Boltaleikjamenn eru einhverfir

 

  Atvinnumenn í boltaleikjum eru ekki þekktir fyrir háa greindarvísitölu.  Þvert á móti þá tjá þeir sig í viðtölum í innihaldslausum og yfirborðskenndum klisjum.  Þegar boltaleikjamaður er beðinn um að spá fyrir um það hvernig leikur hans liðs muni fara er algengt svar:  "Við ætlum að gera okkar besta."  Í alvöru?  Ætlið þið ekki að gera ykkar næst besta til tilbreytingar?

  Algengur fylgifiskur atvinnumanna í boltaleikjum er óstjórn á skapi.  Þeir tryllast af minnsta mótlæti;  sparka, bíta, kýla, stanga og garga ókvæðisorð, líkt og þeir séu andsetnir. 

  Nú hefur sænsk rannsókn leitt í ljós að þrátt fyrir að boltleikjamenn skori ekki hátt á almennu greindarvísitöluprófi þá búi þeir yfir sérgáfu.  Hún felst í því að geta á sekúndubroti reiknað út aðstæður á vellinum og brugðist rétt við af eðlishvöt.  Á þessu sviði búa þeir yfir ofurgáfum langt umfram annað fólk.  

  Í tímaritinu PLoS One er ekki gengið svo langt að fella þetta undir Asperger heilkenni.  En það segir sig samt eiginlega sjálft að um einhverfu er að ræða.  Með fullri virðingu fyrir einhverfum einstaklingum og engri vanvirðingu í þeirra garð.  Þeir búa iðulega yfir ofurgáfu á einhverju sviði.   Þannig er það í tilfelli atvinnumanna í boltaleikjum.   

 


mbl.is 11 handboltadrengir horfnir á Jótlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háskólanám er einnig orðið að " innihaldslausum og yfirborðskenndum klisjum " engu skárra en boðskapur biblíunnar

Allar mótbárur um " öðruvísi " kenningar eru afgreiddar sem rugl, bull eða samsæriskenningar.

" Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn "

Allar rannsóknarniðurstöður liggja fyrir hjá evrópuþjóð sem var áratugum á undan íslendingum að virkja raforku með jarðhita, samt gleyptu íslendingar við því að við værum frumkvöðlar á því sviði ...

HVER ÚTBJÓ ÞESSA LYGI?

L.T.D. (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 04:31

2 identicon

"þá búi þeir yfir sérgáfu. Hún felst í því að geta á sekúndubroti reiknað út aðstæður á vellinum og brugðist rétt við af eðlishvöt. Á þessu sviði búa þeir yfir ofurgáfum langt umfram annað fólk."

Tilgangslausari "hæfileiki" er vandfundinn.

Grrr (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 07:45

3 Smámynd: Jens Guð

L.T.D., góðir punktar hjá þér.

Jens Guð, 15.7.2014 kl. 00:50

4 Smámynd: Jens Guð

Grrr, ég er svooo sammála.

Jens Guð, 15.7.2014 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband