Japanskt og spaugilegt

  Japönum þykir margt einkennilegt og spaugilegt í siðum og hegðun Íslendinga.  Okkur þykir jafnframt margt einkennilegt og spaugilegt í menningu og siðum Japana.  Japanskur stjórnmálamaður sem varð uppvís að spillingu grét með hljóðum af innlifun í japanska sjónvarpinu.  Þannig viðbrögðum eigum við ekki að venjast af íslenskum stjórnmálamönnum.  Þegar þeir eru staðnir að spillingu rífa þeir kjaft og kenna öðrum um um.  Sá japanski sagði af sér eftir grátkastið.  Íslenskir stjórnmálamenn segja ekki sjálfviljugir af sér.  Þeir örfáu íslensku sem hafa sagt af sér hefur í raun verið sparkað úr embætti af öðrum. 

  Fyrir einhverjum áratugum kom hópur japanskra ferðamanna til Íslands.  Þegar þeir versluðu í Fríhöfninni í flugstöðinni í Keflavík lögðu þeir frá sér peningaveski á meðan úrvalið var skoðað.  Mörgum veskjum var stolið.  Áreiðanlega af Íslendingum.  Þetta kom Japönum í opna skjöldu. Í Japan er seðlaveskjum ekki stolið.

  Leikurinn endurtók sig á Hótel Esju.  Þar dvöldu Japanirnir.  Þeir sem ennþá voru með sitt seðlaveski lögðu það frá sér á klámbekk hér og þar á hótelinu.  Öllum var stolið.  Þá urðu Japanir meira undrandi en áður.  Í Japan er það þannig að þjófur færir skömm yfir alla ættingja.  Líka fjarskylda.  Í kjölfar eru þeir útskúfaðir úr stórfjölskyldunni sem situr uppi með sameiginlega skömm.  Skömmin er mikil og ristir djúpt.

  Almennt vitum við Íslendingar lítið um japanska menningu.  Ef frá er skilið að á allra síðustu árum hafa japanskir réttir sem kallast suzhi orðið tískufyrirbæri hérlendis.  Þetta eru dýrir smáréttir.  Að uppistöðu til hvít hrísgrjónaklessa með hrárri fisksneið.  Oft fylgir spriklandi hringormur með svo lítið ber á. 

  Minna hefur farið fyrir japanska suzhi með öðrum og stærri skordýrum.  Kannski vegna þess að þau eru vandfundin hérlendis.  En njóta vinsælda í Japan.

japanskt suzhi með skordýrum

  Japanir búa þröngt.  Landsvæði er af mjög svo skornum skammti.  Fyrir bragðið eru til að mynda golfvellir í Japan þeir dýrustu í heimi.  Lóðin er svo dýr.  Aðeins auðmenn í Japan hafa aðgang að golfvelli.  "Þétting byggðar" er óþekkt slagorð í Japan.   Þröngt mega sáttir sitja og sofa er ekki heldur slagorð þar.  Þetta er raunveruleiki sem ekki verður flúinn.

  Þvers og kruss um Japan eru gistiheimili sem leigja út það sem við getum kallað gistiskápa.  Japanir vanir þrengslum kunna vel að meta gistiskápana.   

japanskt gistiheimili Ajapanskt gistiheimili Bjapanskt gistiheimili 

  Margir Japanir eru það sem kallast einstæðingar.  En þrá samvistir við annað fólk.  Í Japan blómstrar svokölluð fjölskylduleiga.  Einstæðingar geta leigt sér ókunnuga fjölskyldu yfir helgi eða lengri tíma.  Ókunnuga fjölskyldan mætir heim til einstæðingsins og lætur eins og hún sé fjölskylda hans.  Ódýrari útgáfa er koddi sem lítur út eins og kvenmannskjalta.  Önnur útgáfa er koddi með gervihendi.   

japanskur lúrkoddijapanskur kúrkoddi

 


mbl.is Sá hágrátandi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fórnarlömb nútímans?

Ólafur (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Jens Guð

Ólafur, já, útfærslan á koddunum er sögð vera svar markaðarins við því að sífellt fleiri Japanir nái ekki að mynda náin tengsl við aðra; séu einmana og þrái návist hins kynsins.

Jens Guð, 16.7.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband