7.7.2014 | 22:16
Til er betri og hagkvæmari lausn - ekki síst fyrir flugfarþega
Gríðarlega mikil stemmning hefur myndast fyrir því að komið verði á laggir hraðlest á suðvesturhorninu. Nánar tiltekið á milli BSÍ, Umferðarmiðstöðvarinnar við Hringbraut, og Flugstöðvar Leifs heitins Eiríkssonar í Sandgerði. Kostnaður hefur verið reiknaður út fram og til baka. Hann er ekki nema eitthvað smávegis á annað hundrað milljarðar rammíslenskra króna. Beisk reynsla segir okkur að sú upphæð sé líklegri að enda í á þriðja hundrað milljarða króna. Sem eru smáaurar í samanburði við gjaldþrot Björgúlfs.
Til er miklu ódýrari lausn. Ekki síst fyrir flugfarþega. Hún er sú að flytja Keflavíkurflugvöll til Reykjavíkur. Inn í þetta spilar að margir Keflvíkingar vilja losna við flugvöllinn. Hávaði frá flugvélum vekur keflavísks börn og fullorðna af værum blundi síðla nætur og heldur fyrir þeim vöku síðla kvölds. Gífurleg bílaumferð til og frá flugvellinum veldur mengun. Þess vegna hósta Keflvíkingar svona mikið og margir þjást af astma og ótímabærri streitu.
Með flutningi á Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur sparast risavaxnar upphæðir, bæði í íslenskum krónum og ekki síst í beinstífum gjaldeyri. Nánast allir flugfarþegar eiga leið til og frá Reykjavík. Við erum að tala um árlegan akstur fram og til baka með hátt á aðra milljón manns. Bensínið sem knýr áfram ökutækin með þennan hóp hendir gjaldeyrisforða okkar út um gluggann í bílförmum.
Fargjald með hraðlestinni er áætlað 800 til 3800 kall. Fargjaldið verður ALDREI 800 kall á þessari leið. ALDREI. Upphæðin verður nær því sem það er nú hjá Kynnisferðum, um 2000 kall (um 4000 kalla fyrir ferð fram og til baka). Það kemur sér vel fyrir fjöldann að spara þennan pening. Menn rölta bara í flugstöðina í Reykjavík. Það er hressandi.
Í dag þurfa flestir íslenskir flugfarþegar að geyma bílana sína í rándýrum stæðum við flugstöðina í Sandgerði. Er þeir snúa aftur heim frá útlöndum þurfa þeir að grafa upp úr seðlaveskinu sína síðustu 10 þúsund kallana til að ná bílnum út af stæðinu.
Verði Keflavíkurflugvöllur fluttur til Reykjavíkur þarf ekki lengur að halda keflavíkurveginum opnum með snjómokstri yfir vetrarmánuði. Það þarf ekki að halda veginum við. Samgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins leggjast sjálfkrafa af. Það þarf ekki einu sinni að hafa kveikt á ljósastaurunum við Keflavíkurveginn.
Margt fleira get ég nefnt til að sýna fram á hagkvæmni af því að flytja Keflavíkurflugvöll til Reykjavíkur. Það sem ég hef talið upp er aðeins toppurinn á ísjakanum.
Stofnkostnaður hraðlestar 100 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Ferðalög, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt 8.7.2014 kl. 19:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1058
- Frá upphafi: 4111583
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Thettad er bordliggjandi storgroda taekifaeri med hid alvitra islenska Nanny state vid stjornvoldin. Stori brodir veit alltaf best, svo ma natturulega selja sukkuladitertur a 2,700 kall sneidina a leidinni ti Reykjavikur og stort kokglas med thad verdur ad troda kokusneidinni nidur i helvitis turhestanna med hradi thar sem ferdin teku ekki nema 10 til 15 minutur.
gudmundur runar asmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 23:30
Frekar billegt og plebbalegt. Hví að vera með einhvern kotungshátt og nísku þegar hægt er að gera göng fyrir bíla og hraðlestir undir Faxaflóan frá Keflavíkurflugvelli og flytja alla Keflvíkinga í Vatnsmýrina? Hvers vegna að sætta sig við einhverjar ódýrar úr sér gengnar nítjándu aldar lausnir á tuttugustu og fyrstu öldinni? Allir verða glaðir nema nánasirnar og ekki flugvélar að trufla neinn. Það er hæpið að finnist verðugra verkefni fyrir rammíslenskar krónur, það er ekki eins og þær þoli geymslu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 00:41
Það ðþarf ekki einu sinni að leggja völlinn niður suður í Sandgerði. Hann gæti sem best verið trasnist fyrir Ameríku-stopover en láta flugfélög og farþega ákveða hvort þeir vilji nota flugfélög sem bjóða eingöngu flug frá Leifsstöð í Sandgerði eða 101 Reykjavík.
Annars er ráðuneyti Hönnu-Birnu að meina blessuðum færeyingum að stækka vélarnar sínar um 15 sæti eða sevo sem hafa lent í áratugi í Vatnsmýrinni. Hanna Birna svikarappurinn sem margir segja að verði mannanafnalagafrumvarpið hans Óttars að lögum muni hún eftirleiðis heita Hanna Birna Quisling, vegna flugvallarsvikanna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.7.2014 kl. 04:33
Góð hugmynd Stjáni. En er ekki bara ódýrast að fljúga með flugvöllinn til Reykjavíkur? Hvað heldurðu um það?
Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2014 kl. 09:50
Guðmundur Rúnar, embættismönnum þykir svoooo gaman að dunda sér við að reikna allskonar svona út. Mjög alvörugefnir á svip.
Jens Guð, 8.7.2014 kl. 22:27
Hábeinn, hvað með neðanjarðarflugvöll undir Vatnsmýri? Þá gæti innanlandsflugvöllurinn verið óbreyttur en millilandaflugið neðanjarðar.
Jens Guð, 8.7.2014 kl. 22:30
Predikarinn, ég átta mig ekki á hvað er í gangi varðandi færeyska flugið. Airbus vélin þeirra hefur lent vandræðalaust í Vatnsmýri. En þeim var sagt að hypja sig með hana suður til Sandgerðis og sækja formlega um leyfi til að fá að monta sig með svona flotta flugvél í Reykjavík.
Það er að verða hálft annað ár frá því að Færeyingar skiluðu inn formlegri beiðni um að fá að nota Reykjavíkurflugvöll áfram. Erindinu hefur ekki verið svarað - þrátt fyrir ítrekanir. Það er hneykslanleg og ósvífin framkoma af hálfu Íslendinga. Þarna er eitthvað í gangi. Eitthvað sem virðist ganga út á það að festa færeyska flugið í sessi í Sandgerði.
Jens Guð, 8.7.2014 kl. 22:37
Jósef Smári, þetta er alveg fljúgandi góð uppástunga.
Jens Guð, 8.7.2014 kl. 22:38
Þetta er ósvífið og dónalegt gagnvart færeyingum. Málið er að þeir vilja ekki fá millilandaflugið á ný til Reykjavíkur eins og var allt til 1975-80. Málið er að Reykjavíkur völlur getur tekið við hvaða stærð sem er, enda alþjóðlegur varavöllur á stóru svæði. Alþjóðlegar varúðarreglur segja víst að til að fullhlaðir Boeing 747 með fullar lestir af eldsneyti megi taka á loft þurfi að lengja brautina um 120-150 metra. Hún má þó taka á loft ef hún fyllir ekki alveg eldsneytistankana. En hún getur auðveldlega tekið á loft fullhlaðim af öllu þó varúðarreglan sé, og fer létt með það án þess að fara brautina
á enda.
Málið er að DayBeee borgarstjóri fyrr og nú sem og Hanna Birna vilja völlinn burt úr Reykjavík og ætla ekki að fara að bæta neinu hér við í stærri vélum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.7.2014 kl. 02:36
Predikarinn, takk fyrir fróðlegt innlegg.
Jens Guð, 9.7.2014 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.