Til verndar hagsmunum neytenda

rautt eðal ginseng

 

  Eðalvörur ehf hafa tímabundið stöðvað dreifingu á Rauðu Eðal Ginsengi í núverandi umbúðum þess, sem fyrirtækið hefur notað í 25 ár, til að draga úr tjóni vegna ruglings við eftirlíkingaumbúðir Eggerts Kristjánssonar hf; sem sérframleiddar eru fyrir íslenskan markað. Í þessu felst ekki viðurkenning á eftirlíkingastarfsemi, þvert á móti er verið að vinna að þessum málum fyrir neytendayfirvöldum, sem tekur lengri tíma en ætlað var. Ekki er verjandi að selja jafn ólíkar vörur í jafn líkum umbúðum. Þess vegna er þessi tímabundna aðgerð nauðsynleg til að verja hagsmuni neytenda, sem oft hafa talið sig í góðri trú vera að kaupa Rautt Eðal Ginseng frá Kóreu.

  Þær góðu fréttir hafa nú borist frá Neytendastofu að hún hafi með bréfi dagsettu 9. júlí s.l. gert Eggerti Kristjánssyni hf: að greina frá uppruna svokallaðs “Kóresk Rauðs Ginsengs” , sem erlendur birgir vörunnar segir vera frá hálfri Asíu, t.a.m. Kína og Mongolíu en Eggert Kristjánsson hf. hefur engu að síður auglýst þessa vöru með sömu eiginleikum og Rautt Eðal Ginseng frá Kóreu.
Forsvarsmenn Eggerts Kristjánssonar hf. áttu að skýra sitt mál innan hálfs mánaðar frá dagsetningu bréfsins 9. júlí en báðu um frest.

  Ég fagna þessari rannsókn og það er einlæg von mín að hún megi fara fram ótrufluð og því fell ég frá ósk um að sameina hana eftirlíkingamálinu í bili. 

Sigurður Þórðarson

Hér er mynd af eftirlíkingavörunni:

plat ginseng

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband