31.8.2014 | 23:22
Færeyingar pökkuðu Sleep Shepherd saman

Það var rétt ákvörðun hjá bandarísku hryðjuverkasamtökunum Sleep Shepherd að framlengja dvöl sinni í Færeyjum. Og þar með framlengja átakið "Grind Stop 2014". Átakið var orðið hræðilega pínlegt. Ekkert gerðist í allt sumar. Enginn hvalur í allan júní og allan júlí. En í gær bar til tíðinda. Þá var "Grindboð". Útkall á Sandey. Marsvínavöðu smalað upp í fjöru.
14 SS-liðar brugðust við og reynda að fæla hvalina á haf út. Sumir reyndu að fæla þá með því að vaða út í fjöruna. Aðrir mættu á þremur spíttbátum í sama tilgangi.
Lögreglan tók málið snöfurlega föstum tökum. Handtók þegar í stað 14-menningana og flutti þá handjárnaða með þyrlum beinustu leið í fangelsi. Hald var lagt á bátana.
14-menningarnir verða færðir fyrir dómara 25. september. Sem þýðir að dvöl þeirra í Færeyjum verður lengri en upphaflega var áætlað. Hugsanlega verða spíttbátarnir gerðir upptækir til frambúðar.
Hvalveiðarnar gengu að öðru leyti snurðulaust fyrir sig. Staðan eftir atburði gærdagsins er Færeyingar gegn SS 1:0.
Hitt er annað mál að áróðursstaða SS á alþjóðavettvangi fékk byr í seglin eftir tíðindaleysi sumarsins. Áróðurs- og spunameistarar SS hafa nýtt sér átökin í botn. Fjöldi stuðningsmanna SS víða um heim hafa boðað komu sína til Færeyja. Að því er virðist til að fylla upp í skarð 14-menninganna.
Út af fyrir sig er það bara ágætt fyrir ferðamannaiðnað Færeyja að þangað komi sem flestir túristar. Þeir koma með gjaldeyri til eyjanna og efla verslun og viðskipti í Færeyjum. Kaupa þar mat og vistir, leigja bíla o.s.frv. Til viðbótar blogga túristarnir og skrifa statusa á Fésbók og twitter um fagurt landslag eyjanna og hrósa Færeyingum fyrir gott og hlýlegt viðmót - þrátt fyrir ágreining um marsvínaveiðar.
Gott dæmi um ávinninginn er að kanadísk-bandaríska leikkonan Pamela Anderson heimsótti Færeyjar til stuðnings átaki SS "Grind Stop 2014". Í Færeyjum heillaðist hún af neðansjávarljósmyndum Færeyings. Keypti af honum myndir og sýndi þær á Fésbók sinni og víðar. Það varð ljósmyndaranum góð auglýsing. Hann náði inn á heimsmarkað með myndir sínar.
Annar frægur leikari kom til Færeyja í sama tilgangi og Pamela. Sá er stjarna úr unglingasápuóperu sem heitir Beverly Hills (og einhver talnaröð fylgir). Ég veit ekkert meira um þann mann né sápuóperuna. Þess vegna fór framhjá mér allt sem tengdist heimsókn hans til Færeyja.
Aftur á móti er annar frægur bandarískur leikari og dópisti, Charlie Sheen, búinn að blanda sér í baráttu SS í Færeyjum. Mér skilst að hann geri þar út einn SS bátinn og blaðri sitthvað um "Grind Stop 2014" á samfélagsmiðlum, hvort sem er Fésbók eða twitter.
Þegar upp er staðið mun herferðin "Grind Stop 2014" verða Færeyjum öflug ferðamálakynning. Allt þetta fræga fólk sem skiptir sér af herferðinni vekur athygli á því að Færeyjar séu til. 99% af fylgjendum þeirra vissi ekki af tilvist Færeyja í sumarbyrjun. Sama má segja um þá SS-liða sem dvarlið hafa í Færeyjum í sumar. Þeir vissu ekkert um Færeyjar áður en þeir komu þangað. Núna hafa þeir upplýst vini sína og vandamenn um allan heim daglega um Færeyjar á Fésbók, twitter o.s.frv. Í það heila í þrjá mánuði og sér hvergi fyrir enda á. Þetta er rosalega öflug kynning á Færeyjum.

Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.9.2014 kl. 11:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
Nýjustu athugasemdir
- Sér heiminn í gegnum tönn: Sigurður I B, nú hló ég hátt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Við skulum vona að hún fái ekki tannpínu!! sigurdurig 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Jóhann, það er frábært að þetta sé hægt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: "Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um ári... johanneliasson 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Stefán, heimurinn er orðinn ansi snúinn! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: ,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,... Stefán 15.8.2025
- Dularfulla kexið: Axel Þór, heldur betur! jensgud 9.8.2025
- Dularfulla kexið: "Af hverju ertu að gera mér þetta? Af því að þú leyfir mér það"... axeltor 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Ein helsta arfleyfð Katrínar, eða hvað annað ? Stefán 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Stefán, ég held að kexrugluðu glæpagengin séu fleiri. jensgud 8.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 22
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 809
- Frá upphafi: 4154402
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 649
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með öllum þessum bjánagangi hvalavina hahaha..
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2014 kl. 00:34
Eg mundi ráðleggja færeyingum að fara aðeins rólegar í þetta. Aðeins róa sig niður.
Shepherd-menn voru svo sem ekki með mikil læti og handtökur hefðu getað farið rólegar fram.
Þessi meðhönlun, þ.e. lætin og þessi harða meðhöndlun, líkt og um terrorista væri að ræða o.s.frv. - þetta er bara fín auglýsing fyrir Sea Shepherd.
Færeyingar ættu að bera sig að við handtökur og brottflutning Shepherd manna sem svo: Úff og ææ. Eru þessir nú komnir eina ferðina enn. Og svo taka blessað fólkið í rólegheitum svo lítið beri á, vera þreyttir á svipinn o.s.frv.
Er soldill æsingur í þeim færeyingum þegar þeir eru að handtaka fólkið. Og það er það sem Shepherd menn vilja.
Má sjá video af atburðum á Sandi hér á Kringvarpi. Það eru læti:
http://kvf.fo/netvarp/sv/2014/08/30/grindarokasandi
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2014 kl. 09:55
Bátar eru ekki haldlagðir heldur er lagt hald á báta !
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 10:38
Vonandi geyma þeir SS ruslið í grjótinu í nokkra mánuði og gefa því aðeins kvalkjöt að éta, þó það sé sóun á góðum mat.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2014 kl. 18:14
Þetta er hluti af menningu Færeyjinga og því vilja einhver samtölk breyta. Velti því fyir mér hvað gerðist ef þetta hefði átt sér stað hérlendis. Vinstra liðið yrði snarvitlaust. Ráðast svona á útlendinga.
Sigurður Þorsteinsson, 1.9.2014 kl. 22:24
Frábært hjá Færeyingum. Sæi þetta ske hér heima.
Allt vinstra-samfó félagið færi á hliðina, því
ekkert má gera sem stuggað er gegn fólki sem
alltaf er á móti öllu sem þjóðlegt er, hefðir, siði
og venjur.
Áfram Færeykst gull.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 23:47
Ásthildur Cesil, mín er ánægjan!
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:44
Ómar Bjarki, undir svona kringumstæðum er réttasta aðferðin vandfundin.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:46
Egill, takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:47
Axel Jóhann, góður!
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:47
Sigurður Þorsteinsson, það er rétt hjá þér að þetta er rótgróin menning og lífsstíll Færeyinga sem nær aldir aftur í tímann.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:51
Sigurður K., já, áfram færeyskt gull og áfram Færeyingar!
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.