Jón Ţorleifs og gagnrýnendur

  jon_orleifs 

  Jón Ţorleifs,  verkamađur,  var kominn hátt á sjötugsaldur er hann sendi frá sér fyrstu bókina.  Alls urđu bćkurnar eitthvađ á ţriđja tug.  Ţćr voru af ýmsu tagi.  Fyrsta bókin,  Nútímakviksetning,  var sjálfsćvisaga.  Síđan tóku viđ ljóđabćkur,  skáldsaga og hugleiđingar um stjórnmál hérlendis og úti í heimi. 

  Jón fylgdist mjög vel međ ţjóđmálum.  Hann las öll dagblöđ fram og til baka og gćtti ţess ađ ná flestum fréttatímum í útvarpi.  Á sjónvarp sagđist hann ekki horfa ótilneyddur.  Ég man ekki hver ástćđan var.  Hinsvegar gaf systir mín Jóni sjónvarp - ţrátt fyrir mótbárur Jóns og fullyrđingar um ađ hann myndi ekki einu sinni stinga tćkinu í samband.  Nokkrum dögum síđar átti mágur minn erindi til Jóns.  Kallinn kom seint til dyra vegna ţess ađ hátalari sjónvarpsins var hátt stilltur.     

  Eins og vera vill međ einyrkja sem gáfu sjálfir út fjölritađar bćkur og sáu sjálfir um sölu var á brattan ađ sćkja.  Árlega koma út um 500 íslenskar bćkur.  Fjölrituđu bćkurnar mćta afgangi hjá fjölmiđlum og bókaverslunum.

  Jón var töluvert kjaftfor í bókum sínum ţar sem viđ átti.  Líka reyndar í samtölum viđ fólk sem hann taldi sig eiga vantalađ viđ.  Eins og oft er međ yfirlýsingaglađa ţá var Jón afskaplega viđkvćmur fyrir gagnrýni.  Nútímakviksetning fékk lofsamlegan dóm í tímaritinu Stéttabaráttunni.  Eitthvađ var samt nefnt sem hefđi mátt betur fara.  Jón einblíndi á ţá athugasemd og var afar ósáttur.  Hann túlkađi gagnrýnina sem hnífstungu í bakiđ.  Tímaritiđ Stéttabaráttan vćri ómerkilegt málgagn stéttasvikara og kjölturakka Gvendar Jaka. 

  Jón fékk mikla og vaxandi andúđ á ţeim sem skrifađi dóminn.  Fann honum allt til foráttu nćstu árin.  Jón velti sér upp úr dómnum árum saman.

  Nćst birtist dómur í dagblađinu Ţjóđviljanaum um ljóđabók eftir Jón.  Fyrirsögnin var "Heiftarvísur".  Jóni var illa misbođiđ.  Hann gekk međ dóminn útklipptan í vasanum til ađ vitna orđrétt í hann.  Svo fletti hann upp á einhverri vísu í bókinni sem var alveg laus viđ heift,  las hana og spurđi:  "Hvar er heiftin?"  Í kjölfariđ orti Jón nokkrar níđvísur um ţann sem skrifađi dóminn.  Og skilgreindi viđkomandi sem leigupenni Gvendar Jaka.

  Jóni gekk illa ađ koma bókum sínum inn í bókaverslanir.  Einhver eintök voru keypt af bókaverslun Máls & Menningar.  Eintökin voru falin á bak viđ ađra bókatitla í hillu.  Umsókn Jóns um inngöngu í Rithöfundasambandiđ var fellt.  Nokkrir félagsmenn beittu sér hart gegn inngöngu Jóns.  Fór ţar fremst í flokki Guđrún Helgadóttir,  ţáverandi alţingiskona.  Ţađ var ţess vegna ekki úr lausu lofti gripiđ ađ Jón upplifđi sig sem ofsóttan.  Í ađra röndina fannst Jóni upphefđ af ţví.  Hann sagđi:  "Ţađ er merkilegt hvađ vissum ađilum telja sig stafa mikil ógn af skrifum mínum.  Ég hef sannleikann mín megin.  Ég er ađ afhjúpa glćpamenn.  Auđvitađ skjálfa ţeir og bregđast til varnar."

  Ţrátt fyrir andstöđuna og "ţöggun" náđi Jón ađ selja alveg upp í 600 eintök af stakri bók.  Flest til fólks sem Jón hitti á förnum vegi.  Hann var međ árangursríka sölutćkni.  Sagđi fólki frá nýjustu bók sinni.  Spurđi:  "Myndi ţetta vera bók sem ţú hefđir gaman af ađ lesa?"  Svariđ var oftast:  "Já, já. Alveg ţess vegna."  Nćsta spurning:  "Viltu eintak af henni?  Ég er međ eintak hér í vasanum.  Ţú mátt fá ţađ."  Svo dró Jón eintakiđ upp úr vasanum,  rétti viđmćlandanum og hélt áfram ađ spjalla.   Sá setti bókina í vasa sinn eđa ofan í töskuna sína.  Ţegar ţeir kvöddust sagđi Jón:  "Ţetta er ekki nema 2000 kall.  Rétt fyrir prentkostnađi."

  Ég varđ mörgum sinnum vitni ađ svona samtali og sölu.  Ţetta hljómađi fyrst eins og Jón ćtlađi ađ gefa eintakiđ.  Ţegar hann svo rukkađi ţá var viđmćlandinn kominn í erfiđa stöđu međ ađ hćtta viđ. 

  Jón fór međ eintak af bók til Ellerts Schram sem var ritstjóri dagblađsins Vísis.  Ellert lofađi Jóni ađ hann myndi sjálfur lesa bókina og skrifa dóm um hana.  Ekkert bólađi á ţví vikum saman.  Jón gekk ţá aftur á fund Ellerts og krafđist skýringar á svikunum.  Ellert fór í bunka á skrifstofuborđi sínu.  Ţar var bókin ofarlega.  Ellert veiddi hana úr bunkanum og sagđi ađ röđin vćri alveg ađ koma ađ bókinni.  Jón kippti bókinni eldsnöggt úr hendi Ellert sem dauđbrá viđ og spurđi:  "Hva? Ertu ađ rífa af mér bókina sem ţú gafst mér?"   Jón svarađi:  "Ég vil ekki ađ neinn ţurfi ađ snerta bók sem hefur fariđ um ţínar lúkur."  Svo reif Jón bókina í tvennt,  henti rifrildinu í gólfiđ og stormađi burt.   

------------------------

Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1403663/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband