"Stolin frétt"

  Í síðasta mánuði,  júní,  breytti Sláturfélag Suðurlands,  SS,  uppskrift á vinsælustu pylsum á Íslandi, SS pylsunum.  "Íslendingar borða SS pylsur".  Í stað þess að hafa nautakjöt sem aðal hráefni var skipt yfir í ódýrt svínakjöt.  Beljukjöt var ennþá haft með í búðingnum en í miklu minna mæli.  Það var skyndilega blandað dönsku beljukjöti.

  Frá þessu skýrði ég á þessum vettvangi í síðustu viku.  Viðskiptablaðið tók málið upp þegar í stað. Síðan Fréttablaðið,  DV, mbl.is,  visir.is og útvarpsstöðvar.  Engin gat þess hvar málinu var "skúbbað". 

  Svona er þetta iðulega með "skúbbin" á þessari bloggsíðu.  Það er svo sem bara gaman að fylgjast með "skúbbunum" ná flugi í dagblöðum,  útvarpi og víðar.  Ég kann samt betur við það þegar fjölmiðlar geta þess hver uppgötvaði málið og vakti fyrstur athygli á því.  Annað er "stolin frétt".  Sumir gera það.  Stundum.    

  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1412501/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo eru náttúrulega þeir sem loksins heyra eitthvað og telja sig vera fyrsta og eina um vitneskjuna þó hálf þjóðin hafi áður spjallað um málið yfir fótbolta og bjór. Ég man þá tíð þegar hlutir fréttust þó ekkert væri bloggið til og fréttir voru margar hverjar gamalt slúður þegar þær rötuðu í blöðun. Eins þekki ég konu sem telur sig forspáa og berdreymna vegna þess að hana dreymdi þrjár síðustu tölurnar í númeri eins af lægstu vinningsmiðunum í happadrætti Das fyrir 30 árum síðan. Sumt fólk tekur sig bara allt of alvarlega.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 00:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þér Jens, auðvitað á að geta þess hvaðan fréttir koma. Annað er dónaskapur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2014 kl. 12:17

3 identicon

Í næsta viðskiptablaði verður þessi bloggfærsla birt, bara aðeins umorðuð.

Grrr (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 21:47

4 identicon

Hvenær er það sem það við og hvenær á það ekki við að blaðamenn að gefi upp heimildarmenn sína? Fer það kannski bara eftir því hver á í hlut?

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 00:58

5 identicon

Ég ætla nú að giska á það Jens, að helmingi fleiri lesi bloggið þitt að jafnaði, heldur en Viðskiptablaðið.

Stefán (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 10:42

6 Smámynd: Jens Guð

Hábeinn, ég þekki til þegar kona seldi fyrir 50 árum happdrættismiða í Austurstræti. Annar hver kaupandi happdrættismiða hafði dreymt fyrir vinningi. Þegar á reyndi kom vinningsmiðinn á óseldan miða.

Jens Guð, 26.7.2014 kl. 01:50

7 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, það er lágmarks kurteisi að geta þess hver upplýsti um málið.

Jens Guð, 26.7.2014 kl. 01:51

8 Smámynd: Jens Guð

Grrr, þessi bloggfærsla rataði inn á forsiðu Útvarps Sögu: http://www.utvarpsaga.is/frettir/926-jens-segir-vi%C3%B0skiptabla%C3%B0i%C3%B0-hafa-stoli%C3%B0-fr%C3%A9tt-af-bloggs%C3%AD%C3%B0u-sinni.html#.U9MJ8-N_uGM

Jens Guð, 26.7.2014 kl. 01:53

9 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur, þegar frétt er skrifuð og hún byggir á upplýsingum frá öðrum en þeim sem skrifar fréttina þá á að geta þess.

Jens Guð, 26.7.2014 kl. 01:56

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán, ég get ekki miðað við mig. Ég les ekki VB.

Jens Guð, 26.7.2014 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.