29.7.2014 | 00:14
Black Sabbath
Tvær fyrstu plötur bresku blúshljómsveitarinnar Black Sabbath frá Birmingham komu út 1970. Þær skópu og mótuðu þungarokkið (heavy metal) til frambúðar. Þungarokkið var eiginlega ekki orðið til á þeim tímapunkti en var að detta inn. Tvær fyrstu plötur þjóðlagablússveitarinnar Led Zeppelin komu út 1969. Plata Deep Purple "In Rock" kom út 1970. A-þýsk-kanadísk-bandaríska hljómsveitin Steppenwolf sendi 1968 frá sér lagið Born To Be Wild. En það náði ekki flugi fyrr en í kvikmyndinni "Eazy Rider" ári síðar.
Á þessum árum var að verða til músíkstíllinn þungarokk. Í texta "Born to be Wild" kemur fyrir setningin "heavy metal thunders". Þar með var nýi blús-þungarokksstíllinn kominn með nafn: "heavy metal" (þungarokk).
Þungarokkið mótaðist hratt 1969-1970. Fyrsta skrefið var tekið af bresku hljómsveitinni The Kinks 1964 með laginu "You Really Got Me". Svo og bandaríski (búsettur í Englandi) gítarleikarinn Jimi Hendrix 1966.
Black Sabbath kom til þungarokkssögunnar sem drungi og djöfull, daður við djöfladýrkun og dauða. Sándið var myrkara en áður heyrðist og boðskapurinn neikvæður.
Gítarleikari Black Sabbath, Tony Iommi, var áður i Jethro Tull Hann missti framan af fingrum vinstri handar í slysi. Fyrir bragðið átti hann erfitt með að spila hreina hljóma. Ráð hans var að ofkeyra gítarmagnara þannig að gítardrunur runnu saman í eitt.
Söngvari Black Sabbath, Ozzy Osbourne, var og er sérkennilegur náungi. Sem unglingur gekk metnaður hans út á það að verða fótboltabulla og krimmi. Hann hellti sér út í innbrot. Einhver stakk að honum því góða ráði að vera ætíð með hanska í innbrotum. Hann keypti það en fannst meira töff að vera með grifflur. Fattaði ekki að hanskar áttu að koma í veg fyrir fingraför. Klúðrið kostaði hann fangavist.
Löngu síðar sat Ozzy í fangelsi í Bandaríkjunum. Í það skiptið fyrir morðtilraun. Hann reyndi að drepa Sharon, eiginkonu sína. Í fangelsi í Bretlandi dunda fangar sér við að láta húðflúra á sig rasísk og yfirlýsingaglöð húðfúr. Ozzy lét húðflúra á sig barnalega broskalla á hnéskelarnar.
Bassaleikari Black Sabbath er grænmetisæta. Hann hefur ekki borðað dýraafurð frá því að hann var barn.
Trommuleikari Black Sabbath, Bill Ward, hefur sungið tvö lög inn á plötur Black Sabbath.
Þegar Black Sabbath hljóðritaði plötuna "Heaven and Hell" kveikti Tony Iommi í trommuleikaranum. Sá þurfti að leggjast inn á spítala með 3ja stigs brunasár. Móðir hans kunni ekki að meta grínið. Hún hringdi þegar í stað í Tony og las honum pistilinn.
Trommuleikarinn Bill Ward hefur verið heilsulaus síðustu ár. Fleira spilar inn í að hann var ekki með á síðustu plötu Black Sabbath, 13. Einhver leiðindi í gangi sem rekja má til Sharonar, eiginkonu Ozzys.
Trommuleikari bandarísku hip-hopp-rapp-pönk-fönk-metal-sveitarinnar Rage Against The Machine var fenginn til að hlaupa í skarðið á 13. Hann er snilldartrommari en ólíkur Bill Ward. Heitir samt líku nafni, Brat Ward. Bill var búinn að tromma í nokkrum lögum í hljóðverinu. Trommuleik hans var hent út og Brat trommar í öllum lögunum.
Svo skemmtilega vildi til að Brat kunni öll lög Black Sabbath utan að frá A-Ö. Hann var og er ákafur aðdáandi. Eins og gítarleikari Rage Against the Machine, Tom Morello. Hann hefur skilgreint Rage Against the Machine sem "Black Sabbath mætir rapp-hipp-hoppi".
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Útvarp | Breytt 26.10.2015 kl. 13:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 62
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 1487
- Frá upphafi: 4119054
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 1145
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega grein, margt þarna sem kom mér á óvart. En var annars Tony Iommi gítarleikari Black Sabbath ekki bara 1-2 vikur í Jethro Tull áður en Martin Barre mætti ?
Skarfurinn, 29.7.2014 kl. 08:09
Þessir frábæru brautryðjendur þungarokksins frá Aston hverfinu í Birmingham stofnuðu saman hljómsveitina Polka Tulk Blues Band árið 1968, en breyttu nafninu fljótlega í Earth. Gítarleikarinn Tony Iommi og trommarinn Bill Ward höfðu þá verið saman í hljómsveit og gítarleikarinn Terry Geezer Butler og söngvarinn Ozzy Osbourne höfðu verið saman í annari hljómsveit. Butler fór að spila á bassa til að komast í þessa hljómsveit og hefur sagst hafa lært mikið af því að hlusta á þungan og flottan bassaleik Jack Bruce, sem þá spilaði með Cream, en meðlimir Black Sabbath hafa oft nefnt Cream sem mikla áhrifavalda. Hljómsveitin Jethro Tull hafði gefið út eina plötu 1968, þegar gítarleikarinn Mick Abrahams yfirgaf þá og JT fengu þá Tony Iommi til liðs við sig í Desember 1969. Iommi lék t.d. með JT á Rock and Roll Cirkus, Jóla-sjónvarpshljómleikum Rolling Stones, en yfirgaf svo hljómsveitina í Janúar 1969 eftir bara nokkrar vikur eins og Skarfurinn nefnir hér að ofan. Iommi sneri þá heim til félaganna í Birmingham og þeir breyttu nafni hljómsveitarinnar úr Earth í Black Sabbath vegna þess að önnur hljómsveit á Englandi starfaði undir nafninu Earth. Iommi sagði að sér hafi ekki hafa líkað það að spila í hljómsveit með algjörum stjórnanda sem var íslandsvinurinn Ian Anderson. Fyrstu tvær plötur Black Sabbath komu báðar út 1970 og sú síðari Paranoid náði efsta sæti í Englandi og smáskífa með titillaginu náði fjórða sæti. Bassaleikarinn Geezer Butler var aðal textasmiður BS og hann samdi líka lagið drungalega Black Sabbath sem opnar fyrstu plötuna og býður aðdáendum inn í þá áður óþekktan heim þungrar rokktónlistar og drungalegra texta. Black Sabbath sló svo rækilega í gegn í Bandaríkjunum upp úr 1970 og þeir fluttu til Los Angeles í kjölfarið. Gífurleg drykkja og eyturlyfjaneysla dró svo smátt og smátt úr þeim sköpunarmátt, en á bestu plötum Black Sabbath má finna mikið af bestu tónlist rokksögunnar og áhrifin eru nánast ómælanleg.
Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 09:13
Þetta er góður fróðleikur sem ég vissi reyndar að flestu leyti. Ég held að Bill Ward trommari hafi bara sungið eitt lag, sem var lagið Swinging the chain á Never say die sem kom út árið 1978. Það var bara vegna þess að Ozzy neitaði að syngja það.
Það má geta þess líka að ein af ástæðunum fyrir dimma hljómnum hjá Sabbath á einmitt grunn sinn í þessu slysi sem Iommi varð fyrir, eins og bent er á, en af annarri ástæðu. Hann hefur alltaf átt erfitt með að nota griphöndina vegna þess hvað gómarnir eða það sem eftir er af þeim eru viðkvæmir. Vegna þess hefur hann alltaf notað léttustu strengina 09 eða jafnvel 08 og lækkað gítarinn úr E niður í D og enn neðar til að létta strengina.
Jú Iommi var stutt í Tull, sem var orðin dálítið þekkt hljómsveit á þessum tíma, árið 1969. Hún hafði þá gefið út tvær plötur sem höfðu selst nokkuð vel í Bretlandi og í heimildarmynd um Woodstock hátíðina má heyra í Tull í hátalarakerfi hátíðarinnar svo plöturnar höfðu líka borist yfir hafið, þótt þær hafi ekki verið gefnar út þar. BS hafði ekki verið stofnuð þá, eða hét öðru nafni. Hún hét fyrst Polka Tulk blues band og síðar Earth, en það nafn bar hún einmitt á þessum tíma. Það kemur fram í sögu BS að honum hafi verið boðið um áramótin 1968/1969 og virðist hafa verið kominn aftur í BS (Earth) í apríl. Í millitíðinni mun hann hafa komið fram í sjónvarpinu með Jethro Tull í einu lagi.
Halldór Þormar Halldórsson, 29.7.2014 kl. 10:38
Það vantaði þarna Ég held að Bill Ward trommari hafi bara sungið eitt lag fyrir utan It´s Alright :)
Halldór Þormar Halldórsson, 29.7.2014 kl. 11:23
Frábært band.
Reyndar finnst mér plöturnar án Ozzy ekkert sérstaklega skemmtilegar.
Grrr. (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 23:04
Skarfurinn, jú, Tony stoppaði ekki lengi við í Jethro Tull. Þetta er samt skemmtileg staðreynd af því að báðar hljómsveitirnar urðu stórveldi í tónlistarsögunni. Þær spiluðu líka á sameiginlegum hljómleikum að Akranesi fyrir margt löngu. En það var ekki vegna tengsla Tonys við Jethro Tull.
Jens Guð, 29.7.2014 kl. 23:38
Stefán, takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 30.7.2014 kl. 00:03
Halldór, ég lagaði textann hjá mér. Það var ofmælt að Bill hafi sungið nokkur lög. Þau eru tvö. Takk fyrir ábedinguna og fróðleiksmolana.
Jens Guð, 30.7.2014 kl. 00:13
Grrr, í mínum huga er Black Sabbath ekki alvöru án upphaflegu liðsmanna. Þrátt fyrir ágæta spretti með Ronnie James Dio, Ian Gillan o.fl. En söngrödd Ozzys skiptir næstum öllu.
Jens Guð, 30.7.2014 kl. 00:14
Já það eru margir á því Jens. Mér þykja bæði Heaven and Hell og Born Again með bestu skífum Sabbath, kannski af því ég var á unglingsaldri þegar þær komu út og hlustaði ekki strax á þær gömlu. Það er samt eins og það sé önnur hljómsveit þar á ferðinni svona eftirá að hyggja. Besta plata BS í mínum huga er Sabbath Bloody Sabbath sem kom út árið 1973. Þar er að finna dýpt í útsetningum og lagasmíðum sem hvorki er að finna fyrr eða síðar á því bili. Besta lagið á henni er í mínum huga A National Acrobat sem ég hlusta yfirleitt á þrisvar í röð :)
Rick Wakeman spilaði eitthvað á SBS, líkast til bara í einu lagi þótt það sé ekki alveg á hreinu og ku hafa aðeins þegið nokkrar bjórkollur fyrir. Það hefur margt verið óljóst um þessa hljómsveit, eins og kannski margar aðrar. T.d. er Geezer Butler gefinn upp sem bassaleikari á Heaven And Hell, en fyrir nokkrum árum sagðist Craig Gruber sem var bassaleikari Rainbow hafa spilað allan bassann, því Geezer hafi verið í meðferð og staðið í vondum skilnaði þegar platan var tekin upp. Hann hafi fengið greitt myndarlega fyrir og þess vegna verið sáttur við að hans væri ekki getið á umslaginu. Tony Iommi gítarleikari hefur ekki neitað þessu alfarið. Þá hefur það alltaf verið leyndarmál BS og síðar Ozzy sjálfs að hann hefur hvorki samið neitt af lögum BS, né neitt af því sem hann hefur gefið út á sólóferli sínum, þótt hann sé skrifaður einn fyrir því öllu saman. Í BS sá Butler alfarið um textagerðina og kom eitthvað að lögunum, en meginþorri laganna var alfarið saminn af Iommi. Þá er ekki með öllu ljóst hvernig því var háttað þegar Ozzy hætti árið 1978, kom aftur og var rekinn 1979 eftir Never Say Die skífuna. Í stað hans var ráðinn Dave Walker og samkvæmt orðrómi þá hafi hann sungið allt efnið á Never Say Die, en þegar Ozzy ákvað að koma aftur þá hafi upptökunum með honum verið eytt og Ozzy sungið allt klabbið, nema Swinging the chain sem trommuleikarinn söng eins og getið er hér að ofan.
Halldór Þormar Halldórsson, 31.7.2014 kl. 10:56
Halldór Þormar, kærar þakkir fyrir þessa fróðleiksmola. Ég er að nálgast sextugsaldur og upplifði því feril BS í rauntíma. Þess vegna finnst mér alvöru BS bara vera upphaflega liðskipan.
Ég hef ekki tékkað á því en ég held að Ozzy sé sjaldnast eða aldrei skráður einn fyrir lagi. Sjálfur hefur hann sagt í viðtali að hann geti ekki samið lag einn. Einhver verði að byrja lag og þá geti hann komið inn með inngang að viðlagi eða einhverja framvindu í versi.
Jens Guð, 31.7.2014 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.