Kaupum ekkert frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni

 

  Staðreynd númer 1:  Til margra áratuga hafa skandínavískir bjórframleiðendur auðkennt tilteknar bjórtegundir með nöfnum eins og Pilsner,  Stout,  Lite, Gull og svo framvegis.

  Staðreynd númer 2:  Fyrir hálfum fjórða áratug hóf færeyska Föroya Bjór framleiðslu á Föroya Bjór Gull samkvæmt þessum skandinavísku stöðlum á bjór.

  Staðreynd númer 3:   Níu árum síðar hóf Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðslu á Egils gull.  Bragðdaufum pissbjór.  Það er aukaatriði.  Gárungar kalla hann Egils sull.  

   Færeyski Föroya Bjór Gull er góður.  Virkilega góður.  

  Á útrásarárum íslensku geðveikinnar fyrir bankahrun fór Ölgerðin fram á það að kaupa Förya Bjór.  Óskaði eftir nákvæmum upplýsingum um allt sem snéri að markaðsmálum Föroya Bjór.  Því var hafnað en af vinsemd boðið upp á samvinnu.  

  Staðreynd númer 4:   Ölgerðin fann sér færeyska heildsölu sem kann ekkert á færeyska bjórmarkaðinn.  Kann ekkert á dreifingarkerfi bjórs í Færeyjum til vínveitingastaða, pöbba eða annarra sem selja bjór í Færeyjum.  Ráðamönnum Föroya Bjór þótti það undarlegt uppátæki.  Og spaugilegt.  Föroya Bjór hefði af vinsemd alveg getað bætt bjór Ölgerðarinnar inn í sitt góða og öfluga dreifingarkerfi á bjór.   Það var einungis jákvæðni gagnvart því.  Vegna þess hvaða aulalegu leið Ölgerðin fór er hún aðhlátursefni í Færeyjum.  

  Staðreynd númer 4:  Fyrir þremur árum fékk Ölgerðin nafnið "Egils gull" skrásett vörumerki.  

  Staðreynd númer 5:  Fyrir þremur vikum eða svo sendi Ölgerðin bréf til Föroya Bjórs.  Í því var ekki óskað eftir viðræðum eða neitt slíkt.  Erindið var afskaplega hrokafull skipun um að Föroya Bjór taki Föroya Bjór Gull af markaði.  Frestur var gefinn til 18. ágúst.  Ef að færeysku skrælingjarnir yrðu ekki við skipun herraþjóðarinnar þá muni Föroya Bjór Gull verða sett út af markaðnum fyrir tilstilli dómsstóla.     

  Ósvífin skipun Ölgerðarinnar er forkastanleg.  Þar ræður hrokinn ríkjum.   Þrátt fyrir fráleita kröfuna hefði samt verið eðlilegri framsetning að óska eftir viðræðum.  Ekki þetta:  Þú skalt hlýða mér eða að öðrum kosti verður þú dreginn á rassgatinu fyrir dómsstóla.

  Hroki Ölgerðarinnar er fyrirlitlegur.  Ölgerðin hefur enga möguleika á að vinna málið.  Löng hefð er fyrir því að tiltekin bjórtegund sé kennd við gull.  Meira að segja finnski Lapin Kulta þýðir Lapin Gull.  Þó að einhver fái skrásett vörumerkið Egils Pilsner þá veitir það viðkomandi ekki einkarétt á orðinu Pilsner.  Né heldur Lite eða Stout eða öðrum fjölþjóðlegum og alþjóðlegum heitum sem skilgreina bjórtegundir.     

  Ég hef þegar sett viðskiptabann á Ölgerðina og hvet alla til að taka þátt í viðskiptabanninu.  Þetta er óþverrafyrirtæki á meðan hrokafullir skrattakollar ráða þar ríkjum.  

  Færeyingar eru bestu og nánustu vinir Íslendinga. Þeir björguðu okkur þegar engir vildu lána okkur gjaldeyri í kjölfar bankahrunsins.  Yndislegt fólk.  Yndisleg þjóð.  Ölgerðin er andstæðan:  Hrokafullir frekjuhundar.  

húðflúr + Færeyjar

  

föroyabjór síðan 1888

 


mbl.is Sprenging í sölu á Føroya-Gulli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Já. Kaupum Gull frá Fær­eyj­um.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 24.8.2014 kl. 00:18

2 identicon

Þetta er liðið sem telur okkur full góð til að éta hálkusalt

Tryggvi (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 02:04

3 identicon

Gerði tilraun til að verzla FG en hann var uppseldur..☺

GB (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 07:44

4 identicon

Lapin kulta =Lapplands gull

Jón (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 07:59

5 identicon

Sælir,

Áhugavert Blogg og ömurleg framkoma hjá Ölgerðinni. En leyfist mér að biðja um heimildir fyrir staðhæfingum þínum?

Hvernig veistu, til dæmis, hvað stóð í bréfinu og hvaða leið Ölgerðin fór þegar reynt var að markaðssetja Egils Gull í Færeyjum?

Ég er v.á.m. ekki að rengja þig. Mig langar bara að fá nákvæmar upplýsingar. 

Pálmar Þór Hlöðversson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 13:09

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi bréfið eða boðin/kröfuna frá þeim Egilsmönnum - þá trúi ég því sem færeyingar segja. Eg tek lítið mark á því sem Egilsmenn hafa sagt eftir að málið komst í hámæli. Eru þetta ekki sjallar?

Kemur fram hjá markaðsstjóra Færeyja bjór sem Moggi talaði við og frettin þýdd á Sandportalinn:

,,Sophus Dal Christiansen aftur. Hann sigur, at Føroya Bjór hevur fingið skriv frá Ølgerðini við hóttan um, at verður føroyska gullølin ikki tikin av hillunum í íslendsku rúsdrekkasøluni, verður farið í rættin við málinum."

Í framhaldi sefja þeir færeyingar að Færeyjabjór renni núna út á Íslandi sem heitt brauð og íslendingar hafi almennt slegið skjaldborg um Færeyjabjór:

,,Kravið frá íslendska bryggjarínum Ølgerðini um at Føroya Bjór skal taka gulløl sína av hillunum í íslendsku rúsdrekkasøluni, tí teir eiga einkarrættin til navnið gulløl í Íslandi, fær ikki undirtøku millum íslendingar.

Tvørturímóti hava íslendingar av álvara sligið ring um gullølina hjá Føroya Bjór, og sølan av ølini har yviri gongur sum heitt breyð."

http://www.sandportal.fo/islendingar-vilja-hava-gullol-fra-foroya-bjor/

Ótrúlega klaufalegt hjá Egilsmönnum. Það er eins og Egilsmenn hafi aldrei heyrt af sérstökum tengslum íslendinga og færeyinga og sumir íslendingar hafa löngum drukkið færeyja bjór og nefndur bjór skiptir þá máli.

Enda er Færeyja bjór miklu, miklu, miklu betri en Egils gull auk þess sem útlitið skiptir máli. Miklu sneddýjara útlit á umbúðum Færeyja bjór en íslenska bjórnum. Færeyski hrúturinn setur punktinn yfir i-ið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2014 kl. 14:18

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Í framhaldi segja þeir færeyingar" O.s.frv.

Og ps. eg skal ekki fullyrða að þetta orðatiltæki sé ,,heitt brauð" en maður ímyndar sér svona að sé eitthvað álíka og þegar sagt var á Íslandi í gamla daga ,,rennur út sem heitar lummur" oþh. En íslendingar eru náttúrulega hættir mestanpart að borða lummur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2014 kl. 14:56

8 identicon

"Det selgest som varmt hvetebrø" er sagt Noregi, ekki svo ólíkt Færeyska orðatiltækinu, en skrítið að við segjum "lummur" í staðinn fyrir brauð.

Baugur Bjargarson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 15:54

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér hefur runnið nokkuð til rifja þessi háttsemi ölgerðarinnar við frændur okkur færeyinga. Sá hefur verið sá hængur á að ég hef verið bindismaður á áfengi og tóbak og verið meðlimur í barnastúkunni Bróðurlundin í fjöldamörg ár. En nú er nóg komið. Til að sýna stuðning minn í verki hef ég ákveðið að kasta hanskanum og taka til við að sötra þennan himneska færeyska bjór eins og enginn sé morgundagurinn. Skál félagar.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.8.2014 kl. 16:49

10 identicon

„Lapin kulta“ borið fram [gulda]

Tobbi (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 19:34

11 identicon

Ég fór gagngert til að versla færeyskan bjór, eftir þessa gagnstæðu auglýsingu frá Agli.

Þvílíkt góður bjór, sem að færeysla gullið er. Tæplega 6 prósent og bara gott.

Grrr (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 21:03

12 Smámynd: Jens Guð

Sigurjón, skál fyrir því!

Jens Guð, 24.8.2014 kl. 21:05

13 Smámynd: Jens Guð

Tryggvi, já, var það Ölgerðin sem seldi götusaltið til matvinnslustaða?

Jens Guð, 24.8.2014 kl. 21:07

14 Smámynd: Jens Guð

GB, ég frétti af fleirum sem lentu í þessu.

Jens Guð, 24.8.2014 kl. 21:08

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ekki góð framkoma, kaupi ekki aftur Egils gull.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2014 kl. 21:14

16 identicon

Hef oft komið til Færeyja og alltaf verið gaman að koma þangað.

Þar er vel tekið á móti manni og manni líður eins og maður

sé komin heim.  Fór um allar eyjarnar 2010 og gleymi aldrei

þessu vinalega móti sem okkur var sýnt hvar sem við komum.

Þeir sem ekki hafa heimsótt Færeyjar, ættu að gera það

að sinnu fyrstu ferð til "útlanda" vegna þess að þar finnur

maður fyrir frændsemi og velvilja til okkar Íslendinga.

Hvergi upplifað svona móttökur.

Að sjálfsögðu gerði  ÓBK allt til þess að eyðileggja þessar

athugasemdir með sínu endalausa "sjalla" tali sem hefur ekkert með

þetta að gera. 

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 21:18

17 identicon

frábært algjörlega frábært ... það var loksins að íslenskt pakk fékk sæmilega á kjaftinn og hvað ætli þetta pakk geri næst.? kannski verður ruslið þeirra og pissvatn sett á válista yfir ódrekkanlegan óþverra... það er sko á hreinu að þetta fyrirtæki mun ég aldrei versla við.

daniel magnusson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 22:37

18 Smámynd: Jens Guð

Jón, takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 24.8.2014 kl. 23:11

19 Smámynd: Jens Guð

Pálmar Þór, það hefur verið mikið fjallað um þetta mál í færeyskum fjölmiðlum. Líka á færeyskum spjallsíðum. Eina færeyska dagblaðið, Sósialurin, lagði forsíðu og heila opnu undir þetta.

Ég fylgist daglega mjög vel með færeyskum fjölmiðlum og er í daglegum samskiptum við Færeyinga.

Ég hef ekki séð bréfið í heild en í færeyskum fjölmiðlum hefur hluti af því verið birtur. Til að mynda sá sem gefur fyrirmæli um að Föroya Bjór Gull skuli umsvifalaust af markaði. Verði því ekki hlýtt muni forstjóri Ölgerðarinnar koma honum af markaði með aðstoð dómsstóla.

Ég hef lýsingar Færeyinga á klúðurslegri dreifingu og sölu í Færeyjum á bjór Ölgerðarinnar. Það segir sig reyndar sjálft að mikill munur hlýtur að vera á því að vera inni í öflugu dreifingarkerfi Föroya Bjór - sem er með alla færeyska vínveitingastaði kortlagða - og eiginlega ráðandi markaðsstöðu í Færeyjum í stað þess að brölta í gegnum heildsölu sem hefur takmarkaða burði til að brölta með íslenskan bjór í Færeyjum.

Þó að ég segi Föroya Bjór vera með ráðandi markaðsstöðu í Færeyjum þá er líka annar bjórframleiðandi sem heitir Okkara. Ég er líka með merki Okkara húðlúrað.

Sjónarmið Ölgerðarinnar hafa alveg fengið að koma fram í færeyskum fjölmiðlum. Ekkert sem Föroya Bjór hefur sagt um málið hefur verið rengt, heldur staðfest. Ég set spurningamerki við það að forstjóri Ölgerðarinnar segist oft hafa sent frá sér harðori bréf en þetta til Föroya Bjór. Hroki hans og frekjuköst eru í hærri hæðum. Svei.

Jens Guð, 24.8.2014 kl. 23:28

20 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, bestu þakkir fyrir þetta.

Jens Guð, 24.8.2014 kl. 23:36

21 identicon

Jens eg lofa því að kaupa ekkert frá Ölgerðinni i heilt ár

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 23:56

22 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki (#7), í gamla daga þóttu lummur vera mesta veislubrauð. Þær voru bakaðar á hátíðisdögum eins og þegar fyrst sást til sólar á árinu og þegar síðasta taða var komin í hús síðsumars.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 00:26

23 Smámynd: Jens Guð

Baugur, takk fyrir kommentið. Sjá næsta svar mitt hér fyrir ofan.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 00:27

24 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári, það er aldrei of seint að hella sér út í bjórdrykkju. Sjálfur var ég seinn til. En svo er þetta bara enginn vandi. Og skemmtilegur að auki.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 00:29

25 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef ég ætla að setja viðskiptabann á Ölgerðina, tja þá verð ég að fá vöruflokkalistann hjá þeim, skiptir hann ekki tugum þúsunda?, eða erum við bara að tala um ölið?

Sverrir Einarsson, 25.8.2014 kl. 14:32

26 Smámynd: Jens Guð

Tobbi, takk fyrir leiðréttinguna.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 18:26

27 Smámynd: Jens Guð

Grrr, hann er sælgæti, kröftugt sælgæti.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 18:28

28 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, takk fyrir samstöðuna.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 18:28

29 identicon

Er þetta sami fuglinn og skrifaði dónalega bréfið?

http://www.dv.is/frettir/2010/10/18/Toppar_i_laxveidi_i_skugga_afskrifta/

"Þegar Andri er spurður um hvort að mönnum hafi þótt slíkar laxveiðiferðir eðlilegar í ljósi uppsagna og hárra skulda félagsins segir hann: „Þessi ákvörðun var tekin.“ "

Haha alveg frábært svar.

Grrr (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 18:48

30 Smámynd: Jens Guð

Sigurður K., ég tek undir hvert orð þitt um Færeyinga. Þessi lýsing þín er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég tók ástfóstri við Færeyjar. Vegna dálætis míns á Færeyingum hef ég meðvitað ekki viljað setja mig inn í flokkspólitíkina í Færeyjum. Mér þykir vænt um Færeyinga óháð því hvar þeir standa á pólitíska litrófinu. Vil ekki vita af því. Mér virðist og vona að Íslendingum almennt, hvar í stjórnmálaflokkum sem þeir skipa sér, sé hlýtt til Færeyinga og reiðubúnir að standa með þeim. Þannig er það að minnsta kosti í mínum vinahópi sem nær yfir alla íslenska stjórnmálaflokka.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 23:04

31 Smámynd: Jens Guð

Daníel, takk fyrir samstöðuna.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 23:04

32 Smámynd: Jens Guð

Helgi, takk fyrir samstöðuna.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 23:05

33 Smámynd: Jens Guð

Sverrir, ég er mest að hugsa um ölið núna. Hitt má fljóta með. Vörulistinn er inni á heimasíðu fyrirtækisins.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 23:06

34 Smámynd: Jens Guð

Grrr, bestu þakkir fyrir þessa ábendingu. þetta er hrokafulli gaurinn.

Jens Guð, 25.8.2014 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband