16.8.2014 | 21:33
Ósvífin frekja í garð færeysks framleiðanda
Færeyskur bjór er sá besti í heimi. Ekki síst Föroya Bjór GULL. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim í hálfan fjórða áratug. Þar af hefur hann verið seldur íslenskum aðdáendum í 33 ár. Öllum til mikillar gleði og ánægju.
Færeyskur bjór er svo góður að fyrir mörgum árum lét ég húðflúra merki Föroya Bjór (nafnið og myndina af færeyska hrútnum) yfir allan vinstri framhandlegginn á mér. Alltaf þegar ég sé húðflúrið þá sleiki ég út um.
Fyrir örfáum árum tók íslenskt fyrirtæki, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, upp á því að gera út á viðskiptavild Föroya Bjór GULL. Föroyja Bjór sá ekki ástæðu til að amast við því. Þvert á móti þótti mönnum þar á bæ það bara broslegt.
Verra er að Egils gull er ómerkilegur bjór. Sérstaklega í samanburði við Föroya Bjór GULL. Egils gull skaðar á þann hátt viðskiptavild "GULLS".
Ráðamenn hjá Ölgerðinni kunna ekki að skammast sín. Núna barst Föroya Bjór hótunarbréf frá Ölgerðinni. Þar er Föroya Bjór skipað að hætta þegar í stað að selja Föroya Bjór GULL. Að öðrum kosti verði gripið til harkalegra aðgerða og þeim bjór bolað út af íslenskum markaði.
Eðlilega þykir Færeyingum þetta undarleg og smekklaus framkoma. Ef þeim sýnist svo geta þeir kært Ölgerðina fyrir að stela "GULL" nafninu, látið dæma nafnið af henni og farið fram á háar skaðabætur fyrir tjónið sem Egils sullið hefur valdið Föroyja Bjór GULLinu. Áður vonast þeir þó til að frekjukastið renni af ráðamönnum Ölgerðarinnar.
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt 17.8.2014 kl. 15:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 3.9%
A Hard Days Night 3.7%
Beatles For Sale 3.9%
Help! 6.5%
Rubber Soul 8.6%
Revolver 14.8%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.4%
Magical Mystery Tour 2.6%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.2%
Yellow Submarine 2.1%
431 hefur svarað
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 14
- Sl. sólarhring: 316
- Sl. viku: 1389
- Frá upphafi: 4118916
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1065
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ekki þekki ég þetta mál, en það breytir því að hér eftir kaupi ég Færeyja Gull sé það til á ríkis kamrinum íslenska. Færeyingar eru færri en við en um margt fullkomnari.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.8.2014 kl. 22:42
Hrólfur, Færeyingar eru aðeins 48 þúsund. Færeyski bjórinn fæst í Heiðrúna veit ég og einhverjum fleiri Vínbúðum. En ekki öllum. Í Skútuvogi fæst líka skemmtilegur færeyskur cider, Nordic Cider. Að mig minnir frá færeyska bjórframleiðandanum Okkara. Ég er líka með húðflúrað merki Okkara.
Jens Guð, 16.8.2014 kl. 23:58
Pantaðu hann bara í hvaða ÁTVR búllu sem er. Það virkar amk hérna. Þeir senda hvað sem e til mín, nenni ég að biðja um það.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.8.2014 kl. 03:49
Er þetta ekki prentvilla há Agli Skallagrímssyni, á þetta ekki að vera Egils Sull?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 08:00
Ég drekk mest af Egils gull og hafði ekki hugmynd um Færeyska bjórinn.
Héðan í frá er færeyski bjórinn í uppáhaldi og ég hætti að drekka Egils Sull
Wilfred (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 13:56
Ásgrímur, takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 17.8.2014 kl. 15:58
Kristján, þetta ætti að minnsta kosti að heita Egils sull.
Jens Guð, 17.8.2014 kl. 15:59
Wilfred, ég mæli með því.
Jens Guð, 17.8.2014 kl. 15:59
Soldið merkilegt mál. Sérstaklega ef haft er í huga að undanfarin misseri hefur verið talað um hér uppi um að auka viðskipti við Færeyjar. Þetta eru móttökurnar hér uppi.
Þeir Egilsmenn segja, skilst mér, að þeir hafi skrásett og vottað einkaleyfi eða einkarétt á þessu orði gull eða vörumerki á Íslandi.
Þetta er alveg ótrúlega bratt.
En það er ekki logið uppá sjallanna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.8.2014 kl. 18:37
Ómar Bjarki, það mun rétt vera að Ölgerðin hafi skráð nafnið Gull. Það veitir henni vernd gegn því að önnur íslensk fyrirtæki hefji framleiðslu og sölu hérlendis á Gull bjór.
Verndin nær ekki yfir útlenda vöru með sama heiti sem seld var á Íslandi til fjölda ára undir því heiti áður en Ölgerðin "stal" nafninu.
Það er alveg klárt mál að Föroya Bjór hefur réttinn sín megin og getur farið illa með Ölgerðina í skaðabótamáli. Nýjustu tíðindi eru þau að fulltrúi Ölgerðarinnar sé búinn að átta sig á þessu. Nú grátbiður hann Föroya Bjór um frið og sátt í málinu.
Jens Guð, 17.8.2014 kl. 20:48
Ómar Bjarki, hvað áttu við með að ekki sé logið upp á sjallana?
Jens Guð, 17.8.2014 kl. 21:44
Best að fara ekki nánar útí það. Þá verður allt kolvitlaust.
En hefur komið fram opinberlega að þeir Egilsmenn ætli að bakka með þetta?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.8.2014 kl. 22:01
Ómar Bjarki, já, ég sé á færeyskum spjallsíðum að forsvarmaður Ölgerðarinnar er að draga hratt í land. Virðist átta sig á því að þetta var frumhlaup og upphafleg ósvífin krafa óraunhæf og verði bjúgverpill í hausinn ef að látið verði sverfa til stáls. Honum til happs er að Færeyingar eru seinþreyttir til illinda.
Jens Guð, 17.8.2014 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.