8.7.2014 | 23:59
Vandræðalegar reglur sem eru bara kjánalegar
"Það verður að vera agi í hernum," sagði Góði dátinn Svejk þegar kjánalegar reglur hjá hernum bar á góma. Reglur eru til að fara eftir þeim. Því fastar og ákveðið sem farið er eftir reglunum þeim mun betri agi er á skrílnum. Fyrir mörgum árum skrapp maður nokkur á Akureyri að kvöldlagi út og færði bílinn sinn til úti á bílastæðisplani fyrir utan heimili sitt. Áður hafði gestkomandi lagt í bílastæði mannsins. Hann lagði þess vegna í annað stæði. Þegar hans bílastæði losnaði þá færði hann bílinn í það stæði. Í þann mund kom löggan að. Kallinn var ekki með öryggisbeltið spennt. Löggan sektaði kauða umsvifalaust.
Kallinn var vissulega að brjóta lög. En öryggisbeltið þjónaði engum tilgangi undir þessum kringumstæðum.
Við megum ekki tala í farsíma undir stýri án þess að nota handfrjálsan búnað. Samt hefur fjöldi rannsókna sýnt að enginn munur er á árvekni ökumanna hvort heldur sem þeir nota handfrjálsan búnað eða blaðra í síma með því að halda honum við eyra. Það er refsilaust að blaðra undir stýri allskonar vitleysu í talstöð. Það notfæra lögreglumenn og fleiri sér ótæpilega.
Ég kom við í Vínbúð. Var að kanna stöðuna á færeyskum bjór og færeyskum cider. Staðan var ekki góð í þessari Vínbúð. Þá keypti ég mér Saku bjór. Til að gera eitthvað. Á undan mér í röð við afgreiðslukassann var ungt par. Það keypti glannalega mikið af allskonar áfengum drykkjum. Ég get mér til að rauðvín hafi átt að fara út í sósuna, hvítvín yfir ofnbakaðan fiskrétt og eitthvað svoleiðis. Kannski átti að gefa blómum í blómapotti cider.
Nema það að ekki reyndist vera nægileg inneign á korti drengsins fyrir veisluföngunum. Hann bað dömuna að hlaupa undir bagga með það sem upp á vantaði. Afgreiðsludaman - sem virtist kannast við parið - sagði ábúðafull: "Það má ekki. Hún er ekki orðin tvítug. Hún má ekki borga."
Parið dró upp snjallsíma sína. Fyrir framan afgreiðslukonuna millifærði stelpan úr sínum heimabanka upphæðina sem upp á vantaði yfir á kort drengsins. Þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Afgreiðslukonan var alsæl. Hún fór eftir reglum sem henni eru settar. Þeim var framfylgt út í ystu æsar. Allir voru glaðir með málalok. En þetta var vandræðalega kjánalegt.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Breytt 9.7.2014 kl. 11:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 49
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 1474
- Frá upphafi: 4119041
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 1133
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Já. Það skal vera agi í hernum.
Árni Gunnarsson, 9.7.2014 kl. 13:09
Stundum má löggan líta til aðstæðna við beitingu sekta. Ekki allt klippt og skorið alltaf. En það má aka bifreið á bílastæði án öryggisbeltis, löggan mátti þess vegna ekki sekta kauðann á Akureyri.
71.gr. 5.mgr.: Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
Málið með símana snýst væntanlega um að ekki eru báðar hendur á stýrinu þegar talað er í síma án handfrjáls búnaðar.
En að sama skapi má líka skipta um rás á útvarpinu án refsingar, leita að nýrri rás, setja nýjan ákvörðunarstað á GPS-ið, endurstilla miðstöðina, tala við farþegana, rífast við konuna, leita að öðrum geisladisk, skipta um geisladisk, drekka kókið sitt og éta Prinsið, allt án refsingar, þó athyglin sé ekki fullkomlega við aksturinn. :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.7.2014 kl. 13:38
Vandræðalegast af öllu var auglýsinga átak vínbúðarinnar, að hvetja fólk til að versla ekki fyrir þá sem voru undir lögaldri ...
L.T.D. (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 20:08
Árni, allt þarf að vera undir "kontról".
Jens Guð, 9.7.2014 kl. 21:27
Erlingur, takk fyrir upplýsingarnar. Hugsanlega hafa lög um öryggisbelti verið rýmkuð frá því að atvikið átti sér stað á Akureyri fyrir margt löngu.
Varðandi símana þá er það áreiðanlega rétt hjá þér að þetta snúist um að hafa báðar hendur á stýri. Hinsvegar er í lagi að halda á talstöðvarhljóðnema undir stýri.
Jens Guð, 9.7.2014 kl. 21:38
L.T.D., ennþá vandræðalegra hefur verið uppátæki stjórnenda ÁTVR að banna tiltekna drykki á fáránlegum forsendum, samanber þegar embættismennirnir töldu pínulitlar teiknimyndir af nöktum fótlegg innan um blómaskrúð vera stórhættulegt klám sem myndi hvetja til kynsvalls og lauslætis. Að ógleymdu því þegar drykkurinn Motorhead var bannaður með þeim rökum að nafnið væri útlent "slang" yfir örvandi efni. Talið var veruleg hætta á því að neytendur drykks með nafninu Motorhead færu umsvifalaust í heróínneyslu.
Enn eitt dæmið var bann á páskabjór. Á umbúðum sást glitta í teiknimynd af páskaunga. Embættismenn ÁTVR töldu páksaungann leiða til þess að börn færu að hamstra páskabjórinn.
Jens Guð, 9.7.2014 kl. 21:48
Í ljósi þessara uppl. þá er það ennþá vandraæðalegra að ÁTVR opnaði útibú á Ólafsfirði í barnafataverslun ...
;)
L.T.D. (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 23:23
L.T.D., það er í ÓlafsVÍK sem vínbúðin er í barnafataverslun. Mér er sagt að það hafi haft góð áhrif. Skyndilega áttu ólíklegustu karlar erindi í barnafataverslunina og komu heim með barnagalla á krakkann (en minna bar á því að þeir gripu upp bjórkippu í leiðinni).
Jens Guð, 10.7.2014 kl. 00:14
Líklega ætti þá að starfrækja allar vínbúðir í barnafataverslunum :)
L.T.D. (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 23:44
Varðandi 71.gr. 5.mgr þá skiptir það máli hvort einstaklingur ekur á bílastæði eða milli bílastæða ef umferðargata aðskilur bílastæðin
L.T.D. (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.