12.7.2014 | 02:29
Er Ísland bráðum að skríða inn á 21. öldina?
Íslenska mannanafnalöggan er aðhlátursefni út um allan heim. Réttilega og verðskuldað. Íslenska áfengislöggjöfin er annað aðhlátursefni.
Hvað er svona merkilegt við bjór og annað áfengi að það kalli á strangari reglur umfram súkkulaði? Hvað er svona merkilegt við það að skipta um dekk á vörubíl? Aldursmörk á þeim sem kaupa áfenga drykki eru óvirk. Það vita allir. Hver sem er 14 eða 15 ára kemst léttilega yfir áfenga drykki. Í mörgum tilfellum reyndar með kaupum á landa, brugguðum í klósettskál eða við aðrar sóðalegar aðstæður.
Hvað er svona nauðsynlegt við að hafa höft og reglur um áfenga drykki? Hvers vegna er sala á áfengum drykkjum utan veitingastaða rígbundin við að ríkisstarfsmenn afgreiði það? Á hvern hátt eru ríkisstarfsmenn hæfari til að selja og afhenda áfenga drykki en aðrir?
Hvers vegna þarf að einskorða sölu á áfengum drykkjum utan veitingastaða við aldur og ríkisreknar verslanir? Það þarf ekki einu sinni að vísa til ágætrar reynslu nágrannaþjóða af sölu á áfengum drykkjum í matvöruverslunum. Bjór og vín eiga að lúta sömu frjálsu reglum og sala á súkkulaði.
Sú var tíð að mjólk og mjólkurvörur voru seldar í ríkisverslunum. Forræðishyggjumenn ottuðust að úrval á mjólkurvörum myndi hrynja ef sala á þeim yrði gefin frjáls. Einnig að verðið myndi rjúka upp úr öllu valdi. Hver er reynslan?
Sú var tíð að ríkið sá um sölu á útvarpstækjum. Forræðishyggjumenn óttuðust að úrval á útvarpstækjum myndi hrynja ef einkaaðilum væri hleypt að sölunni. Sömuleiðis að verð á útvarpstækjum myndi rjúka upp úr öllu valdi. Hver er reynslan?
Svo mikil forræðishyggja á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Mannréttindi | Breytt 16.7.2014 kl. 22:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
Nýjustu athugasemdir
- Erfiður starfsmaður: Stefán, það stemmir. jensgud 6.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Starfsmaður var ráðin til vinnu og stóð sig þokkalega. Það var ... Bjarni 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Jóhann, Nonni lærði sína lexíu af þessu. Nú tortryggir hann a... jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Nonni hefði átt að athuga með manninn sem átti að vera rafvirki... johanneliasson 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Vinur minn sem var að vinna við lyftu á Kleppi var mikill grall... sigurdurig 5.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 34
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1719
- Frá upphafi: 4109408
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1465
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það er sá munur á áfengi og bjór annarsvegar og súkkulaði að manni er hætt við að verða ölvaður af því fyrrnefnda og allt að því óökufær. En ekki af súkkulaði nema maður borði alveg helling af því (og þá er ég bara að tala um ökufærnina).
Jósef Smári Ásmundsson, 12.7.2014 kl. 09:34
Verða menn minna ölvaðir af áfengi seldu í vínbúðum átvr en ef það er selt í búðum? Ég held að við Íslendingar séum ein jafnheimskasta þjóð veraldar,,allir að hugsa um náungann,,Allir eigum við það sameiginlegt að treysta sjálfum okkur til að fara vel með áfengi en allir vitum við að "hinir" geta það ekki,,,
Alfreð (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 11:13
Það sem mun gerast ef áfengisverslun verður einkavædd er að verð hækkar og úrval minnkar. ÁTVR er rekin með 13% meðalálagningu sem dugir fyrir rekstri. Munu einkaaðilar sætta sig við 13%? Tæplega. Í flestum verslunum ÁTVR skipta tegundir tugum af hverri megingerð (bjór, rauðvíni osfrv.) Munu verða margir tugir til sölu í matvörubúðinni á horninu? Og vitaskuld þarf ekkert að fimbulfamba um að bæði ÁTVR og matvörubúðir þrífist hlið við hlið; það mun ekki verða. Skattar á áfengi munu ekkert breytast svo hækkun á álagningu mun bætast við verð áfengis.
Sem sagt; þjónusta versnar og verð hækkar. Um þetta þarf ekki einu sinni að deila svo augljóst er það.
Tobbi (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 13:42
Faustino VII, kostar rúmar 4 € (kr. 640)í matvöruverlun hér og hér sér aldrei vín á heimamanni ( bara norrænum fillibýttum). Þegar verðlag er annarsvegar þá er hugsunarháttur íslendinga út úr brenglaður. Það eina sem kemst að er okur, okur, okur, græða, græða, græða.
Það er minsta mál í heimi að hafa verðlagseftirlit á áfengjum drykkjum og þeir sem missa vinnuna hjá ÁTVR gætu fengið það starf.
Síðuhafi veltur vöngum yfir því, hvort íslendingar séu bráðum að skríða inn í 21. öldina.
Nei, það held ég ekki.
Ég man eftir ruglinu í þeim, þegar sterki bórinn var til umræðu.
Það eina neikvæða við þetta er minna úrval af bjór, en að sjálfsögðu er hægt að biðja verslunina um að panta fyrir viðkomandi.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 16:40
Held að Tobbi hafi rétt fyrir sér, einkavæðing verður alltaf græðgisvæðing, en það er ekkert að því að fá þetta í verslanir svo framalega að Græðgi verslunarmanna fái ekki að ráða ferðinni.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 13.7.2014 kl. 11:17
Jósef Smári, sá munur réttlætir ekki að áfengi sé einungis selt í ríkisreknum verslunum. Víða um heim eru áfengir drykkir seldir í almennum matvöruverslunum án vandræða. Meira að segja í búðum sem selja súkkulaði.
Jens Guð, 13.7.2014 kl. 21:17
Alfreð, ég kvitta undir þín orð.
Jens Guð, 13.7.2014 kl. 21:17
Tobbi, verð á áfengum drykkjum er ekki hærra í löndum þar sem það er selt í almennum matvörubúðum. Nema síður sé.
Hámarksálagning hjá Costco er 14%. Ekki meðalálagning heldur hámarks. Mig grunar að meðalálagning verslana á borð við Bónus, Krónuna og Nettó sé á þessu róli. Sjálfur hef ég rekið verslanir og selt margar vörur með 10 - 15% álagningu. Vörur sem endurnýja sig hratt í hillum þurfa ekki haa álagningu.
Óvíst er að heildarúrval á áfengum drykkjum muni dragast saman. Líklegra er að það dreifist. Verði minna í hverri búð fyrir sig en hinar ýmsu búðir munu sérhæfa sig. Ein verða með mesta úrval landsins á bjór. Önnur með mesta úrval hvítvíns. Og svo framvegis. Alveg eins og að sumar verslanir selja nýsoðna og heita sviðakjamma. Aðrar selja nýsoðna og heita lifrarpylsu.
Í dag eru margir þéttbýlisstaðir á landinu án áfengisverslunar. Meira að segja allt upp í 14 þúsund manna þorpið Garðabær. Þess vegna er liðið þar bara í kókaíninu. Hofsósingar þurfa að keyra alla leið til Sauðárkróks eða Siglufjarðar til að kaupa eina kippu af bjór.
Um daginn var ég í Bandaríkjunum. Fór daglega í hina ýmsu stórmarkaði. Gekk þar um hverja hillustæðuna á fætur annarri sem bar margfaldsinnum fleiri bjórtegundir en Vínbúð á Íslandi. Ég kannaði ekki með aðra áfenga drykki. Ég drekk aðeins bjór.
Hinsvegar var ég í Sviss fyrir 3 eða 4 árum. Við hliðina á hótelinu var matvörubúð. Þar var alltaf verið að kynna tiltekna rauðvínstegund. Maður fékk að skella í sig til kynningar glasi og glasi. Hvergi skorið við nögl. Flaskan kostaði 150 ísl. kr. Þetta var kynningarverð. Ég man ekki hvort að þetta var 750 ml eða líters flaska. Ég keypti nokkrar og varð alveg ringlaður. Sofnaði í öllum fötunum eftir að hafa hringt í hótelmóttökuna án þess að segja neitt og hélt línunni fram eftir nóttu. Sofnaði bara um leið.
Jens Guð, 13.7.2014 kl. 22:02
Gunnlaugur Hólm, ég hef ekki áhyggjur af græðgisvæðingunni. Matvöruverslanir eru á samkeppnismarkaði. Jú, það eru til dýrar matvöruverslanir úti á landi. Á þeim stöðum eru í dag engin Vínbúð.
Jens Guð, 13.7.2014 kl. 22:05
Valdimar, mjög líklegt er að þú hafir rétt fyrir þér með að starfsmenn Vínbúða fái vinnu hjá stórmörkuðum í kjölfar aukins frelsi í sölu á áfengum drykkjum. Hinsvegar tel ég ekki vera þörf á sérstöku verðeftirliti með vínsölum. Markaðurinn leitar jafnvægis. Þeir sem verðleggja hátt fá minni viðskipti en þeir sem verðleggja skynsamar.
Að vísu er skrítið hjá mér að halda þessu fram á sama tíma og íslensk hótel ná að selja gistinótt fyrir 1 á yfir 100 þúsund kall og ræfilsleg súkkulaðitertusneið er seld í bílförmum á 1300 kall. Konan sem selur tertusneiðina á 1300 kall sagði réttilega í viðtali að enginn sé neyddur til að kaupa bitann og að á meðan sneiðin er keypt á þessu verði þá sé hún seld á þessu verði.
Jens Guð, 13.7.2014 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.