Fćreyingar pökkuđu Sleep Shepherd saman

handteknir ss liđar

 

  Ţađ var rétt ákvörđun hjá bandarísku hryđjuverkasamtökunum Sleep Shepherd ađ framlengja dvöl sinni í Fćreyjum.  Og ţar međ framlengja átakiđ "Grind Stop 2014".   Átakiđ var orđiđ hrćđilega pínlegt.  Ekkert gerđist í allt sumar.  Enginn hvalur í allan júní og allan júlí.  En í gćr bar til tíđinda.  Ţá var "Grindbođ".  Útkall á Sandey.  Marsvínavöđu smalađ upp í fjöru.  

  14 SS-liđar brugđust viđ og reynda ađ fćla hvalina á haf út.  Sumir reyndu ađ fćla ţá međ ţví ađ vađa út í fjöruna.  Ađrir mćttu á ţremur spíttbátum í sama tilgangi.

  Lögreglan tók máliđ snöfurlega föstum tökum.  Handtók ţegar í stađ 14-menningana og flutti ţá handjárnađa međ ţyrlum beinustu leiđ í fangelsi.  Hald var lagt á bátana.

  14-menningarnir verđa fćrđir fyrir dómara 25. september.  Sem ţýđir ađ dvöl ţeirra í Fćreyjum verđur lengri en upphaflega var áćtlađ.  Hugsanlega verđa spíttbátarnir gerđir upptćkir til frambúđar.  

  Hvalveiđarnar gengu ađ öđru leyti snurđulaust fyrir sig.  Stađan eftir atburđi gćrdagsins er Fćreyingar gegn SS 1:0.

  Hitt er annađ mál ađ áróđursstađa SS á alţjóđavettvangi fékk byr í seglin eftir tíđindaleysi sumarsins.  Áróđurs- og spunameistarar SS hafa nýtt sér átökin í botn.  Fjöldi stuđningsmanna SS víđa um heim hafa bođađ komu sína til Fćreyja.  Ađ ţví er virđist til ađ fylla upp í skarđ 14-menninganna.   

  Út af fyrir sig er ţađ bara ágćtt fyrir ferđamannaiđnađ Fćreyja ađ ţangađ komi sem flestir túristar.  Ţeir koma međ gjaldeyri til eyjanna og efla verslun og viđskipti í Fćreyjum.  Kaupa ţar mat og vistir,  leigja bíla o.s.frv.  Til viđbótar blogga túristarnir og skrifa statusa á Fésbók og twitter um fagurt landslag eyjanna og hrósa Fćreyingum fyrir gott og hlýlegt viđmót - ţrátt fyrir ágreining um marsvínaveiđar.   

  Gott dćmi um ávinninginn er ađ kanadísk-bandaríska leikkonan Pamela Anderson heimsótti Fćreyjar til stuđnings átaki SS "Grind Stop 2014".  Í Fćreyjum heillađist hún af neđansjávarljósmyndum Fćreyings.  Keypti af honum myndir og sýndi ţćr á Fésbók sinni og víđar.  Ţađ varđ ljósmyndaranum góđ auglýsing.  Hann náđi inn á heimsmarkađ međ myndir sínar.

  Annar frćgur leikari kom til Fćreyja í sama tilgangi og Pamela.  Sá er stjarna úr unglingasápuóperu sem heitir Beverly Hills (og einhver talnaröđ fylgir).  Ég veit ekkert meira um ţann mann né sápuóperuna.  Ţess vegna fór framhjá mér allt sem tengdist heimsókn hans til Fćreyja.

  Aftur á móti er annar frćgur bandarískur leikari og dópisti,  Charlie Sheen,  búinn ađ blanda sér í baráttu SS í Fćreyjum.  Mér skilst ađ hann geri ţar út einn SS bátinn og blađri sitthvađ um "Grind Stop 2014" á samfélagsmiđlum,  hvort sem er Fésbók eđa twitter.      

  Ţegar upp er stađiđ mun herferđin "Grind Stop 2014" verđa Fćreyjum öflug ferđamálakynning.  Allt ţetta frćga fólk sem skiptir sér af herferđinni vekur athygli á ţví ađ Fćreyjar séu til.  99% af fylgjendum ţeirra vissi ekki af tilvist Fćreyja í sumarbyrjun.  Sama má segja um ţá SS-liđa sem dvarliđ hafa í Fćreyjum í sumar.  Ţeir vissu ekkert um Fćreyjar áđur en ţeir komu ţangađ.  Núna hafa ţeir upplýst vini sína og vandamenn um allan heim daglega um Fćreyjar á Fésbók,  twitter o.s.frv.  Í ţađ heila í ţrjá mánuđi og sér hvergi fyrir enda á.  Ţetta er rosalega öflug kynning á Fćreyjum.   

handteknir sleep shepherd liđar

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk fyrir ađ leyfa mér ađ fylgjast međ öllum ţessum bjánagangi hvalavina hahaha..

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 1.9.2014 kl. 00:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg mundi ráđleggja fćreyingum ađ fara ađeins rólegar í ţetta. Ađeins róa sig niđur.

Shepherd-menn voru svo sem ekki međ mikil lćti og handtökur hefđu getađ fariđ rólegar fram.

Ţessi međhönlun, ţ.e. lćtin og ţessi harđa međhöndlun, líkt og um terrorista vćri ađ rćđa o.s.frv. - ţetta er bara fín auglýsing fyrir Sea Shepherd.

Fćreyingar ćttu ađ bera sig ađ viđ handtökur og brottflutning Shepherd manna sem svo: Úff og ćć. Eru ţessir nú komnir eina ferđina enn. Og svo taka blessađ fólkiđ í rólegheitum svo lítiđ beri á, vera ţreyttir á svipinn o.s.frv.

Er soldill ćsingur í ţeim fćreyingum ţegar ţeir eru ađ handtaka fólkiđ. Og ţađ er ţađ sem Shepherd menn vilja.

Má sjá video af atburđum á Sandi hér á Kringvarpi. Ţađ eru lćti:

http://kvf.fo/netvarp/sv/2014/08/30/grindarokasandi

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2014 kl. 09:55

3 identicon

Bátar eru ekki haldlagđir heldur er lagt hald á báta !

Egill Ţorfinnsson (IP-tala skráđ) 1.9.2014 kl. 10:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi geyma ţeir SS rusliđ í grjótinu í nokkra mánuđi og gefa ţví ađeins kvalkjöt ađ éta, ţó ţađ sé sóun á góđum mat.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2014 kl. 18:14

5 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Ţetta er hluti af menningu Fćreyjinga og ţví vilja einhver samtölk breyta. Velti ţví fyir mér hvađ gerđist ef ţetta hefđi átt sér stađ hérlendis. Vinstra liđiđ yrđi snarvitlaust. Ráđast svona á útlendinga.

Sigurđur Ţorsteinsson, 1.9.2014 kl. 22:24

6 identicon

Frábćrt hjá Fćreyingum. Sći ţetta ske hér heima.

Allt vinstra-samfó félagiđ fćri á hliđina, ţví

ekkert má gera sem stuggađ er gegn fólki sem

alltaf er á móti öllu sem ţjóđlegt er, hefđir, siđi

og venjur.

Áfram Fćreykst gull.

Sigurđur K Hjaltested (IP-tala skráđ) 1.9.2014 kl. 23:47

7 Smámynd: Jens Guđ

Ásthildur Cesil, mín er ánćgjan!

Jens Guđ, 2.9.2014 kl. 21:44

8 Smámynd: Jens Guđ

Ómar Bjarki, undir svona kringumstćđum er réttasta ađferđin vandfundin.

Jens Guđ, 2.9.2014 kl. 21:46

9 Smámynd: Jens Guđ

Egill, takk fyrir ábendinguna.

Jens Guđ, 2.9.2014 kl. 21:47

10 Smámynd: Jens Guđ

Axel Jóhann, góđur!

Jens Guđ, 2.9.2014 kl. 21:47

11 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Ţorsteinsson, ţađ er rétt hjá ţér ađ ţetta er rótgróin menning og lífsstíll Fćreyinga sem nćr aldir aftur í tímann.

Jens Guđ, 2.9.2014 kl. 21:51

12 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur K., já, áfram fćreyskt gull og áfram Fćreyingar!

Jens Guđ, 2.9.2014 kl. 21:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband