30.7.2014 | 23:08
Misvísandi fréttir af Pamelu Anderson í Færeyjum
Fyrir nokkrum dögum sendi kanadísk-ættaða bandaríska leikkonan Pamela Anderson frá sér yfirlýsingu um að hún væri á leið til Færeyja. Gott ef afi hennar var ekki Finni. Þaðan er allavega eftirnafn hennar, Anderson, komið. Einnig norrænt útlit þessarar heimsþekktu ljósku. Hún er ekki múlatti. Kannski er hún samt í raun með dökkt hár sem hún litar.
Erindi kellu til Færeyja var að styðja og vekja athygli heimsbyggðarinnar á sumarátaki bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd, GrindStop 2014. Átakið snýst um að koma í veg fyrir veiðar Færeyinga á marsvínum.
Átakið hófst með miklum látum í júní. Bátur Sea Shepherd lagðist við bryggju í höfuðborg Færeyja, Þórshöfn. Blásið var til blaðamannafundar á bryggjunni. Um 15 erlendir fjölmiðlamenn mættu á fundinn. Síðan hefur ekkert gerst.
Nóg um það. Um helgina sögðu fjölmiðlar frá því að Pamela Anderson væri komin til Kaupmannahafnar í Danmörku. Síðan sögðu færeyskir fjölmiðlar að hún væri komin til Færeyja. Núna segir mbl.is að hún sé veðurteppt í London.
Hvað er í gangi?
Sjá: http://aktuelt.fo/ongin+paul+bara+pamela.html
http://www.in.fo/news-detail/news/pamela-komin-at-hjalpa-sea-shepherd/
Ég kannast vel við það á eigin skinni að flugsamgöngur til Færeyja eru stopular. Þar er aðeins einn flugvöllur. Þoka er landlæg í Færeyjum. Ég hef oft tafist um nokkra daga og allt upp í heila viku að komast til Færeyja.
Ef að fréttir um að Pamela væri komin til Kaupmannahafnar voru réttar þá átta ég mig ekki á því hvers vegna hún er strandaglópur í Englandi. Það eru tíðar flugferðir á milli Danmerkur og Færeyja en fátíðar á milli Færeyja og Englands.
Hitt veit ég að Pamela var búin að bóka gistingu í lúxussvítunni á Hótel Hafnía í miðbæ Þórshafnar í Færeyjum.
Inn í þetta rugl má taka að Pamela er ekki með alla hluti á hreinu. Á dögunum sagði hún að erindi sitt til Færeyja væri m.a. að forða forsprakka Sea Sheperd, Paul Watson, frá því að vera handtekinn í Færeyjum og framseldur til Costa Rica. Þar biði hans dauðadómur. Hið rétta er að Costa Rica er friðsamt ríki í Mið-Ameríku með siðferði á hærra stigi en svo að þar séu dauðarefsingar.
Pamela var um tíma í sviðsljósinu sem eiginkona trommuleikara léttpopps-glamrokksveitarinnar Mötley Crue, Tommy Lee. Hann er heimskur en nokkuð góður trommari. Verra er að hann lamdi Pamelu. Blessunarlega var honum stungið í steininn fyrir uppátækið.
Uppfært 31. júlí:
Grunur leikur á að aldrei hafi staðið til að Pamela kæmi til Færeyja. Þetta hafi allt verið sviðsett leikrit. Svo virðist sem allar skráðar flugferðir til Færeyja hafi gengið snurðulaust fyrir sig.
Þó er aldrei að vita. Nú var hún að boða til blaðamannafundar í Færeyjum síðdegis á morgun.
![]() |
Pamela fór ekki til Færeyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.7.2014 kl. 20:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 42
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 1200
- Frá upphafi: 4136207
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 999
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Pamela er finnsk/ensk í föðurætt og rússnesk í móðurætt, sem þýðir að hún er 0% norræn (Finnar teljast ekki með). Ættarnöfn eru ekkert til að taka mark á lengur, en nafnið Anderson er upprunalega skosk. Flestir frægir menn sem bera norræn nöfn eru ekki norrænir þegar betur er að gáð.
Eriksson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 01:31
Samkvæmt þessu hafa einhverjir Keltar líklega fyrst komið með þetta nafn til Norðurlandanna, en nafnið varð vinsælt afþví þetta er verndardýrlingur Skotlands.
http://en.wikipedia.org/wiki/Anderson_(surname)
Eriksson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 01:34
Múlatti er óheppilegt orð og best að forðast.
http://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%BAlatti
Pamela gæti vel verið blönduð svörtum mönnum. Pushkin, eitt höfuðskálda Rússlands, var einn margra frægra Rússa sem var það og svartir menn komu fyrst til Englands með Rómverjum í kringum árið 50.
Eriksson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 01:44
Eriksson, takk fyrir upplýsingarnar. Hvaðan hefur Pamela þetta norræna útlit; ljóst hár og ljóst yfirbragð? Ég velti því fyrir mér í færslunni hvort að hún liti hárið ljóst. Hinsvegar virðist hún einnig vera með ljósar augabrúnir og augnhár.
Jens Guð, 31.7.2014 kl. 22:42
Múlatti er orð sem Doddsson, ritstjóri Moggans, notar um Hussein Obama, forseta Bandaríkja Norður-Ameríku, og sjálfan sig. Það er að segja menn af blönduðum kynþætti þar sem forföður er svartur.
Hugsanlega var þetta og er í einhverjum tilfellum neikvætt orð. En á síðum Morgunblaðsins er það - að mér virðist - jákvætt. Og svo á að vera. Það er ekkert nema kostur að vera afkomandi ólíkra kynþátta. Bestu genin erfast ólíkt því sem gerist við innræktun.
Jens Guð, 31.7.2014 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.