby á sig sökina. Segist hafa klúđrađ sínu hlutverki. Ég held ađ sökin liggi hjá ţeim hinum líka.

Ţađ er rétt hjá ţér ađ platan er ekki eins vond og manni fannst hún vera á sínum tíma. Í myndinni er talađ um ađ einungis 2 - 3 lög séu frambćrileg á plötunni. Ţessi plata er ekki svo vond. Nema ţegar hún er borin saman viđ bestu plötur The Byrds og Crosby, Stills, Nash & Young.

Jens Guđ, 7.7.2014 kl. 23:43

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Alveg sammála! Og takk fyrir umfjöllunina.

Wilhelm Emilsson, 8.7.2014 kl. 03:36

14 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm, takk fyrir spjalliđ.

Jens Guđ, 11.7.2014 kl. 02:53

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk sömuleiđis, Jens.

Wilhelm Emilsson, 11.7.2014 kl. 04:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband