Færeyskir hljómleikar annað kvöld (Þórsdagur 21. ágúst)

  Annað kvöld verða heldur betur spennandi djasshljómleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði.  Húsið er opnað klukkan 20:00.  Hljómleikarnir hefjast klukkan 21.00.   Tvær magnaðar hljómsveitir stíga á stokk:  Annarsvegar færeyski Magnus Kvartett.  Hinsvegar íslenska hljómsveitin Skarkali.  Miðinn kostar aðeins 2000 kall.  Honum fylgir frábær sólódiskur með Magnúsi Johannessen,  forsprakka Magnus Kvartetts.  Stakur kostar diskurinn í búð 3200 kr.  

  Forsala á hljómleikana er á www.midi.is.  Diskurinn er afhentur við hurð,  eða kannski örlítið innan við dyrnar. 

  Magnús er píanóleikari.  Hann semur ljúfa og áferðarfallega djasstónlist með söngrænum (melódískum) laglínum.  Þetta er samt enginn dinnerdjass.  Alls ekki.  Þetta er áleitinn norrænn djass eins og hann gerist bestur.  2001 var Magnús nefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna.  

 Með því að smella á þennan hlekk má heyra sýnishorn af eyrnakonfekti Magnúsar:  http://www.magnusjohannessen.com/Listen.html

  Hljómleikarnir eru samvinnuverkefni Menningar- og listafjelags Hafnarfjarðar,  Jazzklúbbs Hafnarfjarðar og Bæjarbíós.   

litla djasshátíðin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skolist niður með færeyskum Gull....

GB (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 22:50

2 identicon

Það verða örugglega ekki vörur frá ölgerðinni á boðstólum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 09:27

3 Smámynd: Jens Guð

GB, nákvæmlega!

Jens Guð, 21.8.2014 kl. 11:09

4 Smámynd: Jens Guð

Kristján, NEI! Ekkert frá Ölgerðinni.

Jens Guð, 21.8.2014 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.